Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Virkjun á vindorku er umdeilt viðfangsefni sem um hefur verið rætt undanfarið, ekki síst nú eftir að leyfi var á dögunum veitt fyrir fyrsta virkjanaleyfinu í þessum málaflokki - Búrfellslundi. Hilmar Gunnlaugsson lögmaður fór fyrir starfshópum sem skoðuðu vindorkumál og líka skattlagningu á orkuvinnslu, en ekki hefur enn tekist að klára þessi mál á Alþingi. Hilmar sagði okkur frá vinnu og tillögum í þessum málum.
Borgþór Arngrímsson sagði okkur frá því sem er efst á baugi í Danmörku. Eftirlaunaaldur og heimsendur matur komu við sögu.
Saga Glerárþorps á Akureyri - Þorpsins, norðan Glerár - er merkileg fyrir margra hluta sakir. Það tók að byggjast seint á nítjándu öld þegar fólk fluttist úr sveitunum í þéttbýlið en forsvarsmenn Akureyrar vildu ekki fólkið í bæinn sinn - töldu það verða byrði á bæjarsjóðnum - og því byggði það norðan Glerár, í Glæsibæjarhreppi. Þessa sögu hefur Kristín M. Jóhannsdóttir skráð og birt í tímaritinu Súlum, riti Sögufélags Eyfirðinga. Kristín sagði okkur frá Þorpinu.
Tónlist:
Kenny Rogers and Dolly Parton - You can't make old friends.
Olsen Brothers - Smuk som et stjerneskud = Fly on the wings of love.
Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Krefjandi hegðun barna á leikskólaaldri er yfirskrift fræðslufundar á vegum ADHD samtakanna sem haldin verður í kvöld. Markmiðið er að efla skilning þátttakenda á krefjandi hegðun barna á leikskólaaldri og farið verður yfir lögmál hegðunar og hvað það er sem getur valdið henni. Þá verður farið yfir ýmis bjargráð til þess að fyrirbyggja og takast á við krefjandi hegðun til þess að stuðla að góðri samvinnu milli heimilis og leikskóla. Fundurinn hentar því til dæmis vel fyrir aðstandendur barna með ADHD og ætti að vera fróðlegur fyrir alla. Við fengum fyrirlesarann Ingu Aronsdóttur, leikskólakennara og sérkennsluráðgjafa, til okkar í dag.
Við fræddumst svo um nýja íslenska heimildarþætti, Æskuslóðir, sem hóf göngu sína í sjónvarpinu hér á RÚV á mánudagskvöldið. Í þáttunum kynnist Viktoría Hermannsdóttir æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Í fyrsta þættinum fór Viktoría með Þresti Leó Gunnarssyni á æskuslóðir hans á Bíldudal og næsta mánudag fer hún til Grenivíkur með handritshöfundinum Karen Björgu Eyfjörð Þorsteinsdóttur. Viktoría sagði okkur frá þáttunum í dag.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Tætum og tryllum / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)
Sumargestur / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)
Lagið um það sem er bannað / Sveinbjörn I Baldvinsson (Sveinbjörn I Baldvinsson)
Allur lurkum laminn / Bubbi Morthens (Hilmar Oddsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verðbólga þarf að hjaðna svo að hægt sé að lækka stýrivexti segir seðlabankastjóri. Stýrivextir verða áfram 9,25% og hafa verið óbreyttir í heilt ár. Mikil vonbrigði segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.
Skaftárhaup er hafið. Bóndi á bökkum Skaftár, sem þekkir hana vel býst ekki við stóru hlaupi. Þó vatnshæðin hafi lítið breyst í morgun séu engu að síður augljós merki um hlaup.
Heitt vatn er tekið að renna á ný um öll hverfi höfðborgarsvæðisins sem Veitur lokuðu á í fyrrakvöld.
Ný borhola hjá hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar gæti aukið afkastagetu hitaveitunnar þar umtalsvert. Skortur hefur verið á heitu vatni í þessum byggðarlögum síðustu ár.
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verða tvísýnar. Til að koma í veg fyrir að Trump hafi sigur þarf allar hendur á dekk sagði Obama fyrrverandi forseti á landsþingi Demókrata í gærkvöld. Forsetafrúin fyrrverandi var senuþjófur kvöldsins.
Brotist hefur verið inn í fimm reiðhjólaverslanir á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Í heildina var tólf hjólum stolið.
Yfir 12 þúsund manns hafa skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Allt stefnir í að nýtt met verði sett í áheitasöfnun því rúmlega 140 milljónir króna hafa þegar safnast.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fótboltaferill Bjarka Más Ólafssonar tók skjótan endi þegar hann greindist átján ára gamall með alvarleg hjartavandamál. Þá sneri hann sér að þjálfun og síðar umboðsmennsku fyrir aðra leikmenn. Nú starfar hann hjá belgísku umboðsskrifstofuni Stirr Associates og aðstoðar íslenska og erlenda fótboltamenn við að elta drauma sína á hæsta stig íþróttarinnar. Þóra Tómasdóttir ræddi við Bjarka Má Ólafsson og Heimi Hallgrímsson þjálfara.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-08-21
Johnson, Robert - Stop breakin' down blues.
Sigurður Flosason Copenhagen Quartet - Forty-nine.
Stórsveit Reykjavíkur - Níl.
Evans, Bill, Motian, Paul, Kotick, Teddy - I love you.
Burton, Gary - Coral.
Lehman, Steve, Orchestre National de Jazz - 39.
Bley, Carla, Slagle, Steve, Jeffers, Jack, Mantler, Michael, Valente, Gary, Goodrick, Michael, Haden, Charlie, Freeman, Sharon, Pepper, Jim, Cherry, Don, Motian, Paul, Redman, Dewey - Too late.
Kvartett Reynis Sigurðssonar - Ágústnótt.
Ludvig Kári Quartet - One for Reynir.
James, Elmore - Sunnyland.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Rætt er við Pétur Jóhannsson, ritstjóra Sjómannadagsblaðs Snæfellsbæjar, sem komið hefur út frá árinu 1987, fyrst sem sjómannadagsblað Ólafsvíkur en síðan kom sjómannadagsráð Hellissands til liðs við ráðið í Ólafsvík og úr varð sameiginleg blað. Pétur segir frá efnisöfluninni, gildi þess að safna heimildum um lífið við sjávarsíðuna, nefnir dæmi um sögur af gleði og sorg sem rekið hefur á fjörur blaðsins og fleira. Því næst segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, frá því hversu stór dagur sjómannadagurinn var í Hrísey þegar hann ólst þar upp, segir frá sjómannsferli sínum, meðal annars vertíðum á Rifi og fjarvistum frá fjölskyldunni en síðan segir Pétur Jóhannsson frá Sjómannagarðinum í Ólafsvík, sem er annar tveggja sjómannagarða á landinu, skrúðgarður og hátíðarsvæði helgað sjómönnum og sögu sjómennsku og sjómannslífs. Pétur er líka formaður sjómannadagsráðs Ólafsvíkur. Hinn sjómannagarðurinn er á Hellissandi og frá honum segir síðar í þessari þáttaröð.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Í fyrri hluta þáttar heyrum við af bókmenntahátíðinni Queer Situations, en líka af glænýrri bókabúð í hjarta Reykjavíkur og fáum einnig pistil frá Nínu Þorbjörgu Árnadóttur, sem fjallar að þessu sinni um súrrealískar kvikmyndir.
Í seinni hluta tökum við á móti ljóðskáldinu Antoni Helga Jónssyni, sem fagnar nú hálfrar aldar höfundarafmæli og var að gefa út nýja bók af því tilefni. Hann tekur með sér tónlist og segir okkur sitthvað um hlébarða, kaðlaklifur og ljóðasenuna á áttunda áratugnum.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Fjármálaráðherra býst við að framkvæmdir verði enn tímafrekari en áætlað er í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Kostnaður nærri tvöfaldast frá fyrri sáttmála.
Formaður Eflingar gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir að kenna þeim, sem gerðu ábyrga kjarasamninga, um stöðu efnahagsmála
Nokkur óvissa er um þróun Skaftárhlaups, en rennsli í Skaftá hefur farið hægt vaxandi í dag.
Ákvörðun Ungverja um að auðvelda Rússum og Belarússum að fá vegabréfsáritanir inn á Schengen-svæðið veldur öðrum Schengen-ríkjum áhyggjum.
Prófessor í skógfræði telur áætlanir um kolefnisbindingu með skógrækt í Norðurþingi, þar sem mikið og gróið mólendi var rist upp, standast skoðun.
Útlendingastofnun afturkallaði dvalarleyfi og alþjóðlega vernd yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og eiginkonu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 9,25 prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir það vonbrigði að Seðlabankinn skuli ekki hafa þorað að stíga inn í þann spíral sem við erum í. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir marga krafta halda verðbólgunni uppi. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við þau um tíðindi dagsins.
Búið er að dæma um fimm hundruð bullur og óeirðaseggi fyrir sinn þátt í óeirðum í Bretlandi í byrjun mánaðarins, og hundruð til viðbótar bíða dóms. Vandinn er að það er ekkert pláss fyrir þá í fangelsum landsins.
Uppgjör á orlofi Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra er ekki einsdæmi þegar skoðuð eru starfslok sveitarstjóra í öðrum stórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Lára V. Júlíusdóttir érfræðingur í vinnumarkaðsrétti segir ekki óalgengt að stjórnendur safni upp orlofi enda sé nánast gert ráð fyrir að þeir séu alltaf á vaktinni. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um málið og ræðir við Láru.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Kordó kvartettsins og fiðluleikarans Sergejs Malovs sem fram fóru á Sumartónleikum í Skálholti, 13. júlí sl.
Á efnisskrá:
*Kreutzer-sónatan, strengjakvartett nr. 1 eftir Leos Janacek.
*Woferne du den edlen Frieden, aría eftir Johann Sebastian Bach.
*Fiðlukonsert í g-moll BWV 1056R eftir Johann Sebastian Bach.
*Sellókonsert í D-dúr, G.479 eftir Luigi Boccherini.
Einsöngvari: Benedikt Kristjánsson.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Krefjandi hegðun barna á leikskólaaldri er yfirskrift fræðslufundar á vegum ADHD samtakanna sem haldin verður í kvöld. Markmiðið er að efla skilning þátttakenda á krefjandi hegðun barna á leikskólaaldri og farið verður yfir lögmál hegðunar og hvað það er sem getur valdið henni. Þá verður farið yfir ýmis bjargráð til þess að fyrirbyggja og takast á við krefjandi hegðun til þess að stuðla að góðri samvinnu milli heimilis og leikskóla. Fundurinn hentar því til dæmis vel fyrir aðstandendur barna með ADHD og ætti að vera fróðlegur fyrir alla. Við fengum fyrirlesarann Ingu Aronsdóttur, leikskólakennara og sérkennsluráðgjafa, til okkar í dag.
Við fræddumst svo um nýja íslenska heimildarþætti, Æskuslóðir, sem hóf göngu sína í sjónvarpinu hér á RÚV á mánudagskvöldið. Í þáttunum kynnist Viktoría Hermannsdóttir æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Í fyrsta þættinum fór Viktoría með Þresti Leó Gunnarssyni á æskuslóðir hans á Bíldudal og næsta mánudag fer hún til Grenivíkur með handritshöfundinum Karen Björgu Eyfjörð Þorsteinsdóttur. Viktoría sagði okkur frá þáttunum í dag.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Tætum og tryllum / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)
Sumargestur / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)
Lagið um það sem er bannað / Sveinbjörn I Baldvinsson (Sveinbjörn I Baldvinsson)
Allur lurkum laminn / Bubbi Morthens (Hilmar Oddsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Krisbjörg Kjeld les söguna Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Sögukonan er íslensk menntakona, Rán að nafni. Hún hefur lifað og starfað fjarri heimahögunum öll sín fullorðinsár, mótast og þroskast á framandi slóðum. Nú er hún á leið frá heimili sínu og manni í Sviss til fósturjarðarinnar, með viðkomu í Barcelona þar sem hún átti viðburðaríkt líf við nám á æskuárum. Og þar komst hún i kynni við eldhugann og andófsmanninn Roberto sem reyndist henni mikill ölagavaldur. Þessi ferð reynist sársaukafullt stefnumót Ránar við fortíðina. Bókin var gefin úr árið 2008.
(Áður á dagskrá 2011)
Veðurstofa Íslands.
Fuglasöngur er flókið tungumál sem fuglar nota til að tjá ýmsar mikilvægar upplýsingar um sig sjálfa. Í þessari þáttaröð er fjallað um fuglasöng frá bæði líffræðilegum og menningarlegum hliðum. Hvað hafa fuglar að segja og hvað eigum við manneskjur sameiginlegt með fuglum þegar kemur að samskiptum?
Umsjón: Hlynur Steinsson.
Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Er menning algjörlega mannlegt fyrirbæri eða hafa fuglar líka einhver menningareinkenni? Við veltum fyrir okkur menningareinkennum meðal fugla í gegnum þróun söngs, tónlistarsmekk og hreiðurgerð og fjöllum um menningarnám og jafnrétti kynjanna – allt út frá sjónarhorni fugla.
Umsjón: Hlynur Steinsson.
Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Tónlist: Cosmo Sheldrake.
Útvarpsfréttir.
Veitur tóku heita vatnið af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins á mánudagskvöldið eins og landsmenn vita og því margir sem eru örugglega orðnir þurfandi fyrir gott bað. Hvernig er staðan í sundlaugunum þennan morguninn? Við heyrum í sundlaugarverði. Kolbrún Valdimarsdóttir í Sundhöllinni.
„Skógrækt er ekki alltaf sjálfsögð sem loftslagsaðgerð,“ nefndi Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í vistfræði við HÍ fyrir nokkru í blaðagreinum og taldi jafnframt að ef ekki yrði rétt að málum staðið væri hætt við að ný og oft ófyrirséð vandamál skapist. Talsvert er um umdeild verkefni sem miða að því að draga úr kolefnislosun, nú síðast verkefni sem Carbon Yggdrasill stendur að við Saltvík í Norðurþingi þar sem talsvert landsvæði hefur verið rist upp til að rækta barrskóg. Og í framhaldi til sölu kolefniseininga. Við tókum upp þráðinn með Ingibjörgu Svölu hér í Morgunútvarpinu.
Stjórnmál í Bandaríkjunum rata gjarnan í fjölmiðla hér á landi enda hefur mikið gengið þar á undanfarin ár og finnst mörgum nóg um. Nú funda Demókratar í Chicago og munu þar tilkynna formlega um frambjóðanda flokksins í forsetakosningunum í haust. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið á slíkri ráðstefnu og kom til okkar til að ræða nýjustu vendingar og kosningabaráttuna almennt
Leikur HK og KR sem átti að fara fram á dögunum var sleginn af þegar í ljós kom að mark á keppnisvelli HK var brotið. KRingar hafa kært málið og vilja að þeim sé dæmdur sigur í leiknum. Hvernig stendur þetta mál núna og hverjar eru reglurnar? Óðinn Svan Óðinsson var á línunni frá Akureyri
Nú klukkan 8.30 tilkynnti Seðlabanki Íslands nýjustu stýrivaxtaákvörðun sína með yfirlýsingu peningastefnunefndar. Margir horfðu spenntir til frétta af því máli og við fylgjumst með því. Því tengt má benda á umfjöllun Kastljóss frá í gærkvöldi um húsnæðismálin og við heyrum klippu úr þættinum.
Tónaflóð Rásar 2 verður á Menningarnótt og það er Friðrik Dór Jónsson sem klárar tónleikana fram að hinni risastóru flugeldasýningu. Við náðum Frikka með morgunbollann áður en hann heldur út í daginn.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við höldum áfram með vikuna okkar sem er núna hálfnuð, afmælisbörn dagsins eru meðal annars Kenny Rogers og Kim Sledge. Við hlustum því á lög með þeim sem og fleirum sem koma á óvart!
Lagalisti:
Mammaðín - Frekjukast.
INXS - Need You Tonight.
Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti, Fjallabræður - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
STEVE MILLER BAND - Take The Money And Run (mp3).
SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.
Dina Ögon - Mormor.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Shine a little love.
KENNY ROGERS - The Gambler.
MANFRED MANN - Blinded by the light.
Cage the Elephant - Rainbow.
FUN & JANELLE MONÁE - We Are Young.
KACEY MUSGRAVES - Space Cowboy.
PURPLE DISCO MACHINE - In The Dark.
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
GDRN - Háspenna.
ICEGUYS - Gemmér Gemmér.
ÁSDÍS - Angel Eyes.
Sister Sledge - He's the greatest dancer.
HALL & OATES - Maneater.
ROLLING STONES - Angie.
FUGEES - Killing Me Softly.
Marvin Gaye - What's Going On.
Clash Hljómsveit - London calling.
JOHN MAYER - Waiting On The World To Change.
Black Pumas - Mrs. Postman.
BRAINSTORM - My Star.
Bubbi Morthens - Brotin Loforð.
Daði Freyr Pétursson - Fuck City.
Ragnhildur Gísladóttir, PATRi!K, Stuðmenn - Fegurðardrottning.
PRODIGY - Girls.
Jonas Brothers - Sucker.
Jónfrí, Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel.
Helgi Björnsson - Einn af okkar allra bestu mönnum (korter í vegan).
K.óla - How much would it change?.
NÝDÖNSK - Alelda.
AC/DC - You Shook Me All Night Long.
THE CURE - Boys don't cry.
Luigi, HúbbaBúbba - HubbaBubba ft.Luigi.
Fred again.., Obongjayar - Adore u.
MÍNUS - The Long Face.
TAME IMPALA - Let It Happen.
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
Beynce - Bodyguard
Ampop - My delusions
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verðbólga þarf að hjaðna svo að hægt sé að lækka stýrivexti segir seðlabankastjóri. Stýrivextir verða áfram 9,25% og hafa verið óbreyttir í heilt ár. Mikil vonbrigði segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.
Skaftárhaup er hafið. Bóndi á bökkum Skaftár, sem þekkir hana vel býst ekki við stóru hlaupi. Þó vatnshæðin hafi lítið breyst í morgun séu engu að síður augljós merki um hlaup.
Heitt vatn er tekið að renna á ný um öll hverfi höfðborgarsvæðisins sem Veitur lokuðu á í fyrrakvöld.
Ný borhola hjá hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar gæti aukið afkastagetu hitaveitunnar þar umtalsvert. Skortur hefur verið á heitu vatni í þessum byggðarlögum síðustu ár.
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verða tvísýnar. Til að koma í veg fyrir að Trump hafi sigur þarf allar hendur á dekk sagði Obama fyrrverandi forseti á landsþingi Demókrata í gærkvöld. Forsetafrúin fyrrverandi var senuþjófur kvöldsins.
Brotist hefur verið inn í fimm reiðhjólaverslanir á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Í heildina var tólf hjólum stolið.
Yfir 12 þúsund manns hafa skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Allt stefnir í að nýtt met verði sett í áheitasöfnun því rúmlega 140 milljónir króna hafa þegar safnast.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Matti og Lovísa voru landamæraverðir í Popplandi þennan miðvikudaginn. Allt með hefðbundnu sniði, plata vikunnar, nýtt íslenskt og erlent, tónlistarfréttir og smá upphitun fyrir Tónaflóð Rásar 2.
Bubbi Morthens - Tveir tveir fjórir.
Kiwanuka, Michael - Floating Parade.
Suede - The wild ones (radio edit).
John Lennon - Instant karma!.
Sveinn Guðmundsson - Hvað er ég að gera á þessum fundi?.
ALBERT HAMMOND - It Never Rains In Southern Californ.
THE KILLERS - Mr.Brightside.
Skrattar - Hellbound.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
K.óla - Count on me.
Albatross, Örn Elías Guðmundsson - Kletturinn.
Fontaines D.C. - Favourite [Radio Edit].
METRONOMY - The Look.
Una Schram - Breytist seint.
JEFF BUCKLEY - Last Goodbye.
MACY GRAY - I Try.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis.
ELÍN HALL - Er nauðsynlegt að skjóta þá?.
Bowie, David - Golden years.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Rán Magnúsdóttir - Gleðivíma.
Stjórnin - Í augunum þínum.
MIKA - Relax.
Nanna, Kaktus Einarsson - Be This Way.
Dare, The - Perfume.
Friðrik Dór Jónsson - Garðurinn.
K.óla - Close my eyes.
K.óla - Sex on a cloud.
KATE BUSH - Wuthering Heights.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
HIPSUMHAPS - Lsmlí (Lífið sem mig langar í).
Baggalútur - Allir eru að fara í kántrí.
Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.
Lacey, Yazmin, Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.
STING - Englishman in New York.
MATHILDA MANN - Meet Cute.
MAMMAÐÍN - Frekjukast.
HJALTALÍN - Stay by You.
LANA DEL REY - Gods and Monsters.
CHARLI XCX - Girl, So Confusing feat. Lorde.
BIRNIR & BRÍET - Andar-drátt.
MASSIVE ATTACK - Teardrop.
THE TALLEST MAN ON EARTH - The Dreamer.
ED SHEERAN - American Town.
MYLES SMITH - Stargazing.
Ríkisstjórnin kynnti uppfærðan samgöngusáttmála á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi klukkan 13 í dag. Viðstödd voru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra auk borgarstjórans í Reykjavík og bæjarstjóra Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnanesbæjar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kom til okkar og fór yfir það helsta sem kynnt var á fundinum.
Tekjublaðið kom út í gær en það er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Skafti Harðarson Formaður Samtaka skattgreiðenda er ósáttur við útgáfu blaðsins og við heyrðum í honum
Nú þegar farið er að rökkva á kvöldin er tímabært að heyra hvað verk verða setta á fjalirnar í leikhúsum landsins í vetur. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri kom til okkar og fór yfir það helsta sem verður í boði Þjóðleikhúsinu.
Nú eru skólarnir að fara í gang og síðsumarið að síga yfir og við ætlum að huga að því sem er að gerast í heimi hjólreiðanna.
Birgir Fannar Birgisson frá reiðhjólabændum kom til okkar og við ræddum við hann um hjólreiðar frá ýmsum sjónarhornum.
En við byrjuðum á manninum sem vonaði það besta en óttaðist það versta þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti þá ákvörðun sína í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum og það er Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Fjármálaráðherra býst við að framkvæmdir verði enn tímafrekari en áætlað er í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Kostnaður nærri tvöfaldast frá fyrri sáttmála.
Formaður Eflingar gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir að kenna þeim, sem gerðu ábyrga kjarasamninga, um stöðu efnahagsmála
Nokkur óvissa er um þróun Skaftárhlaups, en rennsli í Skaftá hefur farið hægt vaxandi í dag.
Ákvörðun Ungverja um að auðvelda Rússum og Belarússum að fá vegabréfsáritanir inn á Schengen-svæðið veldur öðrum Schengen-ríkjum áhyggjum.
Prófessor í skógfræði telur áætlanir um kolefnisbindingu með skógrækt í Norðurþingi, þar sem mikið og gróið mólendi var rist upp, standast skoðun.
Útlendingastofnun afturkallaði dvalarleyfi og alþjóðlega vernd yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og eiginkonu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 9,25 prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir það vonbrigði að Seðlabankinn skuli ekki hafa þorað að stíga inn í þann spíral sem við erum í. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir marga krafta halda verðbólgunni uppi. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við þau um tíðindi dagsins.
Búið er að dæma um fimm hundruð bullur og óeirðaseggi fyrir sinn þátt í óeirðum í Bretlandi í byrjun mánaðarins, og hundruð til viðbótar bíða dóms. Vandinn er að það er ekkert pláss fyrir þá í fangelsum landsins.
Uppgjör á orlofi Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra er ekki einsdæmi þegar skoðuð eru starfslok sveitarstjóra í öðrum stórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Lára V. Júlíusdóttir érfræðingur í vinnumarkaðsrétti segir ekki óalgengt að stjórnendur safni upp orlofi enda sé nánast gert ráð fyrir að þeir séu alltaf á vaktinni. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um málið og ræðir við Láru.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Nýtt efni spilað frá Leon Bridges, Fontaines D.C., Nilufer Yanyu, Telenova, Lödu Sport og Phantogram á gráum miðvikudegi.
Fullkomið farartæki - Nýdönsk
Ég þetta tárin - Lada Sport
Guess - Charli XCX & Billie Eilish
The Call Up - The Clash
Á köldum kvöldum - Steinunn Jónsdóttir
Feel - The Heavy Heavy
Highjack - A$AP Rocky
In The Modern World - Fontaines D.C.
Murder On The Dancefloor - Royel Otis
Gleðivíma - Rán & Páll Óskar
Mutations - Nilufer Yanya
Super Breath - Karen O & Dangermouse
Football - Youth Lagoon
Peaceful Place - Leon Bridges
Tunnel Vision - Magdalena Bay
Happy Again - Phantogram
Drasl - Hasar
Discotheque Inside My Head - Telenova
Diesel Power - Prodigy
Love Me Not - Ravyn Lenae
World Collapsing - the Presets & Willaris K.
Í draumalandinu - Spacestation
Svart fé - Afkvæmi Guðanna
That's How I'm Feeling - Jack White
Kleptocracy - OMD
Be This Way - Kaktus Einarsson & Nanna
Rain Can´t Reach Us - Yannis & The Yaw
Running - Norah Jones
All You Children - Jamie XX & The Avalanches
Courage - RAY BLK
Midas - Wunderhorse
Nobody Knows - Killer Mike
Spite - Omar Apollo
Driving Season - Bad Boy Chiller Crew
Scream Louder - Sycamore Tree
Not Like Us - Kendrick Lamar
The Spark - Kabin Crew
Cherry Blossom - Empire Of The Sun
Gunfinger (Salute) - Chase & Status
Cry No More - Headie One & Stormzy
Somebody Got Murdered - The Clash
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.