07:03
Morgunvaktin
Vindorka, dönsk málefni og saga Þorpsins
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Virkjun á vindorku er umdeilt viðfangsefni sem um hefur verið rætt undanfarið, ekki síst nú eftir að leyfi var á dögunum veitt fyrir fyrsta virkjanaleyfinu í þessum málaflokki - Búrfellslundi. Hilmar Gunnlaugsson lögmaður fór fyrir starfshópum sem skoðuðu vindorkumál og líka skattlagningu á orkuvinnslu, en ekki hefur enn tekist að klára þessi mál á Alþingi. Hilmar sagði okkur frá vinnu og tillögum í þessum málum.

Borgþór Arngrímsson sagði okkur frá því sem er efst á baugi í Danmörku. Eftirlaunaaldur og heimsendur matur komu við sögu.

Saga Glerárþorps á Akureyri - Þorpsins, norðan Glerár - er merkileg fyrir margra hluta sakir. Það tók að byggjast seint á nítjándu öld þegar fólk fluttist úr sveitunum í þéttbýlið en forsvarsmenn Akureyrar vildu ekki fólkið í bæinn sinn - töldu það verða byrði á bæjarsjóðnum - og því byggði það norðan Glerár, í Glæsibæjarhreppi. Þessa sögu hefur Kristín M. Jóhannsdóttir skráð og birt í tímaritinu Súlum, riti Sögufélags Eyfirðinga. Kristín sagði okkur frá Þorpinu.

Tónlist:

Kenny Rogers and Dolly Parton - You can't make old friends.

Olsen Brothers - Smuk som et stjerneskud = Fly on the wings of love.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,