22:05
Útihátíð
Þriðji þáttur: Út í fljóti
Útihátíð

Í þessum þáttum er skoðuð saga íslensku útihátíðarinnar sem var hér allsráðandi í sumarstemningunni á ofanverðri síðustu öld. Farið verður í ferðalag aftur í tímann með viðkomu í Atlavík, Húnaveri, Eldborg, Herjólfsdal og víðar. Fjöldi góðra gesta koma í þáttinn og segja sögur af liðnum útihátíðum sem ýmist gengu vel eða ekki eins vel.

Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.

Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.

Í þriðja þætti færum við okkur inn á síðasta áratug tuttugustu aldar og skoðum hvernig það kom til að útihátíðin flutti að mestu úr sveit inn í bæi landsins. Við heyrum af þekktum hátíðum eins og Eldborg 92 og Uxa 95 og fræðumst um upphaf Halló Akureyri.

Viðmælendur í þættinum eru Sigríður Beinteinsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Davíð Rúnar, Kristinn Sæmundsson og Karl Steinar Valsson.

Tónlistin í þættinum:

Eitt lag enn - Stjórnin

Svart hvíta hetjan mín - Dúkkulísurnar

Blautar varir - SSSól

Vængjalaus - Sálin hans Jóns míns

Álfaborgarsjéns - Jón Ingi Arngrímsson

Bein leið - KK band

Ilmur - Nýdönsk

Mýrdalssandur - GCD

Halló Akureyri - Sniglabandið

Flagarabragur - Skriðjöklar

Nostalgía - SSSól

Firestarter - Progidy

Army of me - Björk

Ástin dugir - Unun og Páll Óskar

1700 vindstig - Karl Örvarsson

Sumarið er tíminn - GCD

Myndir - Skítamórall

Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.

Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 6 mín.
e
Endurflutt.
,