07:03
Morgunglugginn
Menntamál, lífeyriskerfið, Ólympíuleikar og Vatnajökulsþjóðgarður
Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Verzlunarskólinn hefur undanfarin ár lagt könnunarpróf fyrir nýnema í upphafi skólaársins til að kanna raunfærni þeirra. Samanburður á niðurstöðum þessara prófa og skólaeinkunna hefur leitt í ljós misræmi í skólaeinkunnum. Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verslunarskólans var gestur Morgungluggans.

Ólympíuleikarnir verða settir í París á morgun og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður var á línunni frá París og sagði frá.

Í dag eru göt í örorkulífeyriskerfinu og kerfið þykir afar flókið. Þessu á að breyta með lögum sem Alþingi samþykkti í júní, en lögin taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, ræddi þessi mál.

Í lok þáttar slógum við á þráðinn í Vatnajökulsþjóðgarð og tókum stöðuna á Þórhalli Jóhannssyni yfirlandverði.

Lag:

I Love Hot Nights - Jonathan Richman

Il est cinq heures, Paris s'eveille - Jacques Dutronc

Hippie Hippie Hourrah - Jacques Dutronc

Intifada - Aziza Brahim

Fiðrildi á glugga – South River Band

Fjallaloft – Moses Hightower

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,