Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Snævar Jón Andrésson flytur.
Útvarpsfréttir.
Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.
Verzlunarskólinn hefur undanfarin ár lagt könnunarpróf fyrir nýnema í upphafi skólaársins til að kanna raunfærni þeirra. Samanburður á niðurstöðum þessara prófa og skólaeinkunna hefur leitt í ljós misræmi í skólaeinkunnum. Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verslunarskólans var gestur Morgungluggans.
Ólympíuleikarnir verða settir í París á morgun og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður var á línunni frá París og sagði frá.
Í dag eru göt í örorkulífeyriskerfinu og kerfið þykir afar flókið. Þessu á að breyta með lögum sem Alþingi samþykkti í júní, en lögin taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, ræddi þessi mál.
Í lok þáttar slógum við á þráðinn í Vatnajökulsþjóðgarð og tókum stöðuna á Þórhalli Jóhannssyni yfirlandverði.
Lag:
I Love Hot Nights - Jonathan Richman
Il est cinq heures, Paris s'eveille - Jacques Dutronc
Hippie Hippie Hourrah - Jacques Dutronc
Intifada - Aziza Brahim
Fiðrildi á glugga – South River Band
Fjallaloft – Moses Hightower
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr Kristjánsson missti föður sinn þegar hann var 11 ára gamall og segist stundum hugsa um að líf sitt hefði orðið öðruvísi ef það hefði ekki gerst. Hann varð reiður í kjölfarið og var sendur sem unglingur á heimavistarskóla. Hann lifir og hrærist í blaðamennskunni og hefur undanfarið unnið að þáttum þar sem hann hefur verið fluga á vegg hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar.
Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Hrund Gunnsteinsdóttur fyrirlesari, rithöfundur og sérfræðingur í sjálfbærni og leiðtogahæfni kemur til okkar í dag til að ræða nýja bók sína INNSÆI en hún kom fyrst út í Bretlandi, verður þýdd á 12 tungumál og dreift í öllum heimsálfum. Hrund lýsir bókinni sem ástarbréfi til heimsins innra með okkur og sé hvatning til fólks að nýta þá greind sem við búum yfir en erum ekki að nýta nógu vel og þurfum á að halda. Hrund hóf Innsæisferðalag sitt fyrir allnokkrum árum og kom út samnefnd kvikmynd eftir hana og Kristínu Ólafsdóttur NETFLIX streymisveitunni árið 2016 og fékk mikla athygli en þetta er með fyrstu íslensku kvikmyndum ef ekki sú allra fyrsta sem var streymt um allan heim. Hrund sagði okkur allt um þetta í þættinum í dag.
Ása Baldursdóttir kom svo í þáttinn og sagði okkur frá áhugaverðum hlaðvörpum og sjónvarpsefni til að horfa á og hlusta á í sumar. Í dag fjallaði Ása um hlaðvörpin Bad Batch, Hver kúkaði á gólfið í brúðkaupinu mínu? Sem fjallar um furðulegt atvik í upphafi brúðkaupsveislu og að lokum stórskemmtilega sjónvarpsseríu sem fjallar um sænskar hreingerningar fyrir dauðann.
Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Góða ferð / Stebbi og Eyfi (José Feliciano, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)
Á æðruleysinu / KK (Kristján Kristjánsson)
Heim í Búðardal / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tvær unglingsstúlkur eru grunaðar um hrottalegt morð á fjórtán ára stúlku í Landskrona í Svíþjóð. Illa útleikið lík hennar fannst á þriðjudaginn.
Lagabreyting um fasteignarekstur hjúkrunarheimila er „aðför að velferðarkerfinu“, að mati Alþýðusambands Íslands.
Lítil ástæða er til að hafa áhyggjur af þróun verðbólgunnar enn sem komið er, segir dósent í hagfræði. Verðbólgumarkmiði verði ekki náð fyrr en eftir tvö ár.
Joe Biden Bandaríkjarforseti segist hafa hætt við framboð til endurkjörs til þess að sameina Demókrataflokkinn og bjarga lýðræðinu. Þetta kom fram í ávarpi forsetans til bandarísku þjóðarinnar.
Nýtt námsmat á að koma í stað samræmdu prófana í grunnskólum landsins í haust. Mennta- og barnamálaráðherra segir það öflugara og betra verkfæri.
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands telur að geðþjónustu barna sé betur borgið þar en á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Olaf Scholz kanslari Þýskalands segist fullviss um að geta leitt Jafnaðarmannaflokkinn inn í betri tíma. Aðeins þriðjungur flokksmanna vill að hann verði áfram.
Þriggja daga tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím hefst á Akureyri í kvöld. Þar er lögð áhersla á fjölbreytta tónlist úr heimabyggð.
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Þorsteinn Sigfússon segir frá Heinabergi á Mýrum í Hornafirði og svæðinu þar í kring, en Þorsteinn býr á bænum Skálafelli í Suðursveit sem er næsta jörð við Heinaberg.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Í þáttunum er fjallað um verkalýðsbaráttusöngva frá frönsku byltingunni 1789 til nútímans.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir
Hér verður fjallað um baráttusöngva frá aldamótunum 1900 til rússnesku byltingarinnar 1917. Meðal annars verða fluttir söngvarnir „Casey Jones“ og „Pie in the sky“ eftir Joe Hill og söngurinn „Bread and roses“ (Brauð og rósir) sem tengist verkfalli kvenna í vefnaðarvöruverksmiðju í Massachusetts árið 1912.
Leifur Hauksson.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Við hittum Steinunni Gunnlaugsdóttur, myndlistakonu, fyrir framan gluggagalleríið í Bolholti 6. Þar stendur yfir sýningin Gunbla, og mun gera út sumarið. Gluggakistan er blá, og í henni standa hvítmálaðar kókflöskur í gleri. Á flöskurnar hafa orðin Nie og Wieder verið handmáluð.
Gréta Sigríður Einarsdóttir mætti á opnun sýningarinnar Á leiðarenda, sem er á listasafni Samúels í Selárdal. Þar sýna þeir Þorvaldur Jónsson og Loji Höskuldsson, en þeir eru í hópi listamanna sem taka þátt í listahátíð sem haldin var þann 19.-21. júlí í tilefni þess að 140 ár eru liðin frá fæðingu Samúels Jónssonar.
Og að lokum höldum við upp á Skaga, á heimildamyndahátíðina IceDocs. Bjarni Daníel ræðir við leikstjóra myndinarinnar The Stimming Pool, Steven Eastwood.
Gestir úr ólíkum kimum tónlistarlífsins mynda saman æ stærri lagaflækju. Tengingar milli laganna geta verið augljósar eða langsóttar, tónfræðilegar eða persónulegar, einfaldar eða flóknar. Yfir sumarið myndast smám saman fjölbreyttur og óvæntur spilunarlisti.
Gestir Lagaflækjunnar þessa vikuna eru Einar Örn Benediktsson, Anna Jóna Dungal og Krummi Björgvinsson.
Umsjón hefur Júlía Aradóttir.
Tónlistin í þættinum:
Ghost Rider - Suicide
One Hand Loose - Charlie Feathers
New Kind of Kick - The Cramps
Good Luck Babe! - Chappell Roan
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Flugfélagið Play tapaði rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Forstjóri félagsins segir að rekstur þess muni þó halda áfram út í hið óendanlega.
Afkoma Íslandsbanka og Arionbanka versnar milli ára.
Dagbjört Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fyrir stórfellda líkamsárás í Bátavogi
Deilum í rótgrónu smíðafyrirtæki lauk með brottrekstri framkvæmdastjórans eftir að Synir hans tóku völdin eftir baráttu um eignarhaldið.
Refastofninn virðist vera að ná sér á strik eftir nokkur erfið ár. Vísindamenn töldu yrðlinga á Hornströndum í sumar og telja stofninn hafa styrkst undanfarin tvö ár.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ólympíuleikarnir verða settir við hátíðlega athöfn í París á föstudag. Leikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og fjölmiðlar keppast við að segja frá öllu sem þeim við kemur. Ljót fortíð hollenska strandblakarans Steven van de Velde er eitt þeirra mála sem fjallað er um. Það hefur varpað skugga á gleðina í aðdraganda leikana og vakið miklar deilur, því van de Velde er dæmdur barnaníðingur. Eva Björk Benediktsdóttir kynnti sér málið.
Japanir voru í ársbyrjun ríflega eitt hundrað tuttugu og ein og hálf milljón talsins og hafði þá fækkað um rúmlega 850.000 frá 1. janúar 2023. Það ár var fimmtánda árið í röð sem Japönum fækkar og hefur þeim aldrei fækkað jafn mikið á einu ári síðan byrjað var að fylgjast grannt með mannfjöldaþróun í landinu árið 1968. Samkvæmt vefmiðlinum Kyodo Times komu um 730.000 nýir Japanir í heiminn í fyrra, og hafa fæðingar aldrei verið færri og frjósemi aldrei mælst minni, eða rétt rúmlega 1,2 börn á hverja konu, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Á sama tíma dóu fleiri Japanir en nokkru sinni frá því að opinberar talningar hófust, eða um fimmtán hundruð og áttatíu þúsund. Og meðalaldur þjóðarinnar fer stöðugt hækkandi. Þessi þróun hefur lengi verið japönskum stjórnvöldum áhyggjuefni en ekkert gengur að snúa þróuninni við. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Hvers vegna býr flóðhesturinn í vatninu? (saga frá San ættbálkinum í Suður Afríku)
Hvers vegna er sebrahesturinn með rendur og bavíaninn engan feld á rassinum? (saga frá San ættbálkinum í Suður Afríku)
Hvers vegna er býflugan með brodd? (saga frá Chippewa ættbálkinum í N-Ameríku)
Leikraddir:
Bjarni Gunnar Jensson
Embla Steinvör Stefánsdóttir
Hildur Óskarsdóttir
Jóhannes Ólafsson
Karín Rós Harðardóttir
Ragnar Eyþórsson
Viktoría Blöndal
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurstofa Íslands.
Frá sumartónlistarhátíðum vítt og breitt um Evrópu.
Hljóðritun frá opnunartónleikum Proms, sumartónlistarhátíðar Breska útvarpsins, sem fram fóru í Royal Albert Hall í London, 19. júlí sl.
Á efnisskrá eru verk eftir George Friedrich Händel. Anton Bruckner, Klöru Schumann, Ben Nobuto og Ludwig van Beethoven.
Flytjendur: Kór og Sinfóníuhljómsveit Breska útvarpsins og sönghópurinn BBC Söngvararnir. Einsöngvari: Sophie Bevan.
Einleikari: Isata Kanneh-Mason píanóleikari.
Stjórnandi: Elim Chan.
Umsjón: Ása Briem.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Hrund Gunnsteinsdóttur fyrirlesari, rithöfundur og sérfræðingur í sjálfbærni og leiðtogahæfni kemur til okkar í dag til að ræða nýja bók sína INNSÆI en hún kom fyrst út í Bretlandi, verður þýdd á 12 tungumál og dreift í öllum heimsálfum. Hrund lýsir bókinni sem ástarbréfi til heimsins innra með okkur og sé hvatning til fólks að nýta þá greind sem við búum yfir en erum ekki að nýta nógu vel og þurfum á að halda. Hrund hóf Innsæisferðalag sitt fyrir allnokkrum árum og kom út samnefnd kvikmynd eftir hana og Kristínu Ólafsdóttur NETFLIX streymisveitunni árið 2016 og fékk mikla athygli en þetta er með fyrstu íslensku kvikmyndum ef ekki sú allra fyrsta sem var streymt um allan heim. Hrund sagði okkur allt um þetta í þættinum í dag.
Ása Baldursdóttir kom svo í þáttinn og sagði okkur frá áhugaverðum hlaðvörpum og sjónvarpsefni til að horfa á og hlusta á í sumar. Í dag fjallaði Ása um hlaðvörpin Bad Batch, Hver kúkaði á gólfið í brúðkaupinu mínu? Sem fjallar um furðulegt atvik í upphafi brúðkaupsveislu og að lokum stórskemmtilega sjónvarpsseríu sem fjallar um sænskar hreingerningar fyrir dauðann.
Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Góða ferð / Stebbi og Eyfi (José Feliciano, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)
Á æðruleysinu / KK (Kristján Kristjánsson)
Heim í Búðardal / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Sagan kom fyrst út 1940 og er fyrsta verkið sem Gunnar samdi á íslensku eftir að hann fluttist heim og settist að á Skriðukalustri. Heiðaharmur gerist íslenskri fjallabyggð í lok nítjándu aldar þegar þeirri byggð er að hnigna af ýmsum ástæðum. Sögusviðið á sér fyrirmynd í heiðunum upp frá Vopnafirði þar sem voru æskuslóðir höfundar. Aðalpersónur eru Brandur á Bjargi, stórbóndi sem berst við að halda sveitinni í byggð og dóttir hans, Bergþóra sem nefnd er Bjargföst, eftirlæti fólksins í byggðinni. Hún tekur við búskap á Bjargi af honum ásamt manni sínum. Barátta þessa fólks er meginefni sögunnar.
Andrés Björnsson les. Hljóðritunin er frá árinu 1989.
Veðurstofa Íslands.
Gestir úr ólíkum kimum tónlistarlífsins mynda saman æ stærri lagaflækju. Tengingar milli laganna geta verið augljósar eða langsóttar, tónfræðilegar eða persónulegar, einfaldar eða flóknar. Yfir sumarið myndast smám saman fjölbreyttur og óvæntur spilunarlisti.
Gestir Lagaflækjunnar þessa vikuna eru Einar Örn Benediktsson, Anna Jóna Dungal og Krummi Björgvinsson.
Umsjón hefur Júlía Aradóttir.
Tónlistin í þættinum:
Ghost Rider - Suicide
One Hand Loose - Charlie Feathers
New Kind of Kick - The Cramps
Good Luck Babe! - Chappell Roan
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Druslugangan verður gengin í tólfta sinn í Reykjavík á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju á Austurvöll þar sem samstöðufundur með ræðuhöldum og lifandi tónlistarflutningi fer fram. Gangan fór fram í fyrsta sinn árið 2011 og grunngildi hennar snúast um að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Þær Lísa Margrét Gunnarsdóttir og Margrét Baldursdóttir, meðlimir í skipulagsteymi Druslugöngunnar, komu til okkar.
Við munum miklu betur það sem við teiknum. Það eru að minnsta kosti niðurstöður nýrrar rannsóknar eftir Dr. Unni Guðrúnu Óttarsdóttur listmeðferðarfræðing. Hún segir að eftir því sem best sé vitað sé þetta í fyrsta sinn sem svona rannsókn á minni með teikningu og skrifuðum orðum sé framkvæmd. Unnur Guðrún kom til okkar og sagði okkur frá þessari athyglisverðu rannsókn.
Menntamál hafa verið til umræðu undanfarið. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti áform um að veita ráðherra heimild til að leggja niður samræmd könnunarpróf til frambúðar. Nýtt námsmat, svokallaður matsferill, á að leysa samræmdu prófin af hólmi en uppi eru efasemdir um að það kerfi verið tilbúið nægilega fljótt. Áformin hafa verið gagnrýnd úr ýmsum áttum, og talað um að taka ætti samræmdu prófin upp að nýju. Svo hafa aðrir verið ósammála því, eins og formaður Kennarasambandsins og fleiri. Til að ræða þessi mál kom til okkar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Hvernig er fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana? Er júlí alveg steindauður þegar kemur að sölu? Þá hafa verið fréttir af því að sölur taki lengri tíma en áður og mikið sé um að sölukeðjur slitni vegna þess að fólk kemst ekki í gegnum greiðslumat. Er það eitthvað meira núna en áður? Páll Heiðar Pálsson fasteignasali ræddi við okkur um markaðinn og hvernig hann metur stöðuna inn í haustið.
Lagalisti:
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar
Coldplay- Clocks
David Kushner - Daylight
Todmobile - Ég Heyri Raddir
Suede - Beautiful ones
Benjamin Ingrosso - Look who's laughing now
Jessie J & B.O.B. - Price tag
Luke Combs - Fast Car
Sólborg Guðbrandsdóttir fylgir hlustendum Rásar 2 til hádegis alla virka daga.
Poppaður fimmtudagsmorgun.
Tónlist:
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Töfrar.
MANU CHAO - Me Gustas Tu.
Bubbi Morthens - Tveir tveir fjórir.
Blue Ivy, Saint Jhn, Wizkid, Beyoncé - BROWN SKIN GIRL.
TAME IMPALA - The Less I Know The Better.
BILLY JOEL - Piano man.
Ultraflex - Say Goodbye.
Klara Elias - Heim.
ELTON JOHN - I'm still standing.
Smith, Myles - Stargazing.
Grande, Ariana, Bieber, Justin - Stuck With U.
Marína Ósk - But me.
STJÓRNIN - Láttu Þér Líða Vel.
JÓN JÓNSSON & RAGGI BJARNA - Froðan.
Baggalútur - Allir eru að fara í kántrí.
RAVEN, September - Your Wedding Song (ásamt RAVEN).
Sivan, Troye - Got Me Started.
Owl City - Fireflies.
Doja Cat, Anne-Marie - To Be Young (Clean).
Sigga Ózk - Áfram stelpur (allar sigra).
Moses Hightower - Sjáum hvað setur.
Huginn - Leiðinni til þín.
Michaels, Julia - All Your Exes (Clean).
Roll, Jelly - I Am Not Okay.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.
JÓI P X PALLY - Face.
Á MÓTI SÓL - E?g verð að komast aftur heim.
VÖK - Night & day.
Twain, Shania, Anne-Marie - UNHEALTHY.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
Oh Wonder - Keep On Dancing (bonus track mp3).
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Ava Max, Kygo - Whatever.
Mabel - Mad Love.
Mario - Let me love you.
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
HJÁLMAR - Og Ég Vil Fá Mér Kærustu.
Warren, Alex - Carry You Home.
Powter, Daniel - Bad day.
ROSA LINN - SNAP.
STUÐMENN - Popplag Í G Dúr.
Birkir Blær - Thinking Bout You.
Larsson, Zara - Look What You've Done.
Beckham, Chayce - 23 (bonus track).
KT TUNSTALL - Suddenly I See.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tvær unglingsstúlkur eru grunaðar um hrottalegt morð á fjórtán ára stúlku í Landskrona í Svíþjóð. Illa útleikið lík hennar fannst á þriðjudaginn.
Lagabreyting um fasteignarekstur hjúkrunarheimila er „aðför að velferðarkerfinu“, að mati Alþýðusambands Íslands.
Lítil ástæða er til að hafa áhyggjur af þróun verðbólgunnar enn sem komið er, segir dósent í hagfræði. Verðbólgumarkmiði verði ekki náð fyrr en eftir tvö ár.
Joe Biden Bandaríkjarforseti segist hafa hætt við framboð til endurkjörs til þess að sameina Demókrataflokkinn og bjarga lýðræðinu. Þetta kom fram í ávarpi forsetans til bandarísku þjóðarinnar.
Nýtt námsmat á að koma í stað samræmdu prófana í grunnskólum landsins í haust. Mennta- og barnamálaráðherra segir það öflugara og betra verkfæri.
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands telur að geðþjónustu barna sé betur borgið þar en á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Olaf Scholz kanslari Þýskalands segist fullviss um að geta leitt Jafnaðarmannaflokkinn inn í betri tíma. Aðeins þriðjungur flokksmanna vill að hann verði áfram.
Þriggja daga tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím hefst á Akureyri í kvöld. Þar er lögð áhersla á fjölbreytta tónlist úr heimabyggð.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi Gunnars stýrði Popplandi þar sem nýtt lag frá Nýdönsk var frumflutt. Plata vikunnar, Rammar með Kusk, var einnig gerð upp. Þá var póstkassinn opnaður og fjölbreytt tónlist af ýmsu tagi spiluð.
Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.
Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.
Barnahátíðin Kátt á Klambratúni var stofnuð 2016 og haldin þar árlega til ársins 2019, snýr nú aftur eftir hlé og hefur fundið sér nýjan og jafnframt góðan stað á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Á Kátt á Víðistaðatúni verður börnum á öllum aldri og fólkinu þeirra boðið upp á veglega hátíð þar sem barnamenningu er gert hátt undir höfði, á svæði sem hannað er út frá þörfum barna með það í huga að börn fái frelsi til að leika sér út frá eigin forsendum. Þær Anna Kristín og Hafdís Arnardætur kíktu við og sögðu okkur betur frá þessari fallegu barnahátíð.
Margir af fremstu gamanleikurum þjóðarinnar úr leikhópi Þjóðleikhússins fengu fyrir nokkrum mánuðum síðan frjálsar hendur til að skapa gleðisýningu sem frumsýnd verður í haust og úr varð að sýningin fjallar að eingöngu um þjóðaríþrótta okkar Íslendinga að Elta veðrið. Sýningin Eltum veðrið er gleðileikur fullur af nýrri tónlist eftir Sváfni Sigurðarson sem kom til okkar, ásamt Hallgrími Ólafssyni einum leikara sýningarinnar, með glænýtt lag í pokahorninu er kallast Söngur lúsmýsins.
Einn af föstum liðum Hljóðvegarins í sumar er Ísbíltúrinn. Í dag hittum við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra og fyrrum forsetaframbjóðanda í Skalla í Árbænum og gæddum okkur á ís með karamelludýfu og Nóa kroppi.
Hljómsveitin Skoffín hefur vakið talsverða athygli síðustu ár fyrir mjög svo hressandi og melódískt hávaðarokk hvar textarnir, sem eru á íslensku, eru fullir af kvíðvænlegum játningum og myndrænni fegurð hversdagsleikans. Skoffín gaf út bráðfínt lag á dögunum er kallast “Í útvarpinu” og framhaldinu kynntu mögulega lokatónleika sína á Nasa í Reykjavík annað kvöld. Þetta þótti okkur hér á Hljóðvegi 1 tíðindi og fengum við því Jóhannes Bjarkason forsprakka Skoffíns til okkar svo við gætum spurt hann spjörunum úr.
Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím er nú haldin í sjöunda sinn á Akureyri. Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika norðlensks tónlistarfólks og að skapa sterka hefð fyrir öflugri menningarhátíð utan meginstrauma á Akureyri. Þannig er fjölbreytileiki atriða aðalsmerki Mannfólkið breytist í slím þar sem allt áhugafólk um tónlist getur fundið eitthvað við hæfi. Einnig er lögð áhersla á atriði með líflega sviðsframkomu og þau sem starfa mitt á milli tónlistar og gjörningalistar. Jón Haukur skipuleggjandi var á línunni hjá okkur á eftir.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Flugfélagið Play tapaði rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Forstjóri félagsins segir að rekstur þess muni þó halda áfram út í hið óendanlega.
Afkoma Íslandsbanka og Arionbanka versnar milli ára.
Dagbjört Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fyrir stórfellda líkamsárás í Bátavogi
Deilum í rótgrónu smíðafyrirtæki lauk með brottrekstri framkvæmdastjórans eftir að Synir hans tóku völdin eftir baráttu um eignarhaldið.
Refastofninn virðist vera að ná sér á strik eftir nokkur erfið ár. Vísindamenn töldu yrðlinga á Hornströndum í sumar og telja stofninn hafa styrkst undanfarin tvö ár.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ólympíuleikarnir verða settir við hátíðlega athöfn í París á föstudag. Leikarnir eru stærsti íþróttaviðburður heims og fjölmiðlar keppast við að segja frá öllu sem þeim við kemur. Ljót fortíð hollenska strandblakarans Steven van de Velde er eitt þeirra mála sem fjallað er um. Það hefur varpað skugga á gleðina í aðdraganda leikana og vakið miklar deilur, því van de Velde er dæmdur barnaníðingur. Eva Björk Benediktsdóttir kynnti sér málið.
Japanir voru í ársbyrjun ríflega eitt hundrað tuttugu og ein og hálf milljón talsins og hafði þá fækkað um rúmlega 850.000 frá 1. janúar 2023. Það ár var fimmtánda árið í röð sem Japönum fækkar og hefur þeim aldrei fækkað jafn mikið á einu ári síðan byrjað var að fylgjast grannt með mannfjöldaþróun í landinu árið 1968. Samkvæmt vefmiðlinum Kyodo Times komu um 730.000 nýir Japanir í heiminn í fyrra, og hafa fæðingar aldrei verið færri og frjósemi aldrei mælst minni, eða rétt rúmlega 1,2 börn á hverja konu, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Á sama tíma dóu fleiri Japanir en nokkru sinni frá því að opinberar talningar hófust, eða um fimmtán hundruð og áttatíu þúsund. Og meðalaldur þjóðarinnar fer stöðugt hækkandi. Þessi þróun hefur lengi verið japönskum stjórnvöldum áhyggjuefni en ekkert gengur að snúa þróuninni við. Ævar Örn Jósepsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Mammaðín - Frekjukast
ICEGUYS - Gemmér Gemmér
Daði Freyr og Lúpína - Ein í nótt
Birgir - Í fyrsta sinn
Valdis og JóiPé - Þagnir hljóma vel
Stuðmenn ásamt PATR!K - Fegurðardrottning
supersport! - Gráta smá
HASAR - INNIPÚKI!
Lón - Rainbow
Ingi - Fyrir þig
Geirfuglarnir - Fyrirheitna landið
Afterglow - Know My Name
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Katrín Helga Ólafsdóttir eða K.óla kom í hljóðverið að ræða um nýjustu plötu sína sex on a cloud sem kom út í lok júní mánaðar og hvað drifið hefur á daga hennar síðustu misserin. Einar Karl Pétursson mætti einnig að ræða væntanlegar útgáfur og útgáfu fyrsta lags sveitar sinnar Woolly Kind sem kom út á dögunum.
Jóga - Björk
Civilization - Justice
Soul to Squeeze - Red Hot Chili Peppers
Incinerate - Sonic Youth
Pamela - Dúkkulísurnar
Showtime - Björn Heimir/Bobby Sands
Í Útvarpinu - Skoffín
Keyrum úr borginni - K.óla
Svart fé - Afkvæmi Guðanna
Blue sunday - Mukka
tímalaus snilld - Drengurinn Fengurinn & Tonnatak
RVK is dumb - Juno Paul
Polytex - Oh Mama
Höfin Blá - Ástrós Sigurjónsdóttir
How much would it change? - K.óla
Sex on a cloud - K.óla
Count on me - K.óla
I might be - K.óla
Close my eyes - K.óla
Special to me - K.óla
Let it be known - Emma
Stella - einakróna
Sósa - BKPM
Tjón II - Miomantis
Frekjukast - Mammaðín
Gráta smá - Supersport!
Misigisat pisimasut - Maannguaq Ottosen
Llama Alpaca - Asalaus
Universal Peace - Stefan Eli
Sexy Boy - Air
Í þessum þáttum er skoðuð saga íslensku útihátíðarinnar sem var hér allsráðandi í sumarstemningunni á ofanverðri síðustu öld. Farið verður í ferðalag aftur í tímann með viðkomu í Atlavík, Húnaveri, Eldborg, Herjólfsdal og víðar. Fjöldi góðra gesta koma í þáttinn og segja sögur af liðnum útihátíðum sem ýmist gengu vel eða ekki eins vel.
Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Verkefnið var unnið í samvinnu við Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.
Í þriðja þætti færum við okkur inn á síðasta áratug tuttugustu aldar og skoðum hvernig það kom til að útihátíðin flutti að mestu úr sveit inn í bæi landsins. Við heyrum af þekktum hátíðum eins og Eldborg 92 og Uxa 95 og fræðumst um upphaf Halló Akureyri.
Viðmælendur í þættinum eru Sigríður Beinteinsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Davíð Rúnar, Kristinn Sæmundsson og Karl Steinar Valsson.
Tónlistin í þættinum:
Eitt lag enn - Stjórnin
Svart hvíta hetjan mín - Dúkkulísurnar
Blautar varir - SSSól
Vængjalaus - Sálin hans Jóns míns
Álfaborgarsjéns - Jón Ingi Arngrímsson
Bein leið - KK band
Ilmur - Nýdönsk
Mýrdalssandur - GCD
Halló Akureyri - Sniglabandið
Flagarabragur - Skriðjöklar
Nostalgía - SSSól
Firestarter - Progidy
Army of me - Björk
Ástin dugir - Unun og Páll Óskar
1700 vindstig - Karl Örvarsson
Sumarið er tíminn - GCD
Myndir - Skítamórall
Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.