Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Aðalgestur Fram og til baka þennan laugardagsmorgun í enda júnímánaðar var myndlistar- og tónlistarmaðurinn Loji Höskuldsson. Loji hefur gert garðinn frægan með afar eftirtektarverðum útsaumsverkum þar sem hann heimsækir ýmis gömul minni í bland við blóm og fallega náttúru. Þannig má sjá hluti eins og gamlan Hagkaupsplastpoka, mjólkurfernu, bláan Opal og fleira í hans verkum. Loji mætti með afar skemmtilega og frumlega fimmu en hún innihélt fimm örsögur úr hans lífi sem tengdust allar gleraugum. Loji gekk með afar sterk gleraugu frá tveggja ára aldri allt þar til að hann fór í aðgerð þegar hann var rúmlega þrítugur.
Það var erfitt annað en að tileinka framúrskarandi tónlistarfólki sem gengur með gleraugu lagavalið sem eftir lifði þáttar og þar komu líkt og í sögum Loja, ýmis einkennandi og áhugaverð gleraugu við sögu.
Hér er lagalisti þáttarins:
Milli kl. 08-09:
Ég - Tíu fingur og tær.
SKE - Julietta 2.
Loji Höskuldsson - Bulky load and the risk of fire.
Kylie Minogue - Slow.
Frá kl. 09-10:
Bjartar sveiflur - Þú fullkomnar mig.
Kári Egilsson - In the morning.
Bubbi Morthens - Augun Mín.
John Lennon - Oh Yoko!.
Árný Margrét - I went outside.
Elvis Costello - She.
Sóley Stefánsdóttir - Smashed Birds.
U2 - Sweetest Thing.
Weezer - Buddy Holly.
Elton John - Daniel.