Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt alræmdasta mannhvarfsmál í sögu Ítalíu, hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Emanuelu Orlandi í Rómaborg í júní 1983. Emanuela var búsett í Vatíkaninu og lífseigar kenningar eru um að hvarf hennar kunni að tengjast öflum í kaþólsku kirkjunni, alþjóðapólitík eða skipulagðri glæpastarfsemi.
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir flytur.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Veðurstofa Íslands.
Haustið 1986 tók Birgir Þór Helgason vélstjóri að sér verkefni án þess að vita hvað það fól í sér. Næstu misserin sigldi hann, ásamt áhöfn, gömlu smyglskipi heimsálfa á milli. Það var ekki fyrr en seint og um síðir að upplýst var um hver förinni var heitið og hvað biði þeirra þar.
Viðmælendur í þættinum eru Birgir Þór Helgason og Jón Ingi Þórarinsson.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Framleiðandi: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og formaður Rauða krossins, Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þau ræddu meðal annars forsetakappræður í Bandaríkjunum, stöðuna í Grindavík og ferðaþjónstunni.
Umsjónarmaður: Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Kjörsókn gæti orðið hátt í sjötíu prósent í fyrri umferð frönsku þingkosninganna á morgun. Kannanir benda til þess að Þjóðfylking Marine Le Pen fái langmest fylgi, en áköll um samstöðu gegn flokknum eru orðin hávær.
Hægt hefur á sölu eigna á fasteignamarkaði og markaðurinn er að ná jafnvægi aftur eftir innkomu Grindvíkinga. Dæmi er um að fólk selji fasteignir sínar vegna þess að greiðslubyrði hækkaði mikið.
Erfitt yrði fyrir demókrataflokkinn að finna nýjan forsetaframbjóðenda í stað Joes Biden, nema forsetinn stígi sjálfur til hliðar, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Frammistaða hans í síðustu forsetakappræðum hefur dregið dilk á eftir sér.
Kröfum landeigenda í Strandabyggð var hafnað í Landsrétti en í þeim fólust vatnsréttindi og um leið áhrif á byggingu Hvalárvirkjunar.
Umbótasinni og íhaldsmaður berjast um forsetaembættið í Íran um næstu helgi. Þetta kom í ljós eftir fyrri umferð forsetakosninganna í gær.
Öldungaráð Reykjavíkurborgar vill að skoðað verði hvort taka eigi upp frístundakort fyrir eldri borgara vegna breytinga á gjaldskrá sundlauga borgarinnar.
Rabarbara verður gert hátt undir höfði í gamla bænum á Blönduósi í dag þar sem rabarbarahátíð fer í fyrsta sinn fram.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við fjöllum um það sem gerist úti í heimi í þessum þætti alla jafna en ætlum að seilast aðeins lengra í upphafi þáttar. Nánar tiltekið út í geim. Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna - NASA - vill breyta umræðu um fljúgandi furðuhluti og færa á hærra plan. Nær vísindum og frá æsingu og samsæriskenningum. Og liður í því er einmitt að hætta að kalla þessi óþekktu fyrirbæri fljúgandi furðuhluti. Ólöf Ragnarsdóttir spurði, er sannleikurinn þarna úti.
Mannát hefur, kannski ótrúlegt en satt, komið við sögu í Heimskviðum allavega tvisvar. Nú ætlum við að rifja upp umfjöllun Dagnýjar Huldu frá því í vetur, og kannski alveg óhætt að vara við lýsingum í pistlinum hér á eftir. Í vetur var leikritið Kannibalen sýnt hér landi, en það er byggt á sönnum atburðum. Í stuttu máli fjallar það um mann sem langar til að borða annan mann og kemst í kynni við mann sem vill láta borða sig. Þrátt fyrir að það sé ekkert blóð í leikritinu þá eru lýsingarnar í því svo ítarlegar að á frumsýningu verksins í Danmörku ældi áhorfandi og hér á landi féll einn í yfirlið. En sem fyrr segir þá er þetta saga sem gerðist í raun og veru og það fyrir ekki svo löngu.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Anton Kaldal Ágústsson á rætur í myndlist en féll snemma fyrir raftónlist. Með tímanum fór hann að flétta hljóðfæraleik saman við raftakta og með tímanum varð til fjölskipuð hljómsveit sem hann kallar Tonik Ensemble.
Lagalisti:
Anton Kaldal
Technotæfa - Super Tonic
Form Follows - Monospace
Bogus Journey - Bogus Journey
Until We Meet Again - Snapshot Two
Snapshots - Nangilima
Inside (Icelandic Landscape Remix) - Inside
Óútgefið - Music is Mass
Í þáttunum eru rifjaðir upp nokkrir atburðir fyrri tíðar hér á landi og settir fram eins og um nútíma fréttir sé að ræða.
Fréttalesarar eru Sigvaldi Júlíusson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Hermann Sveinbjörnsson.
Umsjónarmaður: Jón Gauti Jónsson.
Í þættinum eru rifjaðir upp helstu atburðir 14. aldar í anda hefðbundins fréttatíma.
Hver var fyrsta íslenska minningargreinin? Af hverju skrifa Íslendingar svona persónulega um látið fólk? Eiga greinarnar að vera í 2. eða 3. persónu? Hver skrifar? Um hvern? Má tala um sjálfsvíg? Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar? Eru minningargreinar Moggans í lífshættu? Verða minningargreinar - einn daginn - minningar einar?
Umsjón: Anna Marsibil Clausen.
Í dag fá flestir Íslendingar um sig eftirmæli í Morgunblaðinu. Syrgjendur senda inn hugleiðingar sínar og minningar um hinn látna og búið er um þær af kostgæfni. En hvernig er að vinna við að lesa minningargreinar alla daga? Í þættinum er rætt við Styrmi Gunnarsson, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins og Guðlaugu Sigurðardóttur, framleiðslustjóra Morgunblaðsins sem og Hjalta Stefán Kristjánsson, fyrrum umsjónarmann minningargreina. Eins eru rifjuð upp mistök í minningargreinum og dánartilkynning sem send var inn um lifandi mann.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við verðum á heimshornaflakki þættinum í dag, við förum í leiðsögn þýsk-svissneska nóbelshöfundarins Hermann Hesse til Indlands og Nepal á tímum Búddha í skáldsögunni frægu Siddharta. Áratugir eru liðnir frá því að sagan var þýdd af Haraldi Ólafssyni en hún er nú fyrst að líta dagsljósið á prenti. Ræðum við Harald í þættinum.
Svo höldum við til Suður-Ameríku, til nágrannaríkjanna Argentínu og Síle. Tvær nýlegar skáldsögur þaðan komu út í íslenskum þýðingum hjá Benedikt bókaútgáfu, Hrein eftir Aliu Trabacco Zerán og Drottningarnar í garðinum eftir Caliu Sosa Villada. Við fáum til okkar Hólmfríði Garðarsdóttur prófessor í spænsku og bókmenntum og menningu rómönsku-ameríku og ræðum við hana um báðar þessar bækur.
Lesarar: Haraldur Ólafsson, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Anna Marsibil Clausen.
Viðmælendur: Hólmfríður Garðarsdóttir og Haraldur Ólafsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Vernharður Linnet fjallar um Erroll Garner, einn af helstu píanómeisturum sögunnar, í tveimur þáttum.
Erroll Garner var einn af helstu píanómeisturum djassögunnar. Hann var fæddur og uppalinn í djasspíanóborginni Pittsburg, þar sem hann átti vini á borð við Billy Strayhorn og Ahmad Jamal. Þar kom hann fyrst fram í útvarpi, sjö ára. Þrettán ára var hann orðinn atvinnutónlistarmaður og 1944 flutti hann til New York þar sem hann lék m.a. með Slam Stewart á 52. stræti og hljóðritaði fyrstu plötur sínar. Árið eftir hélt hann til Kaliforníu og stofnaði tríó sem frægt var og hljóðritaði Charlie Parker hinar frægu „Cool Blues" upptökur með Garner tríóinu fyrir Dial. Garner hljóðritaði einnig fyrir Savoy, bæði sóló og tríó verk, m.a. metsölu skífu sína Lauru, þar sem áhrif frá Debussy og Ravel voru augljós. Garner lærði aldrei að lesa nótur en hann sat alltaf og hlustaði, er eldri systkini hans voru í píanótímum og þurfti ekki að heyra lag nema einu sinni til að kunna það og geta leikið í öllum tóntegndum. Fats Waller og Art Tatum voru helstu áhrifavaldar, en Garner mótaði fljótt hinn magnþrungna stíl sinn, sem stóð nær sveiflutímanum en boppinu. Í flestum viðurnefnum frá þessum tíma kom orðið happy fyrir, sem lýsir honum og tónlist hans vel.
Veðurstofa Íslands.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
John Coltrane flytur lög af plötunni Soultrane. Lögin heita Theme For Ernie, You Say You Care, I Want To Talk, Russian Lullaby og Good Bait. Tríó Horace Parlan leikur lögin Don't Take Your Love From Me, Nobody Knows You When You're Down And Out, Blues For H.P., Everytime We Say Goodbye, For Heavens Sake og Love And Peace. Fredrik Norén og hljómsveit leika lögin Helenas Song, Ice Man, Daisy Town og The Phrase.
Gunnar Stefánsson fjallar um merkisfólk fyrri tíðar og leitar fanga í bókum og blaðagreinum.
(Áður á dagskrá 2007)
Umsjónarmaður les úr bók Jónasar Jónassonar frá Hriflu, Íslensk bygging : brautriðjandastarf Guðjóns Samúelssonar, sem útgefin var 1957. Lesin er ritgerð um Guðjón Samúelsson og lokakafli ritgerðarinnar Straumar í húsagerðarlist.
Umsjón: Gunnar Stefánsson.
Fjallað er um Sturlungasögu og rætt við leika og lærða um söguna, sögusviðið og einstakar persónur frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
(Áður á dagksrá 1984-85)
Í þættinum er haldið áfram samanburði á Nafni Rósarinnar eftir Umberto Eco og Sturlungu.
Flutt er lokaatriði úr Munkunum á Möðruvöllum eftir Davíð Stefánsson og Kristbjörg Kjeld les kafla úr Nafni Rósarinnar. Rætt er áfram við Thor Vilhjálmsson.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Lokakafli úr Mununum á Möðruvöllum. Flytjendur: Jóhann Ögmundsson, Ólaf Axelsson, Þórey Aðalsteinsdóttir. Útvarpfl. Leikfél. Akureyrar, Leikstj. Ágúst Kvaran.
Lestur Kristbjargar úr tímatali.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Það er árið 1973 sem gildir að þessu sinni í Litlu flugunni. Nixon og Pompidou koma til Íslands og Tie a yellow ribbon hljómar um allan heim, en eftirminnilegasti atburður ársins er án efa Vestmannaeyjagosið. Jóhann G. Jóhannsson sendir frá sér eitt besta lag Íslandssögunnar, Dont try to fool me, en í Ameríku ráða systkinin í The Carpenters lögum og lofum á vinsældalistunum. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og formaður Rauða krossins, Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þau ræddu meðal annars forsetakappræður í Bandaríkjunum, stöðuna í Grindavík og ferðaþjónstunni.
Umsjónarmaður: Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Aðalgestur Fram og til baka þennan laugardagsmorgun í enda júnímánaðar var myndlistar- og tónlistarmaðurinn Loji Höskuldsson. Loji hefur gert garðinn frægan með afar eftirtektarverðum útsaumsverkum þar sem hann heimsækir ýmis gömul minni í bland við blóm og fallega náttúru. Þannig má sjá hluti eins og gamlan Hagkaupsplastpoka, mjólkurfernu, bláan Opal og fleira í hans verkum. Loji mætti með afar skemmtilega og frumlega fimmu en hún innihélt fimm örsögur úr hans lífi sem tengdust allar gleraugum. Loji gekk með afar sterk gleraugu frá tveggja ára aldri allt þar til að hann fór í aðgerð þegar hann var rúmlega þrítugur.
Það var erfitt annað en að tileinka framúrskarandi tónlistarfólki sem gengur með gleraugu lagavalið sem eftir lifði þáttar og þar komu líkt og í sögum Loja, ýmis einkennandi og áhugaverð gleraugu við sögu.
Hér er lagalisti þáttarins:
Milli kl. 08-09:
Ég - Tíu fingur og tær.
SKE - Julietta 2.
Loji Höskuldsson - Bulky load and the risk of fire.
Kylie Minogue - Slow.
Frá kl. 09-10:
Bjartar sveiflur - Þú fullkomnar mig.
Kári Egilsson - In the morning.
Bubbi Morthens - Augun Mín.
John Lennon - Oh Yoko!.
Árný Margrét - I went outside.
Elvis Costello - She.
Sóley Stefánsdóttir - Smashed Birds.
U2 - Sweetest Thing.
Weezer - Buddy Holly.
Elton John - Daniel.
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Draumar-barnalagið-franska lagið- allt á sínum stað
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-06-29
Hljómsveit Sigurd Jansen, Haukur Morthens - Hulda spann = I walk the line.
Dassin, Joe - Le cafe des 3 Colombes.
Dave Clark Five - Everybody knows.
SÚKKAT - Draumur Um Straum.
Soffía Karlsdóttir - Það er draumur að vera með dáta.
Stuðmenn, Stuðmenn - Draumur okkar beggja.
Stuðmenn - Draumur okkar beggja.
Hljómar - Sveitapiltsins draumur.
Óðinn Valdimarsson, Óðinn Valdimarsson, Atlantic-kvartettinn, Helena Eyjólfsdóttir - Ég á mér draum.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, Elly Vilhjálms - Draumur fangans.
Helena Eyjólfsdóttir, Grímur Sigurðsson, Hljómsveit Ingimars Eydal - Spánardraumur.
Brunaliðið - Í draumi.
Ingólfur Magnússon, Vilhjálmur H. Guðjónsson, Stúlknakór Reykjavíkur, Árni Johnsen - Sov nu litli min.
Olga Guðrún Árnadóttir - Láttu þig dreyma.
Spilverk þjóðanna - Styttur bæjarins.
Tallest Man On Earth, The - The Dreamer.
THE MONKEES - Daydream Believer.
Armstrong, Louis - A kiss to build a dream on.
LOVIN' SPOONFUL - Daydream.
Postal Service, The - Sleeping in.
Empire of the sun - Walking On A Dream.
Womack, Bobby - California dreamin'.
Mama Cass, Mamas and Papas - Dream a little dream of me.
FELDBERG - Dreamin'.
Védís Hervör Árnadóttir, Þorvaldur Gröndal, Kjartan Valdemarsson Tónlistarm. - Fyrrum ég fyrrum þú.
FLEETWOOD MAC - Dreams.
Ragnhildur Gísladóttir - Draumaprinsinn.
Abba - I have a dream.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Hvar Er Draumurinn?.
Útvarpsfréttir.
Kjörsókn gæti orðið hátt í sjötíu prósent í fyrri umferð frönsku þingkosninganna á morgun. Kannanir benda til þess að Þjóðfylking Marine Le Pen fái langmest fylgi, en áköll um samstöðu gegn flokknum eru orðin hávær.
Hægt hefur á sölu eigna á fasteignamarkaði og markaðurinn er að ná jafnvægi aftur eftir innkomu Grindvíkinga. Dæmi er um að fólk selji fasteignir sínar vegna þess að greiðslubyrði hækkaði mikið.
Erfitt yrði fyrir demókrataflokkinn að finna nýjan forsetaframbjóðenda í stað Joes Biden, nema forsetinn stígi sjálfur til hliðar, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Frammistaða hans í síðustu forsetakappræðum hefur dregið dilk á eftir sér.
Kröfum landeigenda í Strandabyggð var hafnað í Landsrétti en í þeim fólust vatnsréttindi og um leið áhrif á byggingu Hvalárvirkjunar.
Umbótasinni og íhaldsmaður berjast um forsetaembættið í Íran um næstu helgi. Þetta kom í ljós eftir fyrri umferð forsetakosninganna í gær.
Öldungaráð Reykjavíkurborgar vill að skoðað verði hvort taka eigi upp frístundakort fyrir eldri borgara vegna breytinga á gjaldskrá sundlauga borgarinnar.
Rabarbara verður gert hátt undir höfði í gamla bænum á Blönduósi í dag þar sem rabarbarahátíð fer í fyrsta sinn fram.
Njóttu laugardaganna með með alls kyns smellum tónlistarsögunnar.
Vala Eiríks leikur frábæra tónlist fyrri áratuga.
Summer, Donna - Hot stuff.
JIM CROCE - Bad, Bad Leroy Brown.
PRINCE - Purple Rain.
BOSTON - More Than A Feeling [Single Version].
HLH & SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR - Vertu Ekki Að Plata Mig.
STEVE MILLER BAND - The Joker.
Blondie - Maria.
JOHN TRAVOLTA & OLIVIA NEWTON JOHN - You're The One That I Want.
Bubbi Morthens - Sá Sem Gaf Þér Ljósið.
BRAINSTORM - My Star.
CHER - Believe.
WHITNEY HOUSTON - I Will Always Love You [Special Radio Edit].
BONEY M - Rasputin.
BRIMKLÓ OG DIDDÚ - Sagan Af Nínu Og Geira.
CREEDENCE CLEARWATER REVIVAL - Bad Moon Rising.
REDBONE - Come And Get Your Love.
FATS DOMINO - Blueberry Hill.
ROXETTE - It Must Have Been Love.
BUBBI OG RÚNAR - Mýrdalssandur.
TONE LOC - Funky Cold Medina.
ALICE COOPER - Poison.
TOTO - Hold The Line.
HLH FLOKKURINN - Í Útvarpinu Heyrði Ég Lag.
STEPPENWOLF - Born To Be Wild.
FATS DOMINO - Blue Monday.
Raggi Bjarna - Flottur Jakki.
STEVIE WONDER - Sir Duke.
NYLON - Losing A Friend.
FRANZ FERDINAND - Take Me Out.
FLEETWOOD MAC - Everywhere.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR - Ég gef þér allt mitt líf.
GLORIA GAYNOR - I will survive.
LÓNLÍ BLÚ BOJS - Harðsnúna Hanna.
THE WHITE STRIPES - Seven Nation Army.
IRENE CARA - Flashdance...What A Feeling.
ELVIS PRESLEY - Suspicious Minds.
JANIS JOPLIN - Me and Bobby McGee.
PAUL SIMON - Me And Julio Down By The Schoolyard.
HOT CHOCOLATE - You Sexy Thing.
Penguins, The - Earth angel (will you be mine).
PATTI SMITH - Because the Night.
EIRÍKUR HAUKSSON - Gull.
DON MCLEAN - American Pie (Short version).
KATRINA AND THE WAVES - Walking On Sunshine.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi 22. - 29. júní 2024.
Blandaðir tónar á nýju ári.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Einstaklega jákvætt andrúmsloft í þætti kvöldsins, tónlist úr öllum áttum og allskonar yndilegt fólk að hringja inn.
Tónlistin úr þættinum:
EARTH WIND & FIRE - September.
Crosby, Stills, Nash & Young - Woodstock.
PÁLMI & RAKEL - 1000 x Já.
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Sirkus Geira Smart.
Megas - Spáðu Í Mig.
GUGUSAR & AUÐUR - Frosið sólarlag.
Jónfrí, Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel.
Iron Maiden - The number of the beast.
PANTERA - Cowboys from Hell.
NAZARETH - Love Hurts.
MOUNTAIN - Mississippi Queen.
GEIRMUNDUR VALTÝSSON - Nú er ég léttur.
ROLLING STONES - Start Me Up.
Travis, Randy - Forever and ever, amen.
Páll Rósinkranz - Liljan.
EURYTHMICS - There Must Be an Angel.
QUEEN - Somebody To Love.
Arnþór og Bjarki - Kyssumst í alla nótt.
THE CRANBERRIES - Linger.
CYNDI LAUPER - Girls Just Want To Have Fun.
DIANA ROSS & THE SUPREMES - Baby Love.
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
Mannakorn - Í blómabrekkunni.
Pointer Sisters, The - Jump (For my love).
Helgi Björnsson - Hafið Og Fjöllin.
Sniglabandið - Selfoss.
METALLICA - Whiskey in The Jar.
Karlakórinn Heimir, Higgerson, Thomas Randal, Óskar Pétursson - Vor í dal.
AC/DC - Whole Lotta Rosie.
Hjónabandið, Kristín Anna Th. Jensdóttir - Hvert sem liggur þín leið.
TÝR - Ormurinn Langi.