16:05
Bara bækur
Siddharta, Drottningarnar í garðinum og Hrein
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Við verðum á heimshornaflakki þættinum í dag, við förum í leiðsögn þýsk-svissneska nóbelshöfundarins Hermann Hesse til Indlands og Nepal á tímum Búddha í skáldsögunni frægu Siddharta. Áratugir eru liðnir frá því að sagan var þýdd af Haraldi Ólafssyni en hún er nú fyrst að líta dagsljósið á prenti. Ræðum við Harald í þættinum.

Svo höldum við til Suður-Ameríku, til nágrannaríkjanna Argentínu og Síle. Tvær nýlegar skáldsögur þaðan komu út í íslenskum þýðingum hjá Benedikt bókaútgáfu, Hrein eftir Aliu Trabacco Zerán og Drottningarnar í garðinum eftir Caliu Sosa Villada. Við fáum til okkar Hólmfríði Garðarsdóttur prófessor í spænsku og bókmenntum og menningu rómönsku-ameríku og ræðum við hana um báðar þessar bækur.

Lesarar: Haraldur Ólafsson, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Anna Marsibil Clausen.

Viðmælendur: Hólmfríður Garðarsdóttir og Haraldur Ólafsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,