16:05
Síðdegisútvarpið
Manneskja ársins, Völva vikunnar, Villi Netó og Anna Ljósa
Síðdegisútvarpið

Reykjavíkurborg hefur hlotið ríflega 150 milljón kr. styrk úr LIFE áætlun Evrópusambandsins til þess að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni. En hvað þýðir þetta og hvað verður gert Þórólfur Jónsson er deildarstjóri náttúru og garða hjá borginni hann var á línunni.

Varla hægt að hugsa sér betri gest en Villa Netó á föstudegi fyrir jól. Hann sagði okkur frá portúgölskum jólahefðum og jólalaginu sínu.

Þann 18. desember sl. kom Völva Vikunnar út og ritstjóri hennar í ár er engin önnur en Snærós Sindradóttir. Hún býr og starfar og stundar nám í Ungverjalandi nánar tiltekið í Budapest og við hringdum þangað.

Fáir einstaklingar lesa jafn mikið af bókum á ári og Þorgeir Tryggvason, enda er hann bókagagnrýnandi fyrir Kiljuna. Þar sem hlustendur Síðdegisútvarpsins eru í óða önn við að kaupa síðustu jólagjafirnar. Þorgeir sagði okkur hvaða bækur standa upp úr á árinu.

Líkt og komið hefur fram í fréttum þá hefur RS-veiran hefur lagst þungt á landann þennan veturinn. Fleiri börn hafa verið að veikjast en venjulega og þau fengið meiri einkenni. Nokkur börn hafa verið lögð inn á gjörgæslu með sýkingu. Nú eru jólaboðin framundan og þá ber að varast og fólk ætti að fara varlega í að kyssa börnin. Við heyrðum í konu sem hefur starfað sem ljósmóðir í tugi ára og heitir Anna Eðvaldsdóttir eða Anna Ljósa en hún kann alls kyns ráð gagnvart því að forðast smitin.

En við byrjuðum á að segja frá því hverjir verja topp tíu listann yfir manneskju ársins á rás 2.

Er aðgengilegt til 20. desember 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,