06:50
Morgunútvarpið
26. September - Forstjóraskipti Heilsugæslunnar, nýlendur Frakka o.fl.
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Samsýning, fyrirlestrar, hönnunar Pubquiz og klúðurkvöld meðal þess sem er á fjölbreyttri dagskrá Hönnunarþings á Húsavík Hönnunarþing eða DesignThing er haldið af Hraðinu miðstöð nýsköpunar og Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður og verkefnastjóri Hraðsins ætlar að spjalla við okkur um málið.

Biðlistar eftir ADHD greiningu hafa aldrei verið lengri, einhverfugreining tekur enn lengri tíma og börn og fullorðið fólk hrannast upp á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu. ADHD-teymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er hætt að taka við greiningarskýrslum frá sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Við fáum Sigríði Dóru Magnúsdóttur nýjan forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til okkar til að ræða stöðuna og hvers má vænta af nýjum forstjóra í þessum málum sem öðrum.

Í þættinum í gær ræddum við við Rúnu Þrastardóttur, doktorsnema í skordýrarækt, sem tók þátt í alþjóðlegri samkeppni háskólanemenda á sviði lífvísinda á dögunum, með verkefni sem heitir Skordýr sem fóður og fæða. En í dag spyrjum við hvort við séum tilbúin í að borða skordýr í auknum mælum og hvernig eigi þá eiginlega að elda þau þegar við fáum Davíð Örn Hákonarson, matreiðslumeistara og sjónvarpsmann til okkar.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs, en tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann. Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera nýtt skref í átt að fullveldi landsins. Við ætlum að ræða það sem er að gerast í Níger og það uppgjör sem er nú að eiga sér stað hvað gömlu nýlendur Frakka í Afríku varðar við Torfa Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Frakklands.

Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu, en Landvernd kemur að ráðstefnu í dag um sjávarútveg og vistkerfi sjávar í Norður-Atlantshafi.

Loks förum við yfir það nýjasta úr tækniheiminum -í það minnsta með því áhugaverðasta með Guðmundi Jóhannssyni tæknigúrú í lok þáttar.

Lagalisti:

JÓNFRÍ - Andalúsía.

SIGRID - Don't kill My Vibe.

HIPSUMHAPS - Hjarta.

PATTI SMITH - Because the Night.

Bombay Bicycle Club - Always Like This.

DAÐI FREYR - Whole Again.

ÞÓRUNN ANTONÍA - So high.

EMILÍANA TORRINI - Perlur Og Svín.

HARRY STYLES - Late night talking.

Var aðgengilegt til 25. september 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,