21:27
Útvarpssagan: Dyr standa opnar
Útvarpssagan: Dyr standa opnar

Sögumaður er ungur að aldri, kynnir sig svo að hann sé „einn þessara stráka sem fara norður á síld á sumrin, dóla suður á haustin og finna sér eitthvað að gera, leigja sér herbergi og eiga sér ef til vill stúlku útí bæ. Oftast blankir en stöku sinnum með morð fjár í vasanum".”

Haustið þegar sagan gerist verður sögumaður samskipa sérkennilegum dávaldi á leiðinni suður. Hann hlynnir að dávaldinum sjóveikum og þegar þeir hittast síðar í Reykjavík, réttir sá síðarnefndi að piltinum nafn og heimilisfang konu sem hefur leigt út herbergi. Þar með er ungi maðurinn stiginn inn í framandlegan heim. Dyr standa opnar kom út árið 1960. Jökull Jakobsson samdi nokkrar skáldsögur, en er þekktastur af leikritum sínum og var líka kunnur blaða- og útvarpsmaður. Hann fæddist 14. september 1933, fyrir 90 árum, en lést 25. apríl 1978. Hljóðritun frá árinu 1974.

Var aðgengilegt til 25. september 2024.
Lengd: 26 mín.
e
Endurflutt.
,