17:03
Lestin
Bíómyndin sem þú mátt ekki sjá, íslenskir tónlistarmenn í Berlín
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Steindór Grétar Jónsson, útsendari Lestarinnar í Berlín, settist út kvöldblíðuna á svölunum hjá tónlistarmönnunum Haraldi Þrastarsyni og Gunnar Erni Tynes, sem er oft kenndur við múm. Þeir hafa unnið saman að tónlistarvinnslu og hljóðhönnun fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Nú síðast þýsku glæpaþættina Tatort, sem eru gríðarlega vinsælir þar í landi. Hálf þjóðin sest fyrir framan sjónvarpið á sunnudagskvöldum og ræðir þá svo á kaffistofunni á mánudögum.

Margrét Adamsdóttir, fréttakona RÚV, segir frá grænu landamærunum, landamærum Póllands og Belarús. Á dögunum var kvikmyndin Zielona Granica, Grænu landamærin, frumsýnd í Póllandi. Leikstjóri myndarinnar er Agniezka Holland, sem er þekkt fyrir pólitískar kvikmyndir. Stjórnvöld í Póllandi hafa harðlega gagnrýnt myndina og líkja henni við áróður nasista, og ganga svo langt að hvetja fólk til að sniðganga hana. Það styttist í þingkosningar í Póllandi, og landamærin eru eitt stóru málanna.

Við höldum áfram að rifja upp Hrunið, nú þegar fimmtán ár eru komin frá því að Glitnir var þjóðnýttur, neyðarlög voru sett á og Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland. Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir settu saman þáttinn Nokkrir dagar í frjálsu falli árið 2018 og í þættinum í dag ræða þau við íslenska námsmenn sem staddir voru erlendis þegar Hrunið varð. Þau Ynda Gestsson og Sigríði Gísladóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,