22:10
Mannlegi þátturinn
Er þetta list? Rigningarspjall og álegg með Kristínu
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Lendir þú stundum í því að klóra þér í kollinum á listsýningum? Eða stígur þú helst ekki færi inn á listasafn? Þá ætlum við að fjalla um viðburð í þættinum í dag sem gæti einmitt verið fyrir þig. Þar verður meðal annars tekið á vangaveltum eins og: Er þetta list? Ég hefði getað gert þetta! Það sem fólki dettur í hug! Um er að ræða viðburð á vegum Listasafns Reykjavíkur og þau Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu og Halla Margrét Jóhannesdóttir verkefnastjóri miðlunar, sögðu okkur meira frá þessu í þættinum.

Svo kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur um rigningu en þetta veðurspjall var reyndar það síðasta með henni í bili þar sem hún er að byrja í nýrri vinnu. En við erum þó alls ekki hætt að ræða veðrið hér í Mannlega þættinum, nema síður sé því Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur annan hvern þriðjudag í veðurspjalli í vetur.

Kristín Aðalsteinsdóttir kennari og fræðimaður heldur úti vinsælum Facebookhópi um brauðbakstur þar sem hún miðlar af þekkingu sinni en Kristín hefur nánast aldrei keypt brauð úr búð síðan árið 1974. Svo var það um daginn að Kristínu var boðið að halda fræðsluerindi á Amtsbókasafninu á Akureyri um fyrirbæri sem tengist brauði sterkum böndum - sem sagt fræðsluerindi um álegg. Við skruppum í heimsókn til Kristínar og fengum að vita meira.

Tónlist í þættinum

Ó borg mín borg / KK & Björk (Haukur Morthens og Vilhjálmur Guðmundsson)

Don?t Know What?s Normal / Shintaro Sakamoto (Shintaro Sakamoto)

Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Snæland Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson)

Heim í Búðardal / Ðe Lónlí Blú Bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,