Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við ræddum fjármálastöðugleika í spjalli við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fjármálakerfið stendur traustum fótum og á heildina litið virðist staða lántakenda vera góð. Það eru þó blikur á lofti, og gríðarlegar fjárhæðir húsnæðislána með föstum vöxtum sem losna á næstu misserum með tilheyrandi hækkunum. Við ræddum líka um fyrirtækið Amaroq Minerals, sem leitar að gulli á Grænlandi og var nýlega fært á svokallaðan aðallista Kauphallarinnar.
Arthúr Björgvin Bollason sagði frá umræðum um innflytjendamál í þýska þinginu og víðar í samfélaginu. Hann ræddi líka um Berlínarmaraþonið og nýja sýningu á verkum Edwards Munch.
Í síðasta hluta þáttarins voru lýðræðið og sveitarfélögin til umfjöllunar. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, er á því að sveitarfélögin séu hornsteinn lýðræðisins.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist
Fontella Bass - Rescue me.
Sting, Shankar, Anoushka - The book of my life.
Jones, Norah - Sunrise.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Jón Guðni hafði ekki langan umhugsunartíma þegar honum var boðið að taka við sem bankastjóri Íslandsbanka nú í sumar. Hann segir frá lífi sínu en hann var 10 ára þegar hann missti móður sína úr krabbameini.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Lendir þú stundum í því að klóra þér í kollinum á listsýningum? Eða stígur þú helst ekki færi inn á listasafn? Þá ætlum við að fjalla um viðburð í þættinum í dag sem gæti einmitt verið fyrir þig. Þar verður meðal annars tekið á vangaveltum eins og: Er þetta list? Ég hefði getað gert þetta! Það sem fólki dettur í hug! Um er að ræða viðburð á vegum Listasafns Reykjavíkur og þau Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu og Halla Margrét Jóhannesdóttir verkefnastjóri miðlunar, sögðu okkur meira frá þessu í þættinum.
Svo kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur um rigningu en þetta veðurspjall var reyndar það síðasta með henni í bili þar sem hún er að byrja í nýrri vinnu. En við erum þó alls ekki hætt að ræða veðrið hér í Mannlega þættinum, nema síður sé því Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur annan hvern þriðjudag í veðurspjalli í vetur.
Kristín Aðalsteinsdóttir kennari og fræðimaður heldur úti vinsælum Facebookhópi um brauðbakstur þar sem hún miðlar af þekkingu sinni en Kristín hefur nánast aldrei keypt brauð úr búð síðan árið 1974. Svo var það um daginn að Kristínu var boðið að halda fræðsluerindi á Amtsbókasafninu á Akureyri um fyrirbæri sem tengist brauði sterkum böndum - sem sagt fræðsluerindi um álegg. Við skruppum í heimsókn til Kristínar og fengum að vita meira.
Tónlist í þættinum
Ó borg mín borg / KK & Björk (Haukur Morthens og Vilhjálmur Guðmundsson)
Don?t Know What?s Normal / Shintaro Sakamoto (Shintaro Sakamoto)
Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Snæland Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson)
Heim í Búðardal / Ðe Lónlí Blú Bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Allt stefnir í að engin kennsla verði í fangavarðaskólanum næsta vetur. Staða lögbundins náms fangavarða hefur þróast á verri veg, segir formaður Fangavarðafélags Íslands.
Það er skellur að þurfa að reisa nýtt fangelsi við Litla Hraun fyrir sjö milljarða, segir fjármálaráðherra; en það stangist þó ekki á við hagræðingaráform enda ódýrara en að laga það gamla.
Stýrivextir verða hækkaðir í það minnsta einu sinni enn, áður en hugað verður að lækkun, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Bankinn telur að verðbólga minnki ekki að ráði fyrr en á vormánuðum.
Tuttugu fórust í sprengingu í Nagorno-Karabakh í gær og nær þrjú hundruð slösuðust. Sprengingin varð við olíutanka og var fjöldi fólks þar að sækja eldsneyti á bíla sína til að geta lagt á flótta.
Síldarvinnslan hefur keypt helming í sölufélagi Samherja fyrir 4,7 milljarða króna. Forstjóri Samherja þurfi að víkja sæti úr stjórn Síldarvinnslunnar við meðferð málsins.
Siðfræðinefnd Danmerkur leggur til að lög um þungunarrof verði rýmkuð. Meirihluti nefndarmanna telur að þungunarrof eigi að vera heimilt til loka átjándu viku í stað tólftu.
Auknar tekjur til sveitarfélaga og sanngjarnari úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er á meðal þess sem fram kemur í aðgerðaáætlun innviðaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag.
Íslenska kvennalandsliðið mætir Þjóðverjum í þjóðadeild Evrópu í fótbolta síðdegis. Ekki síst er mikið í húfi fyrir Þjóðverja, sem hefur gengið illa, og starf þjálfarans gæti hangið á bláþræði.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fangelsið við Eyrarbakka, Litla Hraun, er löngu orðið barn síns tíma. Letigarðurinn var upphaflega hugsaður sem geymslurými fyrir slæpingja, þegar ákveðið var að breyta byggingunum úr sjúkrahúsi í fangelsi. Það var fyrir hundrað árum. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir tilkynnti í gær að það ætti að byggja þarna nýtt fangelsi og framkvæmdir hefjast strax. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Litla Hraun í fortíð, nútíð og framtíð.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við kynnum okkur foreldramiðaða hugræna atferlismeðferð þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Heilsugæslan og Háskólinn í Reykjavík vinna nú að því að koma á fót slíkri þjónustu yfir netið, með stuðningi frá heilbrigðisráðuneytinu. Tölum við Brynjar Halldórsson dósent í sálfræði og Önnu Sigríði Íslind dósent í tölvunarfræði. Bæði frá Háskólanum í Reykjavík.
Hver eru vandamál umhverfismenntunar og hvaða lausnir eru í boði? Unnur Björnsdóttir kafaði ofan í þetta í lokaverkefni sínu í listkennslufræði og byggði á landsfundi sem samtökin Ungir umhverfissinnar héldu og buðu öllum framhaldsskólanemum landsins á - út úr því komu ýmsir umræðupunktar og ljóst að unga fólkið vill vera haft meira með í ráðum.
Við fáum svo pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
Útvarpsfréttir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þegar Páll Ragnar Pálsson lagði rokkið á hilluna var hann ekki viss hver hann vildi stefna. Þegar hann fór í tónsmíðanám og svo byrjaði að fást við klassísk fræði, hljómfræði og tónsmíðar, varð hann hugfanginn af því að sitja með nótnapappírinn og skrifa, þó að rokkbakgrunnurinn sé ekki gleymdur.
Lagalisti:
Nostalgia - Nostalgia
óútgefið - Hýperbólusetning
óútgefið - Skip hangandi úr lofti í kirkju
Vernacular - Afterquake
Skjálfti - Vaka
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Sveinn Pálsson var landlæknir í byrjun 19. aldar og vann ómetanlegt starf sem slíkur en eftir á eru rannsóknarferðir hans um Ísland þó sennilega það merkasta sem eftir hann liggur. Í þessum þætti tekur umsjónarmaður saman margt gott og fróðlegt bæði úr ferðabókum hans og dagbókum, og er óhætt að segja að bæði glöggt og bráðskemmtilegt er Sveins augað þegar hann rannsakar bæði náttúruna og mannfólkið.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Þegar Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957 var kammertónlist sjaldan flutt í Reykjavík. Markmiðið með stofnun klúbbsins var að hefja markvissan flutning á lifandi kammertónlist. Nokkrum árum og mörghundrum tónleikum síðar er klúbburinn jafn lifandi sem fyrr og hefur þetta starfsár með pompi og prakt með tvennum tónleikum í Hörpu um helgina. Við ræðum við Halldór Hauksson, píanóleikara og stjórnarmeðlim kammermúsíklúbbsins í þætti dagsins.
Íslenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir verkið The Simple Act of Letting Go eftir ísraelska danshöfundinn Tom Weinberger á nýja sviði Borgaleikhússins. Erna Ómarsdóttir listdansstjóri Íslenska dansflokksins heimsækir okkur og segir frá sýningunni.
Leikverkið Pabbastrákar fjallar um íslenska karlmenn sem fara í tilboðsferð til Playa Buena á Spáni árið 2007. Við ræðum við höfundana, þá Hákon Örn Helgason og Helga Grím Hermannsson.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Steindór Grétar Jónsson, útsendari Lestarinnar í Berlín, settist út kvöldblíðuna á svölunum hjá tónlistarmönnunum Haraldi Þrastarsyni og Gunnar Erni Tynes, sem er oft kenndur við múm. Þeir hafa unnið saman að tónlistarvinnslu og hljóðhönnun fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Nú síðast þýsku glæpaþættina Tatort, sem eru gríðarlega vinsælir þar í landi. Hálf þjóðin sest fyrir framan sjónvarpið á sunnudagskvöldum og ræðir þá svo á kaffistofunni á mánudögum.
Margrét Adamsdóttir, fréttakona RÚV, segir frá grænu landamærunum, landamærum Póllands og Belarús. Á dögunum var kvikmyndin Zielona Granica, Grænu landamærin, frumsýnd í Póllandi. Leikstjóri myndarinnar er Agniezka Holland, sem er þekkt fyrir pólitískar kvikmyndir. Stjórnvöld í Póllandi hafa harðlega gagnrýnt myndina og líkja henni við áróður nasista, og ganga svo langt að hvetja fólk til að sniðganga hana. Það styttist í þingkosningar í Póllandi, og landamærin eru eitt stóru málanna.
Við höldum áfram að rifja upp Hrunið, nú þegar fimmtán ár eru komin frá því að Glitnir var þjóðnýttur, neyðarlög voru sett á og Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland. Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir settu saman þáttinn Nokkrir dagar í frjálsu falli árið 2018 og í þættinum í dag ræða þau við íslenska námsmenn sem staddir voru erlendis þegar Hrunið varð. Þau Ynda Gestsson og Sigríði Gísladóttur.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það getur verið dýrkeypt að gera ekki samaburð á þeim kjörum sem bjóðast við endurfjármögnun á húsnæðislánum, segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Fólk þarf að vera meðvitað um hve ódýrt það er að endurfjármaga lánin.
Of hár blóðþrýstingur er vangreindur og vanmeðhöndlaður sjúkdómur sem getur leitt til nýrna-, hjarta- og heilasjúkdómum, segir Emil Lárus Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands.
Mikill munur er á áhrifum kláms á ungmenni eftir því hvort þau leita að því sjálf eða ekki, segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósents í fjölmiðlafræði.
Stórir evrópskir bankar hagnast enn á fjármögnun og rekstri jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, þvert á eigin loftslagsmarkmið.
Áformað er að 10.000 manna, þétt og ?grænt" hverfi rísi í landi Keldna í Reykjavík.
Kvennalið Íslands í fótbolta tapaði fyrir þýska landsliðinu með engu marki gegn fjórum.
-----
Loftslagsþolið Ísland er yfirskriftin á skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og birt var í dag. Skýrslan inniheldur tillögur stýrihóps á vegum ráðuneytisins fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum. Rætt er við Önnu Huldu Ólafsdóttur, sem á sæti í stýrihópnum og er yfir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands.
Það verður að stokka upp framhaldsskólakerfið, auka samstarf eða samvinnu á milli skóla segir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra. Elsa Eiríksdóttir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands segir það vel geta verið til bóta að sameina skóla, en að vanda verði til verka.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Það er nú varla hægt að fara í sögu hlutanna án þess að fjalla um fornleifar og þjóðminjar, sem eru jú vissulega margir hlutir en eiga það sameiginlegt að segja okkur einhverja sögu. Ég hitti tvo sérfræðinga í málinu, fornleifafræðinginn Ármann Guðmundsson og Steinunni Guðmundardóttur sem er þjóðfræðingur og safnkennari á Þjóðminjasafninu. Ég komst að því að fornleifa- og þjóðfræðingar eru upp til hópa mjög forvitið fólk, ekki bara um gamla tíma heldur líka um hvernig við högum okkur og lifum í dag.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum á tónlistarhátiðinni Vilníus sem fram fóru í Þjóðarfílharmóníunni í Vilníus, 19. júní s.l.
Pólski sellókvartettinn og Cello Club tónlistarhópurinn frá Litháen flytja verk eftir Prosper van Eechaute, Wilhelm Karl Friedrich Fitzenhagen, Kazimierz Wilkomitski, Anatolijus Senderovas, Max Richter og Philip Glass.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við kynnum okkur foreldramiðaða hugræna atferlismeðferð þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Heilsugæslan og Háskólinn í Reykjavík vinna nú að því að koma á fót slíkri þjónustu yfir netið, með stuðningi frá heilbrigðisráðuneytinu. Tölum við Brynjar Halldórsson dósent í sálfræði og Önnu Sigríði Íslind dósent í tölvunarfræði. Bæði frá Háskólanum í Reykjavík.
Hver eru vandamál umhverfismenntunar og hvaða lausnir eru í boði? Unnur Björnsdóttir kafaði ofan í þetta í lokaverkefni sínu í listkennslufræði og byggði á landsfundi sem samtökin Ungir umhverfissinnar héldu og buðu öllum framhaldsskólanemum landsins á - út úr því komu ýmsir umræðupunktar og ljóst að unga fólkið vill vera haft meira með í ráðum.
Við fáum svo pistil í lok þáttar frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
Sögumaður er ungur að aldri, kynnir sig svo að hann sé „einn þessara stráka sem fara norður á síld á sumrin, dóla suður á haustin og finna sér eitthvað að gera, leigja sér herbergi og eiga sér ef til vill stúlku útí bæ. Oftast blankir en stöku sinnum með morð fjár í vasanum".
Haustið þegar sagan gerist verður sögumaður samskipa sérkennilegum dávaldi á leiðinni suður. Hann hlynnir að dávaldinum sjóveikum og þegar þeir hittast síðar í Reykjavík, réttir sá síðarnefndi að piltinum nafn og heimilisfang konu sem hefur leigt út herbergi. Þar með er ungi maðurinn stiginn inn í framandlegan heim. Dyr standa opnar kom út árið 1960. Jökull Jakobsson samdi nokkrar skáldsögur, en er þekktastur af leikritum sínum og var líka kunnur blaða- og útvarpsmaður. Hann fæddist 14. september 1933, fyrir 90 árum, en lést 25. apríl 1978. Hljóðritun frá árinu 1974.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Lendir þú stundum í því að klóra þér í kollinum á listsýningum? Eða stígur þú helst ekki færi inn á listasafn? Þá ætlum við að fjalla um viðburð í þættinum í dag sem gæti einmitt verið fyrir þig. Þar verður meðal annars tekið á vangaveltum eins og: Er þetta list? Ég hefði getað gert þetta! Það sem fólki dettur í hug! Um er að ræða viðburð á vegum Listasafns Reykjavíkur og þau Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu og Halla Margrét Jóhannesdóttir verkefnastjóri miðlunar, sögðu okkur meira frá þessu í þættinum.
Svo kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Í dag fræddi hún okkur um rigningu en þetta veðurspjall var reyndar það síðasta með henni í bili þar sem hún er að byrja í nýrri vinnu. En við erum þó alls ekki hætt að ræða veðrið hér í Mannlega þættinum, nema síður sé því Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur annan hvern þriðjudag í veðurspjalli í vetur.
Kristín Aðalsteinsdóttir kennari og fræðimaður heldur úti vinsælum Facebookhópi um brauðbakstur þar sem hún miðlar af þekkingu sinni en Kristín hefur nánast aldrei keypt brauð úr búð síðan árið 1974. Svo var það um daginn að Kristínu var boðið að halda fræðsluerindi á Amtsbókasafninu á Akureyri um fyrirbæri sem tengist brauði sterkum böndum - sem sagt fræðsluerindi um álegg. Við skruppum í heimsókn til Kristínar og fengum að vita meira.
Tónlist í þættinum
Ó borg mín borg / KK & Björk (Haukur Morthens og Vilhjálmur Guðmundsson)
Don?t Know What?s Normal / Shintaro Sakamoto (Shintaro Sakamoto)
Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Snæland Gunnarsson og Þorsteinn Eggertsson)
Heim í Búðardal / Ðe Lónlí Blú Bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Steindór Grétar Jónsson, útsendari Lestarinnar í Berlín, settist út kvöldblíðuna á svölunum hjá tónlistarmönnunum Haraldi Þrastarsyni og Gunnar Erni Tynes, sem er oft kenndur við múm. Þeir hafa unnið saman að tónlistarvinnslu og hljóðhönnun fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Nú síðast þýsku glæpaþættina Tatort, sem eru gríðarlega vinsælir þar í landi. Hálf þjóðin sest fyrir framan sjónvarpið á sunnudagskvöldum og ræðir þá svo á kaffistofunni á mánudögum.
Margrét Adamsdóttir, fréttakona RÚV, segir frá grænu landamærunum, landamærum Póllands og Belarús. Á dögunum var kvikmyndin Zielona Granica, Grænu landamærin, frumsýnd í Póllandi. Leikstjóri myndarinnar er Agniezka Holland, sem er þekkt fyrir pólitískar kvikmyndir. Stjórnvöld í Póllandi hafa harðlega gagnrýnt myndina og líkja henni við áróður nasista, og ganga svo langt að hvetja fólk til að sniðganga hana. Það styttist í þingkosningar í Póllandi, og landamærin eru eitt stóru málanna.
Við höldum áfram að rifja upp Hrunið, nú þegar fimmtán ár eru komin frá því að Glitnir var þjóðnýttur, neyðarlög voru sett á og Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland. Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir settu saman þáttinn Nokkrir dagar í frjálsu falli árið 2018 og í þættinum í dag ræða þau við íslenska námsmenn sem staddir voru erlendis þegar Hrunið varð. Þau Ynda Gestsson og Sigríði Gísladóttur.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Samsýning, fyrirlestrar, hönnunar Pubquiz og klúðurkvöld meðal þess sem er á fjölbreyttri dagskrá Hönnunarþings á Húsavík Hönnunarþing eða DesignThing er haldið af Hraðinu miðstöð nýsköpunar og Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður og verkefnastjóri Hraðsins ætlar að spjalla við okkur um málið.
Biðlistar eftir ADHD greiningu hafa aldrei verið lengri, einhverfugreining tekur enn lengri tíma og börn og fullorðið fólk hrannast upp á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu. ADHD-teymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er hætt að taka við greiningarskýrslum frá sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Við fáum Sigríði Dóru Magnúsdóttur nýjan forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til okkar til að ræða stöðuna og hvers má vænta af nýjum forstjóra í þessum málum sem öðrum.
Í þættinum í gær ræddum við við Rúnu Þrastardóttur, doktorsnema í skordýrarækt, sem tók þátt í alþjóðlegri samkeppni háskólanemenda á sviði lífvísinda á dögunum, með verkefni sem heitir Skordýr sem fóður og fæða. En í dag spyrjum við hvort við séum tilbúin í að borða skordýr í auknum mælum og hvernig eigi þá eiginlega að elda þau þegar við fáum Davíð Örn Hákonarson, matreiðslumeistara og sjónvarpsmann til okkar.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs, en tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann. Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera nýtt skref í átt að fullveldi landsins. Við ætlum að ræða það sem er að gerast í Níger og það uppgjör sem er nú að eiga sér stað hvað gömlu nýlendur Frakka í Afríku varðar við Torfa Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Frakklands.
Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu, en Landvernd kemur að ráðstefnu í dag um sjávarútveg og vistkerfi sjávar í Norður-Atlantshafi.
Loks förum við yfir það nýjasta úr tækniheiminum -í það minnsta með því áhugaverðasta með Guðmundi Jóhannssyni tæknigúrú í lok þáttar.
Lagalisti:
JÓNFRÍ - Andalúsía.
SIGRID - Don't kill My Vibe.
HIPSUMHAPS - Hjarta.
PATTI SMITH - Because the Night.
Bombay Bicycle Club - Always Like This.
DAÐI FREYR - Whole Again.
ÞÓRUNN ANTONÍA - So high.
EMILÍANA TORRINI - Perlur Og Svín.
HARRY STYLES - Late night talking.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 26. september 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-09-26
UNUN - Ást Í Viðlögum.
HREIMUR - Þar sem himinn ber við haf.
LEONARD COHEN - Suzanne.
MGMT - Time To Pretend.
THE KILLERS - Your Side of Town.
PÁLMI GUNNARSSON - Ég skal breyta heiminum.
MÖ - Kamikaze.
MYRKVI - Early Warning.
MERCURY REV - Nite & Fog.
Karl Orgeltríó - Bréfbátar.
WHITE TOWN - Your Woman.
GORILLAZ - Dare.
VALDIS - Let's Get Lost Tonight.
ELÍN HALL - Er nauðsynlegt að skjóta þá?.
SNEAKER PIMPS - 6 underground.
BLUE ÖYSTER CULT - Don't fear the reaper.
Þorvaldur Halldórsson, Hljómsveit Ingimars Eydal - Hún er svo sæt.
VÖK - Headlights.
MADISON AVENUE - Don't call me baby.
ROYAL BLOOD - Pull Me Through.
ROBBIE WILLIAMS - Feel.
KOOL & THE GANG - Joanna.
KYLIE MINOGUE - Slow.
Madonna - Bedtime story.
Raye - Worth It.
KC AND THE SUNSHINE BAND - Boogie Shoes.
DIDO - White Flag.
EIRÍKUR HAUKSSON - Er Hann Birtist.
KÖTT GRÁ PJE og NOLEM - Aheybaró.
ÓLAFUR BJARKI - Malbik endar.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
LÓN - Cold Crisp Air.
MOBY - Porcelain.
THE BEACH BOYS - God Only Knows.
Bubbi Morthens - Serbinn.
PRIMAL SCREAM - Rocks.
Mugison - Hugsa Til Þín.
MUSE - Bliss.
BIG COUNTRY - Chance.
BAKAR - Hell N Back.
AMABADAMA - Óráð.
BERNDSEN - Supertime.
ELÍN HALL - Vinir.
QUEENS OF THE STONE AGE - Paper Machete.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Allt stefnir í að engin kennsla verði í fangavarðaskólanum næsta vetur. Staða lögbundins náms fangavarða hefur þróast á verri veg, segir formaður Fangavarðafélags Íslands.
Það er skellur að þurfa að reisa nýtt fangelsi við Litla Hraun fyrir sjö milljarða, segir fjármálaráðherra; en það stangist þó ekki á við hagræðingaráform enda ódýrara en að laga það gamla.
Stýrivextir verða hækkaðir í það minnsta einu sinni enn, áður en hugað verður að lækkun, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Bankinn telur að verðbólga minnki ekki að ráði fyrr en á vormánuðum.
Tuttugu fórust í sprengingu í Nagorno-Karabakh í gær og nær þrjú hundruð slösuðust. Sprengingin varð við olíutanka og var fjöldi fólks þar að sækja eldsneyti á bíla sína til að geta lagt á flótta.
Síldarvinnslan hefur keypt helming í sölufélagi Samherja fyrir 4,7 milljarða króna. Forstjóri Samherja þurfi að víkja sæti úr stjórn Síldarvinnslunnar við meðferð málsins.
Siðfræðinefnd Danmerkur leggur til að lög um þungunarrof verði rýmkuð. Meirihluti nefndarmanna telur að þungunarrof eigi að vera heimilt til loka átjándu viku í stað tólftu.
Auknar tekjur til sveitarfélaga og sanngjarnari úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er á meðal þess sem fram kemur í aðgerðaáætlun innviðaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag.
Íslenska kvennalandsliðið mætir Þjóðverjum í þjóðadeild Evrópu í fótbolta síðdegis. Ekki síst er mikið í húfi fyrir Þjóðverja, sem hefur gengið illa, og starf þjálfarans gæti hangið á bláþræði.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Siggi Gunnars og Lovísa Rut stýrðu Popplandi dagsins. Plata vikunnar er platan É Dúdda Mía með Mugison, allskonar nýtt íslenskt og þessar helstu tónlistarfréttir á sínum stað. Árni Matt með innlegg um andlit, TikTok músík og margt fleira.
HIPSUMHAPS - Hjarta.
LANA DEL RAY - Doin' Time.
Paich's, Marty orchestra, Gilberto, Astrud - Agua de beber.
THE ROLLING STONES - Angry.
ROLLING STONES - Start Me Up.
PETER GABRIEL - Olive Tree.
Bombay Bicycle Club - Diving (ft. Holly Humberstone).
Supersport! - Húsið mitt (í sjálfu sér).
Spilverk þjóðanna - Summer's almost gone.
TURNSTILE & BADBADNOTGOOD & BLOOD ORANGE - Alien Love Call.
ARON CAN - Flýg upp.
Mugison - Hugsa Til Þín.
COLDPLAY - Every Teardrop Is A Waterfall.
Joy Division - Love Will Tear Us Apart.
LAUFEY - California and Me.
Bermuda Triangle - Suzanne.
Birkir Blær - Thinking Bout You.
FRANK OCEAN - Thinkin Bout You.
Jungle - Back On 74 [Radio Edit].
KLEMENS HANNIGAN - Step by step.
Grace, Kenya - Strangers.
U2 - Stuck In A Moment.
JONI MITCHELL - Both Sides, Now.
boygenius - Cool About It.
Taylor Swift - exile (ft. Bon Iver).
COLONY HOUSE - Cannonballers.
WHITE STRIPES - Fell In Love With A Girl.
FOO FIGHTERS - Walking After You.
DIKTA - From Now On.
PÁLMI GUNNARSSON - Ég skal breyta heiminum.
HREIMUR - Þar sem himinn ber við haf.
MIIKE SNOW - Genghis Khan.
MUGISON - Haustdansinn.
UNA TORFA - Það Sýnir Sig (Stúdíó RÚV).
BENNI HEMM HEMM - Þú Lýstir Upp Herbergið.
OMAR APOLLO - Evergreen.
MAGIC! - Rude.
VALDIMAR - Yfir Borgina.
SCOPE - Was It All It Was.
KARMA BRIGADE - Sound of Hope.
BLUR - Barbaric.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að hingað til lands komu norskir kafarar sem rekköfuðu um helstu laxveiðiár landsins. Þeir voru vopnaðir skutulbyssum og samkvæmt nýjustu tölum náðu þeir 31 eldislaxi þann tíma sem þeir voru hér. Von er á nýjum hópi kafara til að halda hreinsun ánna áfram. Við ætlum að ræða við Gunnar Örn Petersen í dag en hann er framkvæmdastjóri landsambands veiðifélaga og spyrja hann út í þennan árangur, og fá hann til að rýna aðeins inn í framtíðina með okkur þ.e. hvernig menn þar á bæ sjá framvinduna næstu misserin.
Um 400 sprengisérfræðingar frá 15 löndum eru staddir á landinu við æfingar. Landhelgisgæsla Íslands stendur fyrir hinni árlegu Northern Challenge sem er fjölþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga. Æfingarnar fara að mestu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli en einnig í Helguvík og í Hvalfirði. Ásgeir Guðjónsson sprengisérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni talar við okkur á eftir af miðri æfingu.
Sóley Dröfn Davíðsdóttir yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina skrifaði grein á visir.is í gær með yfirskriftinni Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD. Þar skorar hún á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra sem sannarlega glíma við ADHD að meðferð við vandanum því skert aðgengi þessa hóps sé alvarlegt mál. Sóley kemur til okkar á eftir og fer betur yfir þessi mál.
Í sumar hófust framkvæmdir á hinum víðfrægu kirkjutröppum á Akureyri og áætluð verklok voru sögð núna í október. En það er ljóst að það muni ekki standast. En hvenær verður þá aftur hægt að ganga upp kirkjutröppurnar fyrir norðan? Gígja Hólmgeirsdóttir ætlar að kynna sér stöðuna á framkvæmdunum og segja okkur allt um málið.
Höfundar Áramótaskaupsins 2023 verða þau Benedikt Valsson, Fannar Sveinsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Vala Kristín Eiríksdóttir og Þorsteinn Guðmundsson. Benedikt og Fannar hafa unnið vel og lengi saman eða síðan þeir voru tvítugir. Nýlega stofnuðu þeir framleiðslufyrirtækið Pera Production sem sér um skaupið í ár. Þeir koma til okkar í kaffi á eftir.
Stelpurnar okkar mæta Þýskalandi í Þjóðardeild kvenna í fótbolta. Leikurinn fer fram í Bochum í Þýskalandi eftir örfáar mínútur. Okkar kona í sportinu, Helga Margrét Höskuldsdóttir er á línunni.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það getur verið dýrkeypt að gera ekki samaburð á þeim kjörum sem bjóðast við endurfjármögnun á húsnæðislánum, segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Fólk þarf að vera meðvitað um hve ódýrt það er að endurfjármaga lánin.
Of hár blóðþrýstingur er vangreindur og vanmeðhöndlaður sjúkdómur sem getur leitt til nýrna-, hjarta- og heilasjúkdómum, segir Emil Lárus Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands.
Mikill munur er á áhrifum kláms á ungmenni eftir því hvort þau leita að því sjálf eða ekki, segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósents í fjölmiðlafræði.
Stórir evrópskir bankar hagnast enn á fjármögnun og rekstri jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, þvert á eigin loftslagsmarkmið.
Áformað er að 10.000 manna, þétt og ?grænt" hverfi rísi í landi Keldna í Reykjavík.
Kvennalið Íslands í fótbolta tapaði fyrir þýska landsliðinu með engu marki gegn fjórum.
-----
Loftslagsþolið Ísland er yfirskriftin á skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og birt var í dag. Skýrslan inniheldur tillögur stýrihóps á vegum ráðuneytisins fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum. Rætt er við Önnu Huldu Ólafsdóttur, sem á sæti í stýrihópnum og er yfir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands.
Það verður að stokka upp framhaldsskólakerfið, auka samstarf eða samvinnu á milli skóla segir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra. Elsa Eiríksdóttir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands segir það vel geta verið til bóta að sameina skóla, en að vanda verði til verka.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson
Have You Seen The Place - Soundthing
VERAMEÐÞÉR - Deep.serene
Húsið mitt (í sjálfu sér) - Supersport!
Svífa - Inki
Yfir skýin - Lúpína
Skim - Open Jars
STALKER - Fókus
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Vikan fer frábærlega af stað í tónlistinni, en í þætti kvöldsins var nýtt efni spilað frá Moby, Ayu Nakamura, Noel Gallagher's High Flying Birds, Bombay Bicycle Club og Bad Boy Chiller Crew. Svo var hinum ýmsu afmælum og útgáfuafmælum fagnað.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson
Hjarta - Hipsumhaps
Spitting Off The Edge Of The World - Yeah Yeah Yeahs
Coming With You - Everyone You Know
Angry - Rolling Stones
All Eyez On Me - 2Pac
É dúdda mía - Mugison
Should Sleep - Moby
Beautiful - Sam Smith
A Love - Pretenders
Top Notch - Fivio Foreign & City Girls
California and Me - Laufey
I Fell In Love With A Talking Head - Seb Lowe
Bisous - Aya Nakamura
I'm The Man - 50 Cent
Guru - Júníus Meyvant
24 Hours - Absolutely
Open The Door, See What You Find - Noel Gallgher's High Flying Birds
I Want To Be Your Only Pet - Bombay Bicycle Club
Mass Appeal - Gang Starr
Kramið hjarta - Valgeir Guðjónsson
Somebody - TSHA
Who By Fire - Skinny Pelembe & Beth Orton
The Worlds Biggest Paving Slab - English Teacher
Grits - RZA
Er nauðsynlegt að skjóta þá? - Elín Hall
Sliding - Bad Boy Chiller Crew
When The Rain Comes - Sugababes
Marabelle - Anish Kumar
Higher - The Game
Vogur - Birnir
Old Dirt Road - John Lennon
When You Look At Me - Christina Milian
Missing (Todd Terry Club Remix) - Everything But The Girl
Triumph - Wu-Tang Clan
Don't Let Go (Love) - En Vogue
I Want You (She?s So Heavy) - The Beatles
Tónlist að hætti hússins.