16:05
Víðsjá
Pabbastrákar, Kammermúsík Og The Simple Act of Letting Go
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Þegar Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957 var kammertónlist sjaldan flutt í Reykjavík. Markmiðið með stofnun klúbbsins var að hefja markvissan flutning á lifandi kammertónlist. Nokkrum árum og mörghundrum tónleikum síðar er klúbburinn jafn lifandi sem fyrr og hefur þetta starfsár með pompi og prakt með tvennum tónleikum í Hörpu um helgina. Við ræðum við Halldór Hauksson, píanóleikara og stjórnarmeðlim kammermúsíklúbbsins í þætti dagsins.

Íslenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir verkið The Simple Act of Letting Go eftir ísraelska danshöfundinn Tom Weinberger á nýja sviði Borgaleikhússins. Erna Ómarsdóttir listdansstjóri Íslenska dansflokksins heimsækir okkur og segir frá sýningunni.

Leikverkið Pabbastrákar fjallar um íslenska karlmenn sem fara í tilboðsferð til Playa Buena á Spáni árið 2007. Við ræðum við höfundana, þá Hákon Örn Helgason og Helga Grím Hermannsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,