12:42
Þetta helst
Dagar Letigarðsins brátt taldir
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Fangelsið við Eyrarbakka, Litla Hraun, er löngu orðið barn síns tíma. Letigarðurinn var upphaflega hugsaður sem geymslurými fyrir slæpingja, þegar ákveðið var að breyta byggingunum úr sjúkrahúsi í fangelsi. Það var fyrir hundrað árum. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir tilkynnti í gær að það ætti að byggja þarna nýtt fangelsi og framkvæmdir hefjast strax. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Litla Hraun í fortíð, nútíð og framtíð.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,