16:05
Síðdegisútvarpið
4.september
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Sigmundur Ernir Rúnarsson kemur til okkar í þáttinn hann skrifaði pistil sem birtist á Eyjunni um helgina. Skrif Sigmundar koma í kjölfar þess að ný skýrsla um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna var birt á dögunum. Í pistlinum fer Sigmundur Ernir hörðum orðum um íslenska bankakerfið og fer þar með nokkrar staðreyndir sem hann segir sjálfur að séu algerlega galnar. Meira um það hér á eftir.

Ragnar Þór Pétursson kennari í Norðlingaskóla skrifaði áhugaverðan pistil á FB síðu sína fyrir helgi. Þar ræðir hann Chat GPT-4 tæknina sem Ragnar segir vera undraveru og það sé hægt að vinna margra daga vinnu á örfáum klukkutímum. Svo bætir Ragnar við "Við kennarar getum ekki aðeins nýtt okkur hana. Við verðum að taka hana alvarlega." Ragnar tekur síðan fyrir dæmisögur til að útskýra mál sitt betur og fjalla þær um sögur af músum. Ragnar verður á línunni hjá okkur frá Finnlandi og segir okkur betur frá.

Um helgina birtist aðsend grein í Morgunblaðinu eftir Láru G. Sigurðardóttur doktor í lýðheilsuvísindum og Unu Emilsdóttur sérnámslækni í umhverfislækningum en í greininni fjalla þær um skaðleg efni í sólaráburði. Við ætlum að heyra í Unu á eftir, hún er búsett í Danmörku og ræða við hana um hvað það er í sólaráburði sem getur verið skaðlegt heilsu manna.

Hnífsdalur er lítið þorp sem stendur við utanverðan Skutulsfjörð og er í mynni samnefnds dals. Þar búa rúmlega 200 manns en þorpið er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Nýverið kom út bókin Saga Hnífsdals eftir Kristján Pálsson fyrrverandi alþingsmann en hann er uppalinn á Ísafirði og hefur starfað sem sjó- og útgerðarmaður, bæjarstjóri og ýmislegt fleira. Eftir farsælan feril í útgerð og stjórnmálum lauk hann meistaraprófi í sagnfræði við HÍ og nú hefur hann sent frá sér þessa bók. Við ræðum við Kristján í þættinum.

Í tilefni að því að Klemenz Sæmundsson á afmæli í dag hefur hann skipulagt 60 km hlaup á Þorbirni í Grindavík þann 9. september. Hlaupið er til styrktar Blóð- og krabbameinsdeild Landsspítalans og eru allir velkomnir með en geta að sjálfsögðu valið sér styttri vegalengdir og mætt hvenær sem er yfir daginn. Fólk er líka velkomið að koma og hvetja og heilsa upp á fólkið. En hvað fær menn eins og Klemenz til að skipuleggja slíkt og hvað drífur menn áfram við heyrum í afmælisbarninu í þættinum.

Snemma í morgun klifruðu tveir mótmælendur upp í möstur hvalveiðiskipa Hvals hf. til þess að reyna að koma í veg fyrir að skipin geti haldið út til hvalveiða. Í kjölfarið mætti lögreglan á svæðið klifraði upp í

Var aðgengilegt til 03. september 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,