06:50
Morgunvaktin
Hafið, kosningar í Póllandi og Z
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Við fjölluðum um hafið í dag. Nýverið voru sagðar fréttir af óvenju háu hitastigi sjávar; Höfin hafa að meðaltali aldrei verið jafn heit og í nýliðnum ágústmánuði. Sólveig Rósa Ólafsdóttir, hafefnafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, er nýkomin úr leiðangri á Bjarna Sæmundssyni; hitastig sjávar og selta voru könnuð; Sólveig kom til okkar og sagði okkur frá ástandi sjávar við Íslandsstrendur og við ræddum einnig almennt um þessa hlýnun sem sumsé nær ekki bara til loftsins heldur líka hafsins.

Í næsta mánuði fara fram kosningar í Póllandi, þar sem kosið verður um öll þingsæti bæði í efri og neðri deild pólska þingsins. Kosningarnar gætu orðið sögulegar, og samhliða þeim á að ráðast í umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu. Björn Malmquist fréttamaður er kominn til Varsjár, hann sagði okkur frá stóru málunum og harðri kosningabaráttu.

Og svo er það Zetan. Fimmtíu ár eru í dag síðan hún var felld út úr ritmálinu. Þetta var heilmikið mál á sínum tíma; um það voru fluttar innblásnar ræður á Alþingi og fræðimenn viðruðu skoðanir sínar á síðum dagblaðanna. Það gerði fólkið í landinu líka.

Alda Möller þekkir vel sögu Zetunnar. Hún er nýbúin að slá inn síðasta punktinn í meistararitgerð um bókstafinn. Z ævisaga, nefnist hún. Alda kom í þáttinn.

Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir

Tónlist:

Bítlavinafélagið - Rúllukragapeysan mín.

Fitzgerald, Ella - Blue moon.

Edda Magnason - Monicas vals.

Edda Magnason - Du.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,