06:50
Morgunútvarpið
4. september - Reynisfjara, fælni og samgöngumál
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru um helgina þegar hópur gekk út í flæðarmálið þrátt fyrir töluverðan öldugang, þar á meðal var ein eldri kona með göngugrind. Við ræddum öryggi ferðafólks og upplýsingaflæði við Jónu Fanney Friðriksdóttur, formann Félags leiðsögumanna, í upphafi þáttar.

Guðrún Ragnarsdóttir, eigandi og ráðgjafi Strategíu sem er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki, kom til að segja okkur frá Strategíudeginum sem verður haldinn á miðvikudaginn. Yfirskrift dagsins er ?Hetjusögur úr atvinnulífinu?.

Sálfræðiráðgjöf meistaranema í sálfræði við Háskóla Íslands er farin af stað þetta haustið en aðrir háskólanemar og börn þeirra geta leitað til meistaranemanna. Fyrsta verk á haustin er að þjálfa nema í meðferð við einfaldri fælni og þá sérstaklega köngulóafælni og hafa nemendurnir því auglýst eftir einstaklingum með mikla hræðslu við köngulær. Við ræddum ráðgjöfina, köngulær og ráð við fælni við Þórð Örn Arnarson, sálfræðing og forstöðumann Sálfræðiráðgjafar háskólanema, og Dagmar Kristínu Hannesdóttur, lektor við sálfræðideild og klínískan barnasálfræðing.

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði grein í Morgunblaðið um helgina sem ber yfirskriftina ?Aðgerðir í umferðarmálum án tafar?. Þar segir hann meðal annars að ekkert hafi gerst í stofnvegaframkvæmdum í Reykjavík frá árinu 2012, en á sama tíma hefur íbúum fjölgað og enn frekari fjölgun íbúa er fyrirséð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Björn Gíslason og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs, Dóra Björt Guðjónsdóttir, komu til okkar og ætla að ræða samgöngumál.

París varð á föstudag fyrst höfuðborga Evrópu til þess að banna rafskútur í skammtímaleigu á götum borgarinnar, en meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt var til í apríl vildi losna við skúturnar. Við ræddum þessa niðurstöðu og skiptar skoðanir um rafskútur í Evrópu og hér heima við Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík.

Og við fórum yfir fréttir úr heimi íþróttanna í lok þáttar eins og alltaf á mánudögum.

GDRN - Parísarhjól.

LENNY KRAVITZ - It ain't over 'til it's over.

DAÐI FREYR - Whole Again.

BRÍET & ÁSGEIR - Venus.

FRIÐRIK DÓR - Bleikur og blár.

ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Last Train To London.

HIPSUMHAPS - Fyrsta ástin.

Var aðgengilegt til 03. september 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,