15:03
Heimskviður
152| Uppgjör við fortíðina í Chile og óspennandi kosningar í Rússlandi
Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Líkt og fjallað hefur verið töluvert um í fréttum verða forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Bandaríkin eru þó ekki eina stórveldið sem heldur slíkar kosningar á næsta ári því að í mars verða forsetakosningar í Rússlandi. Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil spenna varðandi það hver hljóti flest atkvæði í Rússlandi. Það eru ekki aðeins við fréttamenn sem fylgjumst spennt með því hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara. Sérfræðingar telja að það geri Rússlandsforseti líka. Fari svo að Trump hafi betur, þá er mögulegt að hann dragi úr stuðningi við Úkraínu - og það er það sem stjórnvöld í Rússlandi vona að gerist. Dagný Hulda Erlendsdóttir tekur nú við og ræðir við prófessor í stjórnmálafræði frá Rússlandi um klæki Pútíns og elítunnar í kringum hann sem hefur verið við völd í Rússlandi alla þessa öld.

Á miðvikudaginn hófu stjórnvöld í Síle stórt og sögulegt verkefni. Að komast að því hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. Hingað til hafa fjölskyldur, ættingjar og vinir enga aðstoð fengið frá yfirvöldum í þessari leit, þrátt fyrir að rétt tæp 50 ár séu frá valdaráninu. Fjölskyldur fórnarlambanna vonast eftir bótum frá ríkinu og nýr forseti, einn af þeim yngstu sem gegna því embætti á heimsvísu, segir að réttlætið sé loksins í augsýn - fjölskyldurnar eigi rétt á að vita um afdrif ástvina. En hvers vegna er það fyrst núna, hálfri öld síðar, sem stjórnvöld í Síle eru tilbúin til að horfast í augu við fortíðina. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið.

Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,