16:05
Víðsjá
Ísleifur Konráðsson, myndlistargagnrýni, kjarnasamfélög
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Í þriðja tölublaði tímaritsins Myndlist á Íslandi er að finna grein eftir Eyju Orradóttur, kvikmyndafræðing, um framtíð myndlistargagnrýni þar sem hún gaumgæfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í gagnrýnisskrifum myndlistar síðastliðna áratugi. Við ræðum við Eyju í þætti dagsins.

Og við kynnum okkur list alþýðulistamannsins Ísleifs Konráðssonar, en um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum á hans í gamla bókasafninu á Drangsnesi á Ströndum. Ísleifur er af mörgum talin einn af okkar allra bestu sjálflærðu listamönnum, en hann tók ekki upp pensil fyrr en hann komst á eftirlaun.

Einnig kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund, Hildigunni Sverrisdóttur, arkitekt og fyrrverandi deildarforseta arkitekúrdeildar Listaháskólan Íslands, en hún mun fjalla um strauma og stefnur þegar kemur að hinu byggða umhverfi, bæði hér heima og erlendis.

Og Víðsjá hefur göngu sína þennan veturinn á fyrstu tónum plötunnar Stropha úr smiðju Ingibjargar Elsu Turchi. Platan kom út síðasta föstudag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,