Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Ninna Sif er prestur í Hveragerði og var einnig formaður prestafélags Íslands. Hún vissi snemma að hún vildi verða prestur en það tók þó nokkurn tíma því hún hætti í miðju námi, efaðist að það hentaði henni. Ninna Sif talar um kirkjuna í nútímasamfélagi og þá gleði að búa í Hveragerði.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Þór Hauksson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum ræddi mótmælin í Íran, Katar og fleiri málefni Mið-Austurlanda.
Íslendingar hefja keppni á heimsmeistaramóti karla í handbolta klukkan 19:30 í kvöld og fyrsti leikurinn er við Portúgal. Það er ?einu sinni sem oftar- talsverð bjartsýni um gott gengi íslenska liðsins. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta er í Svíþjóð og ræddi við okkur.
Helgi Laxdal, fyrrverandi formaður Vélstjórafélags Íslands og fyrsti formaður sameiginlegs verkalýðsfélags vélstjóra og járniðnaðarmanna sem stofnað var 2006, hefur ritað margar greinar í sjómannablaðið Víking um síðutogara Íslendinga. Við töluðum við hann um þennan merka þátt í sjósóknarsögu Íslendinga, en alls eignuðust Íslendingar 137 síðutogara á 67 árum.
Á morgun hefst norræn kvikmyndahátíð í Reykjavík, þar sem aðeins verða sýndar myndir eftir konur. Kolbrún Ýr Einarsdóttir og Lea Ævarsdóttir komu til okkar í lok þáttar.
Umsjón: Bogi Ágústsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir
Tónlist:
You shook me - Jeff Beck
Baraye - Shervin Hajipour
Sakta vi går genom stan - Edda Magnason
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Maður vill að líf hans, þótt hans líf hafi bara verið inn í mér, þýði eitthvað segir Hólmfríður Anna um soninn sem hún missti á 34.viku meðgöngu. Eftir áfallið ákvað hún að læra sálgæslu, þegar hún áttaði sig á hve margir lenda í erfiðum áföllum og hvaða áhrif það getur haft á fólk og samfélagið allt.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Síðustu vikur hefur talsvert borið á umræðu um svokölluð hugvíkkandi efni og mögulega notkun þeirra til lækninga, sérstaklega til þess að aðstoða fólk sem glímir við geðræna kvilla. Efnin eru ólögleg og rannsóknir á virkni þeirra í þessu samhengi eru skammt á veg komnar, en þær staðreyndir hafa orðið til þess að ýmsir hafa varað við því að fólk fari fram úr sér í ályktunum um möguleikana sem falist gætu í notkun efnanna í lækningaskyni. Aðrir telja nægilega margt benda til þess að notkun hugvíkkandi efna undir eftirliti meðferðaraðila geti falið í sér tímamót í meðferðum við kvíða, þunglyndi og fíknisjúkdómum. Í dag hefst umfangsmikil ráðstefna um þessi mál í Hörpu, og meðal þeirra sem þar koma fram er Haraldur Erlendsson, geðlæknir. Haraldur sagði okkur nánar af sinni sýn á þessi mál í þættinum.
Múlabær er fyrsta dagþjálfunin fyrir aldraðra og öryrkja og er stofnuð 1983 af Rauða krossinum, SÍBS og Samtökum aldraðra. Starfsemin verður því 40 ára 27. janúar nk. Markmið starfseminnar er að auka lífsgæði fólks sem býr í sjálfstæðri búsetu með heilbrigðisþjónustu, líkamlegri og félagslegri virkni. Það er töluvert langur biðlisti af fólki sem sækist eftir þjónustu í Múlabæ. Við kíktum í Síðumúlann og hittum Rósbjörgu S. Þórðardóttur, hópstjóra félagsstarfs, vinnustofu og listasmiðju í Múlabæ og við töluðum einnig við Ottó Malmberg, 91 árs, sem sótt hefur þjónustu í Múlabæ frá 2017.
Á morgun, föstudag, eru tvöhundruð og fimmtíu ár frá því að Gunnlaugur Guðbrandsson Briem fæddist. Hann var fyrstur til að taka upp ættarnafnið Briem en í dag skipta þau hundruðum sem bera sama ættarnafn. Á laugardaginn verður haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni þar sem fræðifólk mun fjalla um ævi þessa merka sýslumanns og fjölskyldu hans. Við fengum þau Erlu Dóris Halldórsdóttur, sjálfstætt starfandi sagnfræðing og formann Félags um átjándu aldar fræði og Inga Þorleif Bjarnason, jarðeðlisfræðing, fundarstjóra málþingsins og stjórnarmann í Félagi um átjándu aldar fræði til þess að koma í þáttinn og segja okkur aðeins frá Gunnlaugi og því sem fer fram á málþinginu á laugardag.
Tónlist í þættinum í dag:
Bingó / Geirfuglarnir (Freyr Eyjólfsson)
Lucy in the sky with diamonds / Bítlarnir (Lennon & McCartney)
Það rökkvar í Róm / Erla Þorsteinsdóttir (Pietro Garineri og Loftur Guðmundsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Eygló Hilmarsdóttir leikkona, handritshöfundur og meðlimur í sketsahópnum Kanarí.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Samherji hefur náð sátt við Skattinn vegna rannsóknar á skattalagabrotum og greitt um 230 milljónir króna. Sakamálarannsókn á Samherja vegna þessa hefur verið felld niður en rannsókn á meintum mútugreiðslum og peningaþvætti Samherja í Namibíu er enn í fullum gangi.
Karlalandslið Íslands hefur leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Liðið mætir Portúgal í Kristianstad í Svíþjóð. Búist er við yfir þúsund íslenskum áhorfendum á leikinn.
Hagnaður fyrirtækja jókst um sextíu prósent frá 2018 þar til í fyrra. Þetta er niðurstaða mats BHM. Ekki hefur verið meiri hagnaður af rekstri fyrirtækja en í fyrra og hitteðfyrra frá aldamótum.
Félagsmálaráðherra segir það ekki ganga nógu hratt að semja við sveitarfélög um móttöku flóttafólks. Nokkur sveitarfélög hafa mótmælt því að Vinnumálastofnun hýsi fólkið þar. Bann biður þau að taka jákvætt í húsnæðisleitina.
Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa valið forstjóra eins stærsta olíufyrirtækis í heimi til þess að leiða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Dúbaí síðar á árinu.
Tæplega tólf hundruð milljónum króna verður úthlutað í 25 samstarfsverkefni allra háskóla landsins. Stærsta verkefnið snýr að fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum.
Um sextíu eru í stuðningshópi fyrir fyrrverandi safnaðarmeðlimi Votta Jehóva . Forsvarskona hópsins segir mikla þörf á faglegum úrræðum fyrir þolendur trúarofbeldis.
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda, segir engin merki um að klerkastjórnin Í Íran ætli að slaka á harðstjórn sinni, þvert á móti aukist harðneskjan.
Einn af áhrifamestu gítarleikurum rokksögunnar, Jeff Beck, er látinn, sjötíu og átta ára að aldri.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Síðari þátturinn af tveimur um afleiðingar trúarofbeldis og skaðlegra sértrúarsafnaða á Íslandi. Nokkrir fyrrverandi safnaðarmeðlima Votta Jehóva stofnuðu stuðningshóp síðasta vor sem telur nú um sextíu manns. Yfirvöld hafa lítið gert í málinu, þó að úttekt hafi verið lofað fyrir tæpu ári síðan. En nú stendur til að stofna formleg samtök áhugafólks um trúarofbeldi á Íslandi, nokkuð sem þekktist lítið sem ekkert hér fyrir nokkrum árum. Og það er ljóst að þörfin er mikil, því þessir sextíu sem sækja stuðningshópinn eru bara fyrrverandi Vottar Jehóva. En trúarofbeldið teygir anga sína miklu víðar, inn í miklu fleiri söfnuði og félög. Línan er þó alltaf sú sama: Kúgun, gaslýsing, lygar, hótanir og ofbeldi í nafni trúarinnar. Og afleiðingarnar sem fyrrverandi safnaðarmeðlimir þurfa að kljást við eru afskaplega flóknar og djúpar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Önnu Margréti Kaldalóns, sem var í Vottunum þegar hún var barn og er ein af stofnendum samtaka áhugafólks um trúarofbeldi.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Persónuvernd hefur komist að niðurstöðu í máli manns sem óskaði eftir því að fá leitarniðurstöður um sig fjarlægðar úr leitarvélum google. Niðurstaða Persónuverndar var sú að gengist væri við því að maðurinn ætti rétt á að gleymast. Eða að minnsta kosti að ákveðnar niðurstöður hyrfu. En hvernig ganga þessi mál fyrir sig og hversu sterkur er þessi réttur? Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ræðir við okkur.
Ísland tók um áramótin við formennsku í norrænu ráðherranefndinni. VIð ætlum af því tilefni að ræða norrænt samstarf. Sumir vilja meina að blikur séu á lofti með það, í því sé minni slagkraftur og valdið lítið, norðurlöndin enda að halla sér í átt til annarra þjóða og alþjóðasamtaka. Er það gott eða slæmt og er tilefni hjá Íslandi til að nýta formennskuna í að snúa þessari þróun við? Ræðum við Hrannar B Arnarson formann Norræna félagsins á Íslandi
Umhverfispistilll frá Bryndísi Marteinsdóttir
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Þýska tónskáldið Carl Reinecke var í rúm 40 ár kennari við Tónlistarháskólann í Leipzig, frá 1860 til 1902. Mörg þekkt tónskáld voru nemendur hans og má þar nefna Edvard Grieg, Leos Janácek og Max Bruch. Nýlega kom út í Þýskalandi geislaplata þar sem sönghópurinn Amarcord flytur lög eftir Reinecke og nokkra nemendur hans, þar á meðal Íslendinginn Sveinbjörn Sveinbjörnsson, höfund Þjóðsöngsins „Ó, Guð vors lands“. Sveinbjörn stundaði píanónám í einkatímum hjá Reinecke veturinn 1872-1873 og var fyrstur Íslendinga til þess að stunda tónlistarnám hjá frægum kennara í menningarborginni Leipzig. Í þættinum verða fluttar tónsmíðar eftir Carl Reinecke og nemendur hans, bæði af nýju geislaplötunni og í öðrum hljóðritum. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Guðni Tómasson.
Útvarpsfréttir.
Sjónum er beint að borgarskipulagi og arkitektúr í víðu samhengi. Viðmælendur þáttanna eru frumkvöðlar, skipulagsfræðingar, arkitektar, stjórnmálamenn og aðrir sem láta sig málefni skipulagsmála og arkitektúrs varða.
Umsjón: Sunnefa Gunnarsdóttir.
Í fyrsta þættinum verður rætt við arkitekta og skipulagsfræðinga á almennum nótum um sýn þeirra á stöðu og framtíð Reykjavíkur. Viðmælendur eru arkitektarnir Ólafur Mathiesen og Sigbjörn Kjartansson hjá Glámakím arkitektum sem fjalla stuttlega um skipulagssögu Reykjavíkur. Einnig verður rætt við Trausta Valsson skipulagsfræðing og arkitektana Guju Dögg Hauksdóttur og Hildigunni Sverrisdóttur um sýn þeirra á Reykjavík framtíðarinnar.
Umsjónarmaður: Sunnefa Gunnarsdóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Næstkomandi laugardag, 14 janúar, opnar á Kjarvalstöðum yfirlitssýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur. Hildur hefur á löngum ferli fjallað um málefni samtíma síns, kynjapólitík, stéttapólitík, og utanríkispólitík en auk þess um náttúruna og gildi hennar fyrir manneskjuna. Hildur hefur lifað og fjallað um umbreytingartíma, samfélagslega og hugmyndafræðilega en einnig umbreytingartíma í myndlistinni og kennsluaðferðum hennar. Til sköpunar hefur Hildur nýtt sér ýmsa miðla en hennar helsti miðill hefur alltaf verið vefnaðurinn. Sýningin á Kjarvalsstöðum, sem kallast Rauður þráður, veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina, en hún er afrakstur rannsóknar sýningarstjórans, Sigrúnar Hrólfsdóttur. Við lítum inn á Kjarvalsstaði og ræðum við Sigrúnu Hrólfsdóttur í þætti dagsins.
Og við hugum að manni sem hét Vincente Lusitano og fæddist fyrir fimmhundruð árum suður í Portúgal í litlum bæ, ekki svo langt frá Atlantshafinu. Hann varð tónskáld og hann var það sem kallað var pardo.
Og Gauti Kristmannsson fjallar um Tugthúsið, skáldsögu Hauks Más Helgasonar sem kom út fyrir jólin. Þar varpar höfundur ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hlusta átjándu aldar og þar er Tukthúsið, Stjórnarráðshús dagsins í dag, í miðpunkti.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Þann 10. Janúar kom út ævisaga Harry bretaprins, sem ber titilinn Spare, sem mætti þýða sem Varaskeifa. Um miðjan desember komu út heimildarþættirnir Harry & Meghan á Netflix, sem hafa fengið mikið áhorf. Og nú er eins og önnur hver fyrirsögn fjalli um þessi hjón. Sylvía Hall, laganemi og fyrrum blaðamaður á Vísi, kom í Lestina til að ræða þessi umdeildu hjón.
Brynja Hjálmsdóttir, skáld, sem rifjar upp plágu sem hún komst í kynni við árið 2020, svokallaðan mannkláðamaur sem er algenga plága um alla veröld.
Við endurflytjum fyrsta þátt örseríunnar Þegar Ísland hélt stórmót, sem var flutt í janúar árið 2020 í Lestinni. Í henni rifjuðu Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson upp sögu HM á Íslandi árið 1995.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 12. janúar 2023.
Náttúruverndarsinnar fagna því að framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar hafi verið fellt úr gildi. Sveitarstjóri í Skaftárhreppi segist vera vonsvikinn.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í þann mund að reima á sig skóna og klína harpixi í lófann. Fyrsti leikur liðsins á heimsmeistaramótinu er í kvöld gegn Portúgal.
Þrátt fyrir vitundarvakningu og áskoranir er ennþá einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur í heiminum hent beint í ruslið. Gríðarlega stór rannsókn á matarsóun er farin af stað hér á landi og skal ná til allrar virðiskeðjunnar.
Nýliðið ár var það fimmta heitasta frá upphafi mælinga. Árið markaðist af fordæmalausum öfgum í veðurfari, sem verða bæði líklegri og hættulegri vegna loftslagsbreytinga, segir Alþjóða veðurfræðistofnunin.
Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppbyggingu hjúkrunarheimila.
-----
Um þriðjungur matar sem framleiddur er í heiminum, endar í ruslinu. Og það er ekkert smá magn. Á sama tíma glíma milljónir við hungursneyð. Matarsóun er hvað mest í ríkari löndum heims, til að mynda hér á landi. Mælingar á vegum Umhverfisstofnunar frá árinu 2019 benda til þess að hvert og eitt okkar hendi samtals um 90 kílóum af mat á hverju ári, þar af eru 20 kíló á mann það sem telst nýtanlegur matur. Lítið hefur breyst í þessum efnum þrátt fyrir áskoranir og vitundarvakningu um að gera betur. Bjarni Rúnarsson fjallar um matarsóun.
Matvælaöryggi versnar hratt í heiminum að mati sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir segja að sultur blasi við allt að milljarði jarðarbúa. Yfirmaður sjóðsins varaði við því í síðustu viku að framundan væru efnahagserfiðleikar í Bandaríkjunum, Kína og Evrópuríkjum á þessu ári. Þá stefndi í efnahagslægð hjá fjölda ríkja.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bætti um betur í dag þegar hann spáði því að greiðslufall blasti við fjölmörgum ríkjum í heiminum vegna hárra vaxta. Mark Flanagan, aðstoðarframkvæmdastjóri stefnumótunar- og endurskoðunardeildar AGS, skýrði frá þessari slæmu stöðu í viðtali við breska ríkisútvarpið. Flanagan er reyndar fyrrverandi yfirmaður sendinefndar stofnunarinnar hér á landi, þótt það komi málinu ekkert við. Ásgeir Tómasson segir frá.
Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppb
Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri.
Umsjón: Ævar Þór Benediktsson.
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um vísindamenn úr mannkynssögunni sem allir eiga það sameiginlegt að vera konur. Við skoðum fyrstu konuna sem fór út í geim, fjöllum um hina einu sönu Jane Goodall og svo ætla ég að segja ykkur frá ótrúlega merkilegri konu sem fann upp alveg ótrúlega merkilegt efni.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.
Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*Alceste, forleikur eftir Christoph Willibald Gluck.
*Píanókonsert nr.3 eftir Ludwig van Beethoven.
*Eldar eftir Ramintu Serksnytė.
*La mer eftir Claude Debussy.
Einleikari: Stephen Hough.
Stjórnandi: Eva Ollikainen.
Kynnir: Guðni Tómasson.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Síðustu vikur hefur talsvert borið á umræðu um svokölluð hugvíkkandi efni og mögulega notkun þeirra til lækninga, sérstaklega til þess að aðstoða fólk sem glímir við geðræna kvilla. Efnin eru ólögleg og rannsóknir á virkni þeirra í þessu samhengi eru skammt á veg komnar, en þær staðreyndir hafa orðið til þess að ýmsir hafa varað við því að fólk fari fram úr sér í ályktunum um möguleikana sem falist gætu í notkun efnanna í lækningaskyni. Aðrir telja nægilega margt benda til þess að notkun hugvíkkandi efna undir eftirliti meðferðaraðila geti falið í sér tímamót í meðferðum við kvíða, þunglyndi og fíknisjúkdómum. Í dag hefst umfangsmikil ráðstefna um þessi mál í Hörpu, og meðal þeirra sem þar koma fram er Haraldur Erlendsson, geðlæknir. Haraldur sagði okkur nánar af sinni sýn á þessi mál í þættinum.
Múlabær er fyrsta dagþjálfunin fyrir aldraðra og öryrkja og er stofnuð 1983 af Rauða krossinum, SÍBS og Samtökum aldraðra. Starfsemin verður því 40 ára 27. janúar nk. Markmið starfseminnar er að auka lífsgæði fólks sem býr í sjálfstæðri búsetu með heilbrigðisþjónustu, líkamlegri og félagslegri virkni. Það er töluvert langur biðlisti af fólki sem sækist eftir þjónustu í Múlabæ. Við kíktum í Síðumúlann og hittum Rósbjörgu S. Þórðardóttur, hópstjóra félagsstarfs, vinnustofu og listasmiðju í Múlabæ og við töluðum einnig við Ottó Malmberg, 91 árs, sem sótt hefur þjónustu í Múlabæ frá 2017.
Á morgun, föstudag, eru tvöhundruð og fimmtíu ár frá því að Gunnlaugur Guðbrandsson Briem fæddist. Hann var fyrstur til að taka upp ættarnafnið Briem en í dag skipta þau hundruðum sem bera sama ættarnafn. Á laugardaginn verður haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni þar sem fræðifólk mun fjalla um ævi þessa merka sýslumanns og fjölskyldu hans. Við fengum þau Erlu Dóris Halldórsdóttur, sjálfstætt starfandi sagnfræðing og formann Félags um átjándu aldar fræði og Inga Þorleif Bjarnason, jarðeðlisfræðing, fundarstjóra málþingsins og stjórnarmann í Félagi um átjándu aldar fræði til þess að koma í þáttinn og segja okkur aðeins frá Gunnlaugi og því sem fer fram á málþinginu á laugardag.
Tónlist í þættinum í dag:
Bingó / Geirfuglarnir (Freyr Eyjólfsson)
Lucy in the sky with diamonds / Bítlarnir (Lennon & McCartney)
Það rökkvar í Róm / Erla Þorsteinsdóttir (Pietro Garineri og Loftur Guðmundsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Þann 10. Janúar kom út ævisaga Harry bretaprins, sem ber titilinn Spare, sem mætti þýða sem Varaskeifa. Um miðjan desember komu út heimildarþættirnir Harry & Meghan á Netflix, sem hafa fengið mikið áhorf. Og nú er eins og önnur hver fyrirsögn fjalli um þessi hjón. Sylvía Hall, laganemi og fyrrum blaðamaður á Vísi, kom í Lestina til að ræða þessi umdeildu hjón.
Brynja Hjálmsdóttir, skáld, sem rifjar upp plágu sem hún komst í kynni við árið 2020, svokallaðan mannkláðamaur sem er algenga plága um alla veröld.
Við endurflytjum fyrsta þátt örseríunnar Þegar Ísland hélt stórmót, sem var flutt í janúar árið 2020 í Lestinni. Í henni rifjuðu Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson upp sögu HM á Íslandi árið 1995.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Áætlaður kostnaður við að koma vegakerfinu í viðunandi ástand nemur hátt í 200 milljörðum króna. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Stefaníu Kolbrúnar Ásbjörnsdóttur, hagfræðings á efnahags- og samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins, á skattadegi Deloitte í gær. Við ræddum við Stefaníu um hvernig hægt sé að fjármagna þann kostnað, útgjöld ríkissjóðs til vegasamgangna og þróun í skattlagningu á ökutækjum og notkun þjóðvega.
Við kynntum okkur námskeið sem heitir Systkinasmiðja hjá Ráðgafar- og greiningarmiðstöðinni, en vandi barna sem eiga systkini með fötlun eða þroskafrávik er oft mikill og falinn þar sem áskoranir hins fatlaða fá gjarna mestu athyglina. Herdís Hersteinsdóttir þroskaþjálfi er ein þeirra sem að námskeiðinu koma og hún sagði okkur nánar frá.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Einar Örn Jónsson er staddur á mótsstað í Svíþjóð og við heyrðum í honum hljóðið, sem og landsliðsfyrirliðanum Aroni Pálmarssyni.
Samninganefnd Eflingar skipuleggur nú atkvæðagreiðslu um verkfall sem gæti náð til tæplega 21.000 félagsmanna. Ef það er samþykkt verður að tilkynna ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins það með viku fyrirvara og verkfall gæti því hafist í byrjun febrúar. Við ræddum við Láru V. Júlíusdóttur, lögfræðing og sérfræðing í vinnumarkaðsrétti, um lagalegu hliðina af verkföllum, verkbönnum og réttindi þeirra sem gætu nú verið á leið í verkfall.
Margt áhugafólk um óperur dreymir um að heimsækja hið fræga Metropolitan óperhús í New York borg. En það er kannski ekki alltaf svo auðvelt að láta þann draum rætast, en nú er hins vegar hægt að sjá sýningar Metropolitan á hvíta tjaldinu hér heima, nánar tiltekið í beinni í bíó. Við fengum góða menningargesti þegar þær komu til okkar Kolbrún Halldórsdóttir, sem hefur komið að skipulagningu ópersýninga í Sambíóunum og Dísella Lárusdóttir óperusöngkona sem þekkir innviði Metropolitan af eigin raun og hefur hefur sungið fyrir íslenska bíógesti að utan
Í lok þáttar heyrðum við í Eiði Fannari Erlendssyni, yfirmanni vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg, um snjómokstur í borginni, sem mörgum þykir taka of langan tíma.
Tónlist:
Nýdönsk - Á plánetunni Jörð.
Bríet - Sólblóm.
Brimkló - Þjóðvegurinn.
Prins Póló og hirðin - Ég er klár - Haustpeysulagið.
Rolling Stones - Start me up.
Systur - Goodbye.
Cornershop - Brimful of Asha.
Moses Hightower - Maðkur í mysunni.
Mannakorn - Einhvers staðar einhvern tíma aftur.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 12. janúar 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Una Torfa - Ekkert að
Védís - Blow my mind
Kate Bush - Babooshka
Kate Perry - Roar
Stray cats - Rock this town
Imelda may - Black tears Ft. Jeff Beck
Una Stef - Rock & Roll dancer
Hjálmar - Taktu þessa trommu
Death cab for cutie - Pepper
Emilíana Torrini & The Colorist Org - Mikos
Guðmundur R - Einmunatíð
10:00
Svala - Bones
REM - Man in the moon
Michael Kiwanuka - Cold little heart
Stone temple pilots - Plush
Inhaler - Love will get you there
Pocket disco - Rock & Roll
Svavar Knútur - Girl from Vancouver
SZA - Kill Bill
Grace Jones - My Jamaican guy
Albatross - Ég ætla að skemmta mér
Beatles - Yesterday
Pink - Never gonna not dance again
James Brown - Give it up or turn it a loose
Gaz Goombes - Don?t say it?s over
11:00
Sigrún Stella - Circles
Britney Spears - Baby one more time
Silverk Þjóðanna - Sirkús Geira Smart
Ultraflex - Relax (plata vikunnar)
Andrew Mcmahonin the wilderness - Stars
St. germaine - Rose rouge
Gotye - Somebody I used to know
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður talaði frá Svíþjóð um HM í handbolta.
Valgeir Guðjóns, Jagúar og vinir - Einn fyrir alla í blíðu og stríðu
Caroline Polacheck - Welcome to my Island
12:00
Blood harmony - Girl from before
Björk - Army of me
Emilíana Torrini - To be free
Teskey brothers - This will be our year
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Samherji hefur náð sátt við Skattinn vegna rannsóknar á skattalagabrotum og greitt um 230 milljónir króna. Sakamálarannsókn á Samherja vegna þessa hefur verið felld niður en rannsókn á meintum mútugreiðslum og peningaþvætti Samherja í Namibíu er enn í fullum gangi.
Karlalandslið Íslands hefur leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Liðið mætir Portúgal í Kristianstad í Svíþjóð. Búist er við yfir þúsund íslenskum áhorfendum á leikinn.
Hagnaður fyrirtækja jókst um sextíu prósent frá 2018 þar til í fyrra. Þetta er niðurstaða mats BHM. Ekki hefur verið meiri hagnaður af rekstri fyrirtækja en í fyrra og hitteðfyrra frá aldamótum.
Félagsmálaráðherra segir það ekki ganga nógu hratt að semja við sveitarfélög um móttöku flóttafólks. Nokkur sveitarfélög hafa mótmælt því að Vinnumálastofnun hýsi fólkið þar. Bann biður þau að taka jákvætt í húsnæðisleitina.
Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa valið forstjóra eins stærsta olíufyrirtækis í heimi til þess að leiða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Dúbaí síðar á árinu.
Tæplega tólf hundruð milljónum króna verður úthlutað í 25 samstarfsverkefni allra háskóla landsins. Stærsta verkefnið snýr að fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum.
Um sextíu eru í stuðningshópi fyrir fyrrverandi safnaðarmeðlimi Votta Jehóva . Forsvarskona hópsins segir mikla þörf á faglegum úrræðum fyrir þolendur trúarofbeldis.
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda, segir engin merki um að klerkastjórnin Í Íran ætli að slaka á harðstjórn sinni, þvert á móti aukist harðneskjan.
Einn af áhrifamestu gítarleikurum rokksögunnar, Jeff Beck, er látinn, sjötíu og átta ára að aldri.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Mannakorn - Ef þú ert mér hjá
David Bowie - Heroes
Iggy Pop - Lust for life
Jet - Are You Gonna Be My Girl
Diana Ross and The Supremes - You Can't Hurry Love
Árstíðir - Bringing Back The Feel
Brek - Fjaran
Bríet, Aron Can, Páll Óskar & Diddú - Búið og bless
Dísa - Anniversary
Stuðmenn - Áfram Jón
Beach Weather - Sex, Drugs, Etc.
Flott - Flott
The Emotions - Best Of My Love
Ultraflex - Rhodos
Chris Isaak - Wicked Game
Laufey - Just Like Chet
KK - Hafðu Engar Áhyggjur
Myrkvi - Draumabyrjun
Emmsjé Gauti - HVAÐ ER AÐ FRÉTTA
Danger Mouse - Belize ft. MF DOOM
Tom Odell - Real Love
The Yardbirds - For Your Love
Lucy Dacus - It?s Too Late
Sykurmolarnir - Hit
Jamiroquai - Cosmic Girl
Metro Boomin - Creepin? ft. 21 Savage & The Weeknd
Whitney Houston - I Will Always Love You
Adele - I Drink Wine
Ellen Kristjáns & John Grant - Veldu Stjörnu
Prins Póló og Hirðin - Ég er Klár (Haustpeysulagið 2022)
Blur - Country House
Razorlight - America
Guðmundur R - Einmunatíð
The Common Linnets - Calm After The Storm
Gaz Coombes - Don?t Say Its Over
Janis Ian - At Seventeen
Taylor Swift & Lana Del Rey - Snow on The Beach
First Aid Kit - Angel
Kári - Something Better
Moses Hightower - Stutt Skref
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að ástandið í heilbrigðismálum hefur verið alvarlegt síðustu misseri og virðist vera að ná einhverjum hápunkti þessa dagana. Blessuð börnin hafa ekki sloppið við veikindi frekar en þeir fullorðnu og staðan hefur verið grafalvarleg á Barnaspítalanum þar sem alls kyns sýkingar hafa verið að grassera. En hvers vegna er staðan svona slæm núna og hvernig getum við reynt að sporna við að börnin okkar veikist alvarlega? Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna - og smitsjúkdómalækningum og hann verður á línunni
Sigurður Valur Sveinsson eða Siggi Sveins kemur til okkar því nú magnast spennan fyrir fyrsta leikinn á HM sem er gegn Portúgal bara eftir þrjá og hálfan tíma.
Siggi spilaði eins og kunnugt er með landsliðinu í fjölda ára og samkvæmt wikipediu er hann 5. markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. En hvernig leggst mótið í Sigga og hvernig líður honum svona rétt fyrir fyrsta leik? Við fáum að vita það allt saman í þættinum í dag.
Atli Fannar Bjarkason verður á sínum stað með MEME vikunnar sem að þessu sinni tengist kjaramálum.
Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður verður líka á sínum stað og nú fáum við stemninguna beint í æð af áhorfendapöllunum í Svíþjóð. Það styttist í leikinn sem verður sýndur í beinni á RÚV og auðvitað verður honum lýst beint hér á Rás 2.
En hvað ætlum við að snarla með leiknum í kvöld ? Tobba Marinós gefur fólki á hlaupum góð ráð, margir á leið heim úr vinnu, einhverjir búnir að gera ráðstafanir en aðrir ekki og því gott að heyra í Tobbu og fá hugmyndir.
Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Hollráðin eru köllum G vítamín.
Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín dropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar hann er hingað kominn
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 12. janúar 2023.
Náttúruverndarsinnar fagna því að framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar hafi verið fellt úr gildi. Sveitarstjóri í Skaftárhreppi segist vera vonsvikinn.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í þann mund að reima á sig skóna og klína harpixi í lófann. Fyrsti leikur liðsins á heimsmeistaramótinu er í kvöld gegn Portúgal.
Þrátt fyrir vitundarvakningu og áskoranir er ennþá einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur í heiminum hent beint í ruslið. Gríðarlega stór rannsókn á matarsóun er farin af stað hér á landi og skal ná til allrar virðiskeðjunnar.
Nýliðið ár var það fimmta heitasta frá upphafi mælinga. Árið markaðist af fordæmalausum öfgum í veðurfari, sem verða bæði líklegri og hættulegri vegna loftslagsbreytinga, segir Alþjóða veðurfræðistofnunin.
Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppbyggingu hjúkrunarheimila.
-----
Um þriðjungur matar sem framleiddur er í heiminum, endar í ruslinu. Og það er ekkert smá magn. Á sama tíma glíma milljónir við hungursneyð. Matarsóun er hvað mest í ríkari löndum heims, til að mynda hér á landi. Mælingar á vegum Umhverfisstofnunar frá árinu 2019 benda til þess að hvert og eitt okkar hendi samtals um 90 kílóum af mat á hverju ári, þar af eru 20 kíló á mann það sem telst nýtanlegur matur. Lítið hefur breyst í þessum efnum þrátt fyrir áskoranir og vitundarvakningu um að gera betur. Bjarni Rúnarsson fjallar um matarsóun.
Matvælaöryggi versnar hratt í heiminum að mati sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir segja að sultur blasi við allt að milljarði jarðarbúa. Yfirmaður sjóðsins varaði við því í síðustu viku að framundan væru efnahagserfiðleikar í Bandaríkjunum, Kína og Evrópuríkjum á þessu ári. Þá stefndi í efnahagslægð hjá fjölda ríkja.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bætti um betur í dag þegar hann spáði því að greiðslufall blasti við fjölmörgum ríkjum í heiminum vegna hárra vaxta. Mark Flanagan, aðstoðarframkvæmdastjóri stefnumótunar- og endurskoðunardeildar AGS, skýrði frá þessari slæmu stöðu í viðtali við breska ríkisútvarpið. Flanagan er reyndar fyrrverandi yfirmaður sendinefndar stofnunarinnar hér á landi, þótt það komi málinu ekkert við. Ásgeir Tómasson segir frá.
Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppb
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Kvöldvaktin er í styttra lagi þetta fimmtudagskvöldið vegna útsendingar frá leik Íslands og Portúgals á HM karla í handbolta. Við látum það þó ekki trufla okkur, heldur heyrum vandlega valinn bunka af nýrri músík. Svo fáum við góðan gest í heimsókn, en finnska tónlistarkonan Lempi Elo er stödd á landinu um þessar mundir, og kemur fram á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu í Reykjavík annað kvöld ásamt hljómsveitunum K.óla og Ólafi Kram. Við ræðum þessa tónleika og samstarf hennar við íslenskt tónlistarfólk, auk þess sem við heyrum aðeins af væntanlegri annarri breiðskífu Lempi, sem kemur út síðar á árinu.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson
Lagalisti:
Lúpína - Ástarbréf
Birnir, Aron Can - F.C.K.
Coco & Clair Clair - Popstar
Phoebe Bridgers - So Much Wine
Teitur Magnússon - Líft í mars
Mitski - Stay Soft
Unnsteinn - Lúser
Steve Lacy - Bad Habit
PinkPantheress - Take Me Home
Tiwa Savage - Pakalamisi
Lempi Elo - Yöt eivät voi pimentyä
Laura Moisio - Tule tänne niin kerron
Lempi Elo - Ullakko
K.óla - Að elska og þrá
sameheads - brother in christ
Aqrxvst - Aqrxvst (29)
My Bloody Valentine - she found now
SASAMI - Not The Time
TSS - hristan
TSS - ebony
Tucker Carlson?s Jonestown Massacre - Dusterlagið
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.