23:05
Lestin
Varaskeifan Harry, kláðamaur, HM á Íslandi '95
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Þann 10. Janúar kom út ævisaga Harry bretaprins, sem ber titilinn Spare, sem mætti þýða sem Varaskeifa. Um miðjan desember komu út heimildarþættirnir Harry & Meghan á Netflix, sem hafa fengið mikið áhorf. Og nú er eins og önnur hver fyrirsögn fjalli um þessi hjón. Sylvía Hall, laganemi og fyrrum blaðamaður á Vísi, kom í Lestina til að ræða þessi umdeildu hjón.

Brynja Hjálmsdóttir, skáld, sem rifjar upp plágu sem hún komst í kynni við árið 2020, svokallaðan mannkláðamaur sem er algenga plága um alla veröld.

Við endurflytjum fyrsta þátt örseríunnar Þegar Ísland hélt stórmót, sem var flutt í janúar árið 2020 í Lestinni. Í henni rifjuðu Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson upp sögu HM á Íslandi árið 1995.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 56 mín.
e
Endurflutt.
,