06:50
Morgunvaktin
Miðausturlönd, HM í handbolta, síðutogarar og kvikmyndir
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum ræddi mótmælin í Íran, Katar og fleiri málefni Mið-Austurlanda.

Íslendingar hefja keppni á heimsmeistaramóti karla í handbolta klukkan 19:30 í kvöld og fyrsti leikurinn er við Portúgal. Það er ?einu sinni sem oftar- talsverð bjartsýni um gott gengi íslenska liðsins. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta er í Svíþjóð og ræddi við okkur.

Helgi Laxdal, fyrrverandi formaður Vélstjórafélags Íslands og fyrsti formaður sameiginlegs verkalýðsfélags vélstjóra og járniðnaðarmanna sem stofnað var 2006, hefur ritað margar greinar í sjómannablaðið Víking um síðutogara Íslendinga. Við töluðum við hann um þennan merka þátt í sjósóknarsögu Íslendinga, en alls eignuðust Íslendingar 137 síðutogara á 67 árum.

Á morgun hefst norræn kvikmyndahátíð í Reykjavík, þar sem aðeins verða sýndar myndir eftir konur. Kolbrún Ýr Einarsdóttir og Lea Ævarsdóttir komu til okkar í lok þáttar.

Umsjón: Bogi Ágústsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir

Tónlist:

You shook me - Jeff Beck

Baraye - Shervin Hajipour

Sakta vi går genom stan - Edda Magnason

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,