12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 12. janúar 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Samherji hefur náð sátt við Skattinn vegna rannsóknar á skattalagabrotum og greitt um 230 milljónir króna. Sakamálarannsókn á Samherja vegna þessa hefur verið felld niður en rannsókn á meintum mútugreiðslum og peningaþvætti Samherja í Namibíu er enn í fullum gangi.

Karlalandslið Íslands hefur leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Liðið mætir Portúgal í Kristianstad í Svíþjóð. Búist er við yfir þúsund íslenskum áhorfendum á leikinn.

Hagnaður fyrirtækja jókst um sextíu prósent frá 2018 þar til í fyrra. Þetta er niðurstaða mats BHM. Ekki hefur verið meiri hagnaður af rekstri fyrirtækja en í fyrra og hitteðfyrra frá aldamótum.

Félagsmálaráðherra segir það ekki ganga nógu hratt að semja við sveitarfélög um móttöku flóttafólks. Nokkur sveitarfélög hafa mótmælt því að Vinnumálastofnun hýsi fólkið þar. Bann biður þau að taka jákvætt í húsnæðisleitina.

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa valið forstjóra eins stærsta olíufyrirtækis í heimi til þess að leiða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Dúbaí síðar á árinu.

Tæplega tólf hundruð milljónum króna verður úthlutað í 25 samstarfsverkefni allra háskóla landsins. Stærsta verkefnið snýr að fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum.

Um sextíu eru í stuðningshópi fyrir fyrrverandi safnaðarmeðlimi Votta Jehóva . Forsvarskona hópsins segir mikla þörf á faglegum úrræðum fyrir þolendur trúarofbeldis.

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda, segir engin merki um að klerkastjórnin Í Íran ætli að slaka á harðstjórn sinni, þvert á móti aukist harðneskjan.

Einn af áhrifamestu gítarleikurum rokksögunnar, Jeff Beck, er látinn, sjötíu og átta ára að aldri.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,