22:10
Mannlegi þátturinn
Hugvíkkandi efni, Múlabær og Gunnlaugur Briem
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Síðustu vikur hefur talsvert borið á umræðu um svokölluð hugvíkkandi efni og mögulega notkun þeirra til lækninga, sérstaklega til þess að aðstoða fólk sem glímir við geðræna kvilla. Efnin eru ólögleg og rannsóknir á virkni þeirra í þessu samhengi eru skammt á veg komnar, en þær staðreyndir hafa orðið til þess að ýmsir hafa varað við því að fólk fari fram úr sér í ályktunum um möguleikana sem falist gætu í notkun efnanna í lækningaskyni. Aðrir telja nægilega margt benda til þess að notkun hugvíkkandi efna undir eftirliti meðferðaraðila geti falið í sér tímamót í meðferðum við kvíða, þunglyndi og fíknisjúkdómum. Í dag hefst umfangsmikil ráðstefna um þessi mál í Hörpu, og meðal þeirra sem þar koma fram er Haraldur Erlendsson, geðlæknir. Haraldur sagði okkur nánar af sinni sýn á þessi mál í þættinum.

Múlabær er fyrsta dagþjálfunin fyrir aldraðra og öryrkja og er stofnuð 1983 af Rauða krossinum, SÍBS og Samtökum aldraðra. Starfsemin verður því 40 ára 27. janúar nk. Markmið starfseminnar er að auka lífsgæði fólks sem býr í sjálfstæðri búsetu með heilbrigðisþjónustu, líkamlegri og félagslegri virkni. Það er töluvert langur biðlisti af fólki sem sækist eftir þjónustu í Múlabæ. Við kíktum í Síðumúlann og hittum Rósbjörgu S. Þórðardóttur, hópstjóra félagsstarfs, vinnustofu og listasmiðju í Múlabæ og við töluðum einnig við Ottó Malmberg, 91 árs, sem sótt hefur þjónustu í Múlabæ frá 2017.

Á morgun, föstudag, eru tvöhundruð og fimmtíu ár frá því að Gunnlaugur Guðbrandsson Briem fæddist. Hann var fyrstur til að taka upp ættarnafnið Briem en í dag skipta þau hundruðum sem bera sama ættarnafn. Á laugardaginn verður haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni þar sem fræðifólk mun fjalla um ævi þessa merka sýslumanns og fjölskyldu hans. Við fengum þau Erlu Dóris Halldórsdóttur, sjálfstætt starfandi sagnfræðing og formann Félags um átjándu aldar fræði og Inga Þorleif Bjarnason, jarðeðlisfræðing, fundarstjóra málþingsins og stjórnarmann í Félagi um átjándu aldar fræði til þess að koma í þáttinn og segja okkur aðeins frá Gunnlaugi og því sem fer fram á málþinginu á laugardag.

Tónlist í þættinum í dag:

Bingó / Geirfuglarnir (Freyr Eyjólfsson)

Lucy in the sky with diamonds / Bítlarnir (Lennon & McCartney)

Það rökkvar í Róm / Erla Þorsteinsdóttir (Pietro Garineri og Loftur Guðmundsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,