18:00
Spegillinn
HM að hefjast, matarsóun og hungursneyð
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn 12. janúar 2023.

Náttúruverndarsinnar fagna því að framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar hafi verið fellt úr gildi. Sveitarstjóri í Skaftárhreppi segist vera vonsvikinn.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í þann mund að reima á sig skóna og klína harpixi í lófann. Fyrsti leikur liðsins á heimsmeistaramótinu er í kvöld gegn Portúgal.

Þrátt fyrir vitundarvakningu og áskoranir er ennþá einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur í heiminum hent beint í ruslið. Gríðarlega stór rannsókn á matarsóun er farin af stað hér á landi og skal ná til allrar virðiskeðjunnar.

Nýliðið ár var það fimmta heitasta frá upphafi mælinga. Árið markaðist af fordæmalausum öfgum í veðurfari, sem verða bæði líklegri og hættulegri vegna loftslagsbreytinga, segir Alþjóða veðurfræðistofnunin.

Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppbyggingu hjúkrunarheimila.

-----

Um þriðjungur matar sem framleiddur er í heiminum, endar í ruslinu. Og það er ekkert smá magn. Á sama tíma glíma milljónir við hungursneyð. Matarsóun er hvað mest í ríkari löndum heims, til að mynda hér á landi. Mælingar á vegum Umhverfisstofnunar frá árinu 2019 benda til þess að hvert og eitt okkar hendi samtals um 90 kílóum af mat á hverju ári, þar af eru 20 kíló á mann það sem telst nýtanlegur matur. Lítið hefur breyst í þessum efnum þrátt fyrir áskoranir og vitundarvakningu um að gera betur. Bjarni Rúnarsson fjallar um matarsóun.

Matvælaöryggi versnar hratt í heiminum að mati sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir segja að sultur blasi við allt að milljarði jarðarbúa. Yfirmaður sjóðsins varaði við því í síðustu viku að framundan væru efnahagserfiðleikar í Bandaríkjunum, Kína og Evrópuríkjum á þessu ári. Þá stefndi í efnahagslægð hjá fjölda ríkja.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bætti um betur í dag þegar hann spáði því að greiðslufall blasti við fjölmörgum ríkjum í heiminum vegna hárra vaxta. Mark Flanagan, aðstoðarframkvæmdastjóri stefnumótunar- og endurskoðunardeildar AGS, skýrði frá þessari slæmu stöðu í viðtali við breska ríkisútvarpið. Flanagan er reyndar fyrrverandi yfirmaður sendinefndar stofnunarinnar hér á landi, þótt það komi málinu ekkert við. Ásgeir Tómasson segir frá.

Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppb

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,