16:05
Síðdegisútvarpið
4.janúar
Síðdegisútvarpið

Við höfum þessa vikuna fjallað um atvik sem að Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona lenti í á nýársdag þegar að hún og fjölskylda hennar voru á leið úr Leifsstöð og hittu fyrir erlenda ferðamenn á bílaleigubíl sem var stopp á miðjum Keflavíkurvegi. Í ljós kom að ökumaður bílsins virtist ekki hafa kunnáttu til að aka bílnum. Sirrý velti í kjölfarið fyrir sér hvort maður þyrfti ekki að kunna að keyra bíl til að leigja bíl. Steingrímur Birgisson forstjóri Höldurs fór yfir það með okkur í þættinum í gær hvaða verklagi er fylgt við útleigu bíla. Valdimar Örn Flygerning leikari og leiðsögumaður tjáði sig um atvikið sem Sirrý lenti í á fésbókar síðu sinni og sagði að þetta hefði fólk í ferðaþjónustunni séð í mörg ár. Valdimar ætlar að koma til okkar á eftir og segja okkur frá því sem hann hefur orðið vitni að.

Egill Ólafsson er að hætta sem rödd Toyota á Íslandi og við tekur Ólfaur Darri Ólafsson. Snæbjörn Ragnarsson og félagar á Pipar/TBWA fengur það verkefni að kynna þessar breytingar fyrir þjóðinni með vægast sagt áhrifamikilli auglýsingu sem birtist í fyrsta sinn rétt fyrir Áramótaskaupið. Snæbjörn er nýkominn heim úr sex vikna túr með Skálmöld um Austur Evrópu þar sem að mest af hugmyndavinnunni fór fram í kojunni í hljómsveitarrútunni. Snæbjörn kemur í Síðdegisútvarpið og segir okkur frá ferðalaginu og hugmyndinni á bakvið auglýsinguna.

Ebba Katrín Finnsdóttir er ein þriggja leikara í verkinu Ellen B sem var heimsfrumsýnt í Þjóðleikhúsinu á annann í jólum. Ellen B er fyrsta verkið í splunkunýjum þríleik Mariusar Von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. Ebba Katrín, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Benedikt Erlingsson fara með hlutverk þriggja persóna sem hittast eina kvöldstund í heimahúsi. Samskiptin snúast fljótt upp í martraðarkennda viðureign, með grimmilegum ásökunum á báða bóga, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan. Ebba Katrín sem fer eins á kostum í verkinu kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir og við ætlum að fá að kynnast þessari ungu leikkonu ögn betur.

Við heyrum af niðurstöðum úr könnun sem gerð var að ósk Félags Kvenna í orkumálum. Margar ánægjulegar niðurstöður en líka margt sem mætti betur fara. Hildur Harðardóttir formaður Kvenna í orkumálum kemur til okkar á eftir og segir frá.

Við verðum ekki svikin hér á seinni klukkutímanum þegar að Dóri DNA kemur í þáttinn. Hann er að fara af stað með nýja uppistandssýningu í Sykursalnum í Grósku og heitir sýningin Engar takmarkanir. Dóri sest niður með okkur uppúr fimm og fær sér kaffiso

Var aðgengilegt til 04. janúar 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,