13:00
Samfélagið
Bílafjöldi, jafnlaunavottun, málfar og lyktarskyn
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við ætlum að tala um bíla í Samfélaginu í dag. Bílgreinasambandið hefur tekið saman tölur um bílasölu á árinu 2022 og þar kemur fram töluverð aukning. Við skoðum þessar tölur með Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.

Við ætlum svo að rýna í rannsókn um jafnlaunavottun og árangur hennar - hluti þeirra niðurstaðna sem út eru komnar sýna að jafnlaunavottun hafi ekki bein áhrif á launamun kynjanna. Er þá jafnlaunstaðall og lögfesting hans húmbukk og óþarfi? Er til einhvers að vinna með þessu verkfæri? Við ræðum við tvær þeirra sem koma að rannsókninni, .þær eru Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar.

Málfarsmínúta

Edda Olgudóttir kemur í sitt fyrsta vísindaspjall á árinu 2023. Að þessu sinni ætlar hún að ræða við okkur um rannsóknir á lyktarskyni og covid.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,