Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Lífríkið í Skorradalsvatni og Andakílsá var til umfjöllunar í upphafi þáttar. Vatnsstaða Skorradalsvatn hefur sjaldan verið lægri, heimamenn á svæðinu hafa áhyggjur af lífríki vatnsins og vilja að hætt sé að hleypa vatni inn á Andakílsárvirkjun. Halla Einarsdóttir, teymisstjóri teymis hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun var á línunni og sagði frá aðkomu ólíkra stofnana að málinu.
Stríðið í Úkraínu geisar enn af fullum þunga og ekkert sem bendir til þess að því ljúki í bráð þrátt fyrir væntingar um friðarviðræður. Árni Þór Sigurðsson sendiherra í Moskvu segir stöðu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sterka en fylgið hefur samt dalað undanfarið. Við ræddum við Árna Þór um stöðuna.
Dönsk málefni voru til umfjöllunar þegar Borgþór Arngrímsson sagði frá því helsta frá Danmörku. Hann fór meðal annars yfir nýársræðu Þórhildar Margrétar Danadrottningar og um fráfall Lise Nørgaard nú í byrjun árs.
Málefni fatlaðs fólks voru til umræðu í lok þáttar. Unnur Helga Óttarsdóttir formaður landssamtaka Þroskahjálpar var gestur okkar og sagði frá helstu áherslum samtakanna á nýju ári.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir og Guðrún Hálfdánardóttir
Tónlist:
Best friend - Laufey
Norðurljós - Ragnheiður Gröndal
Moscow Moscow - Strax
Matador - Bent Fabricus-Bjerre
Everything I know About Love - Laufey
Vinur vina minna - Teitur Magnússon
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Bjarni heldur upp á 25 ára söngafmæli sitt en Bjarni er í hópi þeirra íslensku óperusöngvarar sem náð hafa lengst á erlendri grund.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
SÍBS hefur framleitt 18 örmyndbönd sem ganga undir heitinu Heilsumolar. Myndböndin svara áleitnum spurningum um málefni helstu áhrifaþátta heilsu og gefa góð, einföld og hagnýt ráð. Hvert myndband svarar mikilvægri spurningu varðandi svefn, streitu, mataræði eða hreyfingu sem eru veigamiklir áhrifaþættir heilsu. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS og Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri komu í þáttinn í dag og sögðu frá þessum heilsumolum og starfseminni.
Breytingarritningin, eða Yijing, sem á ensku er kölluð Book of changes, er að öllum líkindum þekktasta rit Kínaveldis. Ritið byggir á ævafornum texta og er grunnur að kínverskri heimspeki. Breytingarritningin hefur verið leiðbeinandi rit fyrir bæði valdamenn og venjulegt fólk í Kína í árþúsundir, og fræðimenn um allan heim hafa sömuleiðis velt fyrir sér eðli og inntaki ritsins, frá því löngu fyrir ártalið núll og til dagsins í dag. Á morgun fer fram málþing um Breytingarritninguna á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa í Háskóla Íslands. Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum kom í þáttnn og fræddi okkur nánar um ritið og vangavelturnar því tengdu.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í póstkorti dagsins segir hann okkur frá áramótunum í Berlín sem urðu ansi róstursöm, en líka frá þýska þjóðarréttinum Kurrywurst, en hann er að tapa vinsældum hjá ungu fólki sem kýs frekar pasta, pizzu eða kebab. Undir lokin segir frá þeirri nýju tilhneigingu ungra manna að brynna músum eftir tapleiki í fótbolta.
Tónlist í þættinum í dag:
Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens og Rúnar Júlíusson)
Changes / David Bowie (David Bowie)
While My Guitar Gently Weeps / The Beatles (George Harrison)
Draumur fangans / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson (12. september)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Tæplega sextugur karlmaður lést eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku Landspítala milli jóla og nýárs. Málið er rannsakað sem alvarlegt atvik og hefur verið tilkynnt til Landlæknis og lögreglu.
Samningaviðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa hingað til verið eins konar skrípaleikur, segir formaður Eflingar. Framkvæmdastjóri SA segir rangt að Efling hafi ekki fengið málefnaleg viðbrögð frá samtökunum.
Vel kemur til greina að gera skammtímasamning í komandi kjaraviðræðum við ríkið, eins og gert hefur verið á almennum vinnumarkaði, segir formaður Bandalags háskólamanna.
Rússneski herinn segir að farsímanotkun hermanna hafi orðið til þess að tugir þeirra féllu í eldflaugaárás Úkraínumanna á gamlárskvöld. Rússar segja að minnst áttatíu og níu hermenn hafi fallið.
Langvarandi tafir á lagningu Suðurnesjalínu hefur minnst með sveitarfélagið Voga að gera og það er hvorki rétt né sanngjarnt að skella skuldinni á það, segir bæjarstjórinn.
Níu voru fluttir á bráðamóttöku Landspítala eftir umferðarslys undir Vatnajökli í gær. Lögregla rannsakar slysið en veitir litlar upplýsingar um aðdragandann.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í uppnámi, eftir að þingmönnum Repúblikana - sem eru í meirihluta - mistókst í þrígang að sættast á nýjan forseta þingsins. Áfram verður kosið um embættið í dag.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Hver tæki við stjórnartaumunum í Rússlandi ef að eitthvað kæmi fyrir Pútín Rússlandsforseta? Yrði stjórnskipan landsins fylgt? Eru embættismenn í Rússlandi allir undir hælnum á Moskvuvaldinu? Hverjir eru nánir bandamenn Pútíns? Þarf Pútín að halda hernum góðum til að halda völdum? Er staða Pútíns ennþá trygg? Í Þetta helst í dag spyr Ragnhildur Thorlacius Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands nokkurra spurninga um Rússland og forseta landsins - Vladímír Pútín.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við ætlum að tala um bíla í Samfélaginu í dag. Bílgreinasambandið hefur tekið saman tölur um bílasölu á árinu 2022 og þar kemur fram töluverð aukning. Við skoðum þessar tölur með Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.
Við ætlum svo að rýna í rannsókn um jafnlaunavottun og árangur hennar - hluti þeirra niðurstaðna sem út eru komnar sýna að jafnlaunavottun hafi ekki bein áhrif á launamun kynjanna. Er þá jafnlaunstaðall og lögfesting hans húmbukk og óþarfi? Er til einhvers að vinna með þessu verkfæri? Við ræðum við tvær þeirra sem koma að rannsókninni, .þær eru Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar.
Málfarsmínúta
Edda Olgudóttir kemur í sitt fyrsta vísindaspjall á árinu 2023. Að þessu sinni ætlar hún að ræða við okkur um rannsóknir á lyktarskyni og covid.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður fjallað um meinvaldandi breytingar í BRCA 1 og 2 geni. Rannsóknum á tengslum erfða og krabbameins fer sífellt fram og úrræðin sem eru í boði verða fjölbreyttari. Rætt verður um sögu Brakkagensins hér á landi, kerfið sem búið hefur verið til í kringum það og líf þeirra sem bera stökkbreytinguna.
Viðmælendur eru Anna Margrét Bjarnadóttir, rithöfundur og fyrrum formaður Brakkasamtakanna, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Stefán Geirsson bóndi og Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi.
Umsjón: Harpa Dís Hákonardóttir.
Aðstoð við dagskrárgerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um nóbelsverðlaunahafann Annie Ernaux sem er einn af dáðustu en um leið umdeildustu rithöfundum Frakklands. Annie Ernaux er fædd árið 1940 en fyrsta bók hennar Les Armoires vides eða Tómir skápar kom út árið 1974. Hún hefur síðan sent frá sér á þriðja tug verka. Aðeins ein bóka hennar hefur verið þýdd á íslensku. Það er La place eða Staðurinn en hún kom út í þýðingu Rutar Ingóllfsdóttur. Flest verk hennar eru sjálfsævisöguleg en hún sækir umfjöllunarefni bóka sinna í sinn eigin reynsluheim og verk hennar sem fjalla bæði um persónuleg og samfélagsleg málefni höfða sterkt til samtímans og tíma Me too byltingarinnar.
Umsjón: Arndís Hrönn Egilsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari, tónskáld og upptökustjóri, hefur tekið þátt í að semja og útsetja margt af því vinsælasta í íslensku popptónlistarsenunni síðustu ár. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, Pronto, Without listening og Skissur, og auk þess plötuna Án tillits í samstarfi við Skúla Sverrisson bassaleikara og Tíu íslensk sönglög í samstarfi við GDRN. Þar að auki hefur hann samið tónlist leikhús og kvikmyndir og leikið inn á fjölmargar plötur annara listamanna og stýrt upptökum þeirra. Magnús Jóhann verður gestur okkar í svipmynd dagsins.
En við hefjum þáttinn á pistli frá Viktoriu Bakshina, sem hefur undanfarnar vikur flutt pistla um listsköpun á stríðstímum. Að þessu sinni fjallar Viktoria um gjörningalist.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Á dögunum bárust fréttir af fráfalli fatahönnuðarins Vivienne Westwood, sem var undir lok ævi sinnar orðin jafn mikill aktívisti og hún var fatahönnuður, þó að færa megi rök fyrir því að hún hafi kannski alltaf verið það. Westwood, sem stundum var kölluð guðmóðir pönksins, hóf feril sinn sem fatahönnuður á því að hanna föt á pönkhljómsveitina Sex Pistols. Við ræðum við Signýju Þórhallsdóttur, sem starfaði sem hönnuður hjá Vivienne Westwood í nokkur ár.
Langstærsti hluti landsmanna settist niður fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld í von um að skemmta sér og fara hlæjandi inn í nýtt ár. Fyrir og eftir eru sýndar auglýsingar í dýru plássi og ef það var eitthvað sem einkenndi þær í ár þá var það nostalgía. Mikið var um auglýsingar sem rifjuðu upp afrek fortíðar eða sviðsettu liðna tíð til að vekja minningar. Fróðar manneskjur segja jafnvel að nostalgía sé hugmynd okkar samtíma, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Lóa Hjálmtýsdóttir velta fyrir sér nostalgíu í Lestinni í dag.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Talsverður viðbúnaður var við Bandaríska sendiráðið í dag vegna torkennilegs dufts sem þangað barst. Lögregla kannar hvort tengsl séu við sambærilegar sendingar í öðrum löndum.
Kjaraviðræður Eflingar og SA skiluðu engri niðurstöðu í dag. Formaður Eflingar segir þó betri tón í viðræðunum en hingað til. Hún segist ósammála dómi félagsdóms um ólögmæta uppsögn starfsmanns félagsins.
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ekki þörf á að grípa til aðgerða hér heima sökum mikilla kóvidsmita í Kína.
Fréttamaður Danska ríkisútvarpsins í Úkraínu fær að hefja störf í landinu á ný. Hún missti starfsleyfið síðasta sumar eftir að úkraínska öryggislögreglan sakaði hana um að sýna Rússum hluttekningu.
Kolmunnaveiðin er hafin suður af Færeyjum og fyrstu íslensku skipin komin á miðin. Þangað er um sólarhrings sigling frá Austfjörðum.
Amerískir kakkalakkar hafa numið land hér á landi og undanfarna mánuði hefur þeim fjölgað talsvert.
------
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar settust að samningaborðinu að nýju í dag eftir að viðræðum var frestað á milli jóla og nýárs. Og óhætt er að segja að samninganefndirnar hefji nýtt ár af krafti. Tónninn var sleginn í morgun þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði að SA væri að þröngva samningi, sem aðrir hafa skrifað undir, upp á Eflingu. Þar vísar hún til samninga sem Starfsgreinasambandið, VR og samflot iðnaðar og tæknifólks undirritaði undir lok seinasta árs. Svo var fundað eftir hádegið, og lagt fyrir tilboð Samtaka atvinnulífsins. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar og Eyjólf Árna Rafnsson, formann Samtaka atvinnulífsins.
Á næstunni verður hafist handa við að koma fyrir Patriot eldflaugavarnarkerfunum sem Bandaríkjastjórn færði Úkraínumönnum að gjöf skömmu fyrir jól. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra greindi frá þessu í Facebook-útsendingu í dag. Hann sagði að vinna væri hafin við að koma þeim fyrir. Patriot kerfin eru hin fullkomnustu sem Bandaríkjaher hefur yfir að ráða. Þeim er ætlað að granda eldflaugum og árásardrónum Rússa af enn meiri nákvæmni en með gagnflaugunum sem Úkraínuher hefur haft yfir að ráða til þessa. Hver flaug er yfir fimm metrar að lengd og fjörutíu sentimetrar í þvermál. Hægt er að skjóta Patriot flaugunum sjötíu kílómetra og þær ná meira en 24 kílómetra hæð.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Stjórn fréttaútsetningar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum fjöllum við um list og hvað það er.
Hvað er list og hvað er listamaður? Hvað er listin gömul? Hvað eru listgreinar? Þetta eru allt erfiðar spurningar sem er kannski ekki neitt eitt rétt svar við - en mjög gaman að velta fyrir sér.
Við heyrum einnig um nokkur listaverk sem vert er að þekkja.
Sérfræðingur þáttarins er: Guðni Tómasson
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Danska strengjakvartettsins á Mozart-hátíðinni í Augsburg í maí s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Henry Purcell, Benjamin Britten og Wolfgang Amadeus Mozart.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við ætlum að tala um bíla í Samfélaginu í dag. Bílgreinasambandið hefur tekið saman tölur um bílasölu á árinu 2022 og þar kemur fram töluverð aukning. Við skoðum þessar tölur með Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.
Við ætlum svo að rýna í rannsókn um jafnlaunavottun og árangur hennar - hluti þeirra niðurstaðna sem út eru komnar sýna að jafnlaunavottun hafi ekki bein áhrif á launamun kynjanna. Er þá jafnlaunstaðall og lögfesting hans húmbukk og óþarfi? Er til einhvers að vinna með þessu verkfæri? Við ræðum við tvær þeirra sem koma að rannsókninni, .þær eru Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar.
Málfarsmínúta
Edda Olgudóttir kemur í sitt fyrsta vísindaspjall á árinu 2023. Að þessu sinni ætlar hún að ræða við okkur um rannsóknir á lyktarskyni og covid.
Í túninu heima kom úit árið 1975 og er fyrsta minningarskáldsaga Halldórs Laxness en þær urðu alls fjórar á hans ferli. Bókin fjallar um fyrstu tólf árin í lífi Halldórs.
Höfundur les. Hljóðritað árið 1986.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1986)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
SÍBS hefur framleitt 18 örmyndbönd sem ganga undir heitinu Heilsumolar. Myndböndin svara áleitnum spurningum um málefni helstu áhrifaþátta heilsu og gefa góð, einföld og hagnýt ráð. Hvert myndband svarar mikilvægri spurningu varðandi svefn, streitu, mataræði eða hreyfingu sem eru veigamiklir áhrifaþættir heilsu. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS og Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri komu í þáttinn í dag og sögðu frá þessum heilsumolum og starfseminni.
Breytingarritningin, eða Yijing, sem á ensku er kölluð Book of changes, er að öllum líkindum þekktasta rit Kínaveldis. Ritið byggir á ævafornum texta og er grunnur að kínverskri heimspeki. Breytingarritningin hefur verið leiðbeinandi rit fyrir bæði valdamenn og venjulegt fólk í Kína í árþúsundir, og fræðimenn um allan heim hafa sömuleiðis velt fyrir sér eðli og inntaki ritsins, frá því löngu fyrir ártalið núll og til dagsins í dag. Á morgun fer fram málþing um Breytingarritninguna á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa í Háskóla Íslands. Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum kom í þáttnn og fræddi okkur nánar um ritið og vangavelturnar því tengdu.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í póstkorti dagsins segir hann okkur frá áramótunum í Berlín sem urðu ansi róstursöm, en líka frá þýska þjóðarréttinum Kurrywurst, en hann er að tapa vinsældum hjá ungu fólki sem kýs frekar pasta, pizzu eða kebab. Undir lokin segir frá þeirri nýju tilhneigingu ungra manna að brynna músum eftir tapleiki í fótbolta.
Tónlist í þættinum í dag:
Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens og Rúnar Júlíusson)
Changes / David Bowie (David Bowie)
While My Guitar Gently Weeps / The Beatles (George Harrison)
Draumur fangans / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson (12. september)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Á dögunum bárust fréttir af fráfalli fatahönnuðarins Vivienne Westwood, sem var undir lok ævi sinnar orðin jafn mikill aktívisti og hún var fatahönnuður, þó að færa megi rök fyrir því að hún hafi kannski alltaf verið það. Westwood, sem stundum var kölluð guðmóðir pönksins, hóf feril sinn sem fatahönnuður á því að hanna föt á pönkhljómsveitina Sex Pistols. Við ræðum við Signýju Þórhallsdóttur, sem starfaði sem hönnuður hjá Vivienne Westwood í nokkur ár.
Langstærsti hluti landsmanna settist niður fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld í von um að skemmta sér og fara hlæjandi inn í nýtt ár. Fyrir og eftir eru sýndar auglýsingar í dýru plássi og ef það var eitthvað sem einkenndi þær í ár þá var það nostalgía. Mikið var um auglýsingar sem rifjuðu upp afrek fortíðar eða sviðsettu liðna tíð til að vekja minningar. Fróðar manneskjur segja jafnvel að nostalgía sé hugmynd okkar samtíma, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Lóa Hjálmtýsdóttir velta fyrir sér nostalgíu í Lestinni í dag.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, hefur sagt að lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar ýti undir skoðun á fluglest milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar. Þá sagði Runólfur Ágústsson, sem ritstýrði skýrslu frá 2014 þar sem lagt var mat á hagkvæmni slíkrar hraðlestar, að hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest og borgarlínu. Við ræddum þessar lestarhugmyndir við Pálma Frey Randversson, framkvæmdastjóra Kadeco, en Kadeco vinnur nú þróunaráætlun svæðisins við Keflavíkurflugvöll fyrir hönd íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar.
Greint var frá því í vikunni að leikmenn á Heimsmeistaramótinu í handbolta verði skimaðir reglulega fyrir Covid-19 á mótinu auk þess sem þeir munu þurfa að sæta fimm daga sóttkví greinist þeir jákvæðir. Íslenska landsliðið lenti fremur illa á Evrópumótinu fyrir ári þar sem margir leikmenn smituðust af veirunni, þar á meðal markvörðurinn Björgvin Páll sem þurfti að sætta sig við langan tíma í einangrun á sjálfu mótinu áður en hann gat snúið aftur til leiks. Hann vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum í gær og hvatti unnendur handboltans til þess að reyna að stöðva þessi áform Alþjóðahandknattleikssambandsins. Við fengum til okkar Guðmund B. Ólafsson formann HSÍ til að fara yfir þeirra hugsanlegu viðbrögð, stöðu HSÍ og mótið framundan.
Í gær var greint frá kaupum Mýflugs á tveimur þriðju hluta í flugafélaginu Erni. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir að með sölunni sé verið að styrkja félögin til lengri tíma. Við fengum Hörð til okkar til að segja okkur frá þessari sölu á fyrirtæki sem hann stofnaði 1970 á Ísafirði, rekstrarumhverfi flugfélaga þessi árin og til að líta yfir farin veg á þessum tímamótum sem og framtíðina í flugrekstri.
Samninganefnd Eflingar fundar með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var gestur okkar í lok þáttar.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 4. janúar 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Stjórnin - Láttu þér líða vel
Madonna - Like A prayer
Death cab for cutie - Pepper
Teskey brothers - This will be our year
Omar Apollo - Evergreen
Hreimur - Get ekki hætt að hugsa um þig
Gaz Coombes - Don?t say it?s over
Beabadoobee - The perfect pair
Luminees - Ho hey
Todmobile - Lommér að sjá
Wannadies - You and me song
Sigur Rós - Stormur
Black keys - Wild child
10:00
Sálin - Upp í skýjunum
Tara Mobee - For now
Len - Steal my sunshine
Bread - if
Biig Piig - This is what they meant
Gorillaz - Baby queen
Hipsumaps - Hringar
Chris Isaak - Wicket game
Weezer - I want a dog
Sing fang, Jonsi & Kjartan Hólm - Bakgarðar
Emmsjé Gauti - Klisja
Yeah yeah yeahs - Wolf
Prins Polo - Málning þornar
Árstíðir - Bringing back the feel
Una Torfa - I löngu máli
11:00
Herbert Guð - Með stjörnunum
Harry Styles - Music for a sushi restaurant
Skaupið - Búið og bless
EPMD - Strickly Business
Morrissey - Rebels without applause
Beck - Tropicalia
Skítamórall - Innan í mér
Metro Booming og Co. - Creepin?
Dátar - Konur
Andri Már - Perlur
Elíza Newman - Greatest love story untold
Stuðmenn - Slá í gegn
Jesus & Mary Chain - Good for my soul
LF System - Hungry
Tilbury - Feel this
Prins Polo & Hirðin - Ég er klár
12:00
Snorri Helgason - Haustið?97
Tina Turner - We don?t need another Hero
Leaves - Parade
Phoenix - Tonight Ft. Ezra Koenig
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tæplega sextugur karlmaður lést eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku Landspítala milli jóla og nýárs. Málið er rannsakað sem alvarlegt atvik og hefur verið tilkynnt til Landlæknis og lögreglu.
Samningaviðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa hingað til verið eins konar skrípaleikur, segir formaður Eflingar. Framkvæmdastjóri SA segir rangt að Efling hafi ekki fengið málefnaleg viðbrögð frá samtökunum.
Vel kemur til greina að gera skammtímasamning í komandi kjaraviðræðum við ríkið, eins og gert hefur verið á almennum vinnumarkaði, segir formaður Bandalags háskólamanna.
Rússneski herinn segir að farsímanotkun hermanna hafi orðið til þess að tugir þeirra féllu í eldflaugaárás Úkraínumanna á gamlárskvöld. Rússar segja að minnst áttatíu og níu hermenn hafi fallið.
Langvarandi tafir á lagningu Suðurnesjalínu hefur minnst með sveitarfélagið Voga að gera og það er hvorki rétt né sanngjarnt að skella skuldinni á það, segir bæjarstjórinn.
Níu voru fluttir á bráðamóttöku Landspítala eftir umferðarslys undir Vatnajökli í gær. Lögregla rannsakar slysið en veitir litlar upplýsingar um aðdragandann.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í uppnámi, eftir að þingmönnum Repúblikana - sem eru í meirihluta - mistókst í þrígang að sættast á nýjan forseta þingsins. Áfram verður kosið um embættið í dag.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Lovísa Rut
Unnsteinn - Andandi
Sam Smith - Unholy ft. Kim Petras
Bríet, Aron Can, Páll Óskar & Diddú - Búið og Bless (Áramótaskaup 2022)
Dolly Parton - Here You Come Again
Júníus Meyvant - Rise Up
Alicia Keys - Superwoman
SZA - Kill Bill
Adele - I Drink Wine
Hljómar - Við Saman
Offbít - Allt á Hvolf ft. Steingrímur Teague
Coldplay - Yellow
Elíza Newman - Fagradalsfjall (You?re So Pretty)
David Bowie - The Jean Genie
Andy Svarthol - Hvítir Mávar
Jimmy Eat World - The Middle
Rag N? Bone Man - Human
Lana Del Rey - Did You Know That There?s A Tunnel Under Ocean Bvl
Jónas Sig - Faðir
Grafík - Presley
Systur - Goodbye
George Michael - Fast Love
Curtis Harding - I Won?t Let You Down
Emilíana Torrini & The Colorist Orchestra - Mikos
Lenny Kravitz - It Ain't Over Till It's Over
Elín Hall - Vinir
Lucy Dacus - It?s Too Late
Gugusar - Annar Séns
Elle King - Ex?s And Oh?s
Inhaler - Love Will Get You There
Tara Mobee - For Now
Noah And The Whale - L.I.F.E.G.O.E.S.O.N.
Phoebe Bridges - So Much Wine
GDRN - Næsta Líf
Superserious - Bye Bye Honey
Red Hot Chili Peppers - Road Trippin?
Jeff Who - Barfly
Cigarettes After Sex - Pistol
TLC - Creep
Elíza Newman - Don?t Let Me In
Shania Twain - You?re Still The One
Hreimur - Get Ekki Hætt Að Hugsa Um Þig
Confidence Man - Holiday
Dopamine Machine - Hanagal
FM Belfast - Par Avion
Krassasig - 1-0
Pink - Never Gonna Not Dance Again
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við höfum þessa vikuna fjallað um atvik sem að Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona lenti í á nýársdag þegar að hún og fjölskylda hennar voru á leið úr Leifsstöð og hittu fyrir erlenda ferðamenn á bílaleigubíl sem var stopp á miðjum Keflavíkurvegi. Í ljós kom að ökumaður bílsins virtist ekki hafa kunnáttu til að aka bílnum. Sirrý velti í kjölfarið fyrir sér hvort maður þyrfti ekki að kunna að keyra bíl til að leigja bíl. Steingrímur Birgisson forstjóri Höldurs fór yfir það með okkur í þættinum í gær hvaða verklagi er fylgt við útleigu bíla. Valdimar Örn Flygerning leikari og leiðsögumaður tjáði sig um atvikið sem Sirrý lenti í á fésbókar síðu sinni og sagði að þetta hefði fólk í ferðaþjónustunni séð í mörg ár. Valdimar ætlar að koma til okkar á eftir og segja okkur frá því sem hann hefur orðið vitni að.
Egill Ólafsson er að hætta sem rödd Toyota á Íslandi og við tekur Ólfaur Darri Ólafsson. Snæbjörn Ragnarsson og félagar á Pipar/TBWA fengur það verkefni að kynna þessar breytingar fyrir þjóðinni með vægast sagt áhrifamikilli auglýsingu sem birtist í fyrsta sinn rétt fyrir Áramótaskaupið. Snæbjörn er nýkominn heim úr sex vikna túr með Skálmöld um Austur Evrópu þar sem að mest af hugmyndavinnunni fór fram í kojunni í hljómsveitarrútunni. Snæbjörn kemur í Síðdegisútvarpið og segir okkur frá ferðalaginu og hugmyndinni á bakvið auglýsinguna.
Ebba Katrín Finnsdóttir er ein þriggja leikara í verkinu Ellen B sem var heimsfrumsýnt í Þjóðleikhúsinu á annann í jólum. Ellen B er fyrsta verkið í splunkunýjum þríleik Mariusar Von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. Ebba Katrín, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Benedikt Erlingsson fara með hlutverk þriggja persóna sem hittast eina kvöldstund í heimahúsi. Samskiptin snúast fljótt upp í martraðarkennda viðureign, með grimmilegum ásökunum á báða bóga, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan. Ebba Katrín sem fer eins á kostum í verkinu kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir og við ætlum að fá að kynnast þessari ungu leikkonu ögn betur.
Við heyrum af niðurstöðum úr könnun sem gerð var að ósk Félags Kvenna í orkumálum. Margar ánægjulegar niðurstöður en líka margt sem mætti betur fara. Hildur Harðardóttir formaður Kvenna í orkumálum kemur til okkar á eftir og segir frá.
Við verðum ekki svikin hér á seinni klukkutímanum þegar að Dóri DNA kemur í þáttinn. Hann er að fara af stað með nýja uppistandssýningu í Sykursalnum í Grósku og heitir sýningin Engar takmarkanir. Dóri sest niður með okkur uppúr fimm og fær sér kaffiso
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Talsverður viðbúnaður var við Bandaríska sendiráðið í dag vegna torkennilegs dufts sem þangað barst. Lögregla kannar hvort tengsl séu við sambærilegar sendingar í öðrum löndum.
Kjaraviðræður Eflingar og SA skiluðu engri niðurstöðu í dag. Formaður Eflingar segir þó betri tón í viðræðunum en hingað til. Hún segist ósammála dómi félagsdóms um ólögmæta uppsögn starfsmanns félagsins.
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ekki þörf á að grípa til aðgerða hér heima sökum mikilla kóvidsmita í Kína.
Fréttamaður Danska ríkisútvarpsins í Úkraínu fær að hefja störf í landinu á ný. Hún missti starfsleyfið síðasta sumar eftir að úkraínska öryggislögreglan sakaði hana um að sýna Rússum hluttekningu.
Kolmunnaveiðin er hafin suður af Færeyjum og fyrstu íslensku skipin komin á miðin. Þangað er um sólarhrings sigling frá Austfjörðum.
Amerískir kakkalakkar hafa numið land hér á landi og undanfarna mánuði hefur þeim fjölgað talsvert.
------
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar settust að samningaborðinu að nýju í dag eftir að viðræðum var frestað á milli jóla og nýárs. Og óhætt er að segja að samninganefndirnar hefji nýtt ár af krafti. Tónninn var sleginn í morgun þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði að SA væri að þröngva samningi, sem aðrir hafa skrifað undir, upp á Eflingu. Þar vísar hún til samninga sem Starfsgreinasambandið, VR og samflot iðnaðar og tæknifólks undirritaði undir lok seinasta árs. Svo var fundað eftir hádegið, og lagt fyrir tilboð Samtaka atvinnulífsins. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar og Eyjólf Árna Rafnsson, formann Samtaka atvinnulífsins.
Á næstunni verður hafist handa við að koma fyrir Patriot eldflaugavarnarkerfunum sem Bandaríkjastjórn færði Úkraínumönnum að gjöf skömmu fyrir jól. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra greindi frá þessu í Facebook-útsendingu í dag. Hann sagði að vinna væri hafin við að koma þeim fyrir. Patriot kerfin eru hin fullkomnustu sem Bandaríkjaher hefur yfir að ráða. Þeim er ætlað að granda eldflaugum og árásardrónum Rússa af enn meiri nákvæmni en með gagnflaugunum sem Úkraínuher hefur haft yfir að ráða til þessa. Hver flaug er yfir fimm metrar að lengd og fjörutíu sentimetrar í þvermál. Hægt er að skjóta Patriot flaugunum sjötíu kílómetra og þær ná meira en 24 kílómetra hæð.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Stjórn fréttaútsetningar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Hlaðvarpsþættir um íþróttir.
Spjall um íslenska karlalandsliðið í handbolta og HM í handbolta 2023.
Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst eftir örfáa daga. Af því tilefni verður Íþróttavarpið á fullri ferð í janúar bæði á Rás 2 og í lengri útgáfu á hlaðvarpsveitum. Gestur þessa þáttar er landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Aron ræðir upphaf síns landsliðsferils, vonir og væntingar með landsliðinu á HM í janúar, væntanlega heimkomu í FH og ýmislegt fleira.
Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Kvöldvaktin þennan miðvikudag er hlaðinn af spriklandi fersku nýmeti frá Keg, Caroline Polachek, The Dare, Oliver Sim, Joesef, Yazmin Lacey, Little Simz, Chilli Jesson og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Prins Póló - Ég er klár
Modest Mouse - Float On
Steve Lacy - Bad Habit
Keg - Kids
Trio - Da Da Da
Bríet, Aron Can, Páll Óskar - Búið og bless
Jamie xx ft Romy - Loud Places
Caroline Polacheck - Welcome To My Island
Yeah Yeah Yeahs - Heads Will Roll
The Dare - Girls
Oliver Sim - Sensitive Child (Soulwax Remix)
Joesef - Just Come Home With Me
Boards Of Canada - Dyvan Cowboy
Sault - Fight For Love
Yazmin Lacey - Bad Company
Sza - Kill Bill
Loyle Carner - Hate
Wu-Tang Clan - Can It Be All So Simple
Little Simz - Gorilla
King Gizzard and the Lizard Wizard - Hate Dancin
Caribou - Odessa
MLDE - 1905
Andri Már - Perlur
Chilli Jesson - Carolina Reaper
PJ Harvey - This Is Love
Billy Nomates - Spite
Systur - Goodbye
Elliot Smith - Ballad of Big Nothing
Alex G - Runner
Violent Femmes - Blister In the Sun
Dry Cleaning - Kwenchy Kups
Gorillaz - Skinny Ape
Mt Joy - Evergreen
Modern Lovers - Road Runner
Offbít og Steini Teague - Allt á hvolfi
Lúpína - Ástarbréf
iO - Claire
Russian.Girls ásamt Banger Boy - Allt
Stone Roses - Fools Gold (Grooverider Remix)
Orbital and Sleaford Mods - Dirty Rat
Channel Tres - 6 AM
Útvarpsfréttir.