11:03
Mannlegi þátturinn
Heilsumolar, Breytingarritningin og póstkort frá Berlín
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

SÍBS hefur framleitt 18 örmyndbönd sem ganga undir heitinu Heilsumolar. Myndböndin svara áleitnum spurningum um málefni helstu áhrifaþátta heilsu og gefa góð, einföld og hagnýt ráð. Hvert myndband svarar mikilvægri spurningu varðandi svefn, streitu, mataræði eða hreyfingu sem eru veigamiklir áhrifaþættir heilsu. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS og Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri komu í þáttinn í dag og sögðu frá þessum heilsumolum og starfseminni.

Breytingarritningin, eða Yijing, sem á ensku er kölluð Book of changes, er að öllum líkindum þekktasta rit Kínaveldis. Ritið byggir á ævafornum texta og er grunnur að kínverskri heimspeki. Breytingarritningin hefur verið leiðbeinandi rit fyrir bæði valdamenn og venjulegt fólk í Kína í árþúsundir, og fræðimenn um allan heim hafa sömuleiðis velt fyrir sér eðli og inntaki ritsins, frá því löngu fyrir ártalið núll og til dagsins í dag. Á morgun fer fram málþing um Breytingarritninguna á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa í Háskóla Íslands. Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum kom í þáttnn og fræddi okkur nánar um ritið og vangavelturnar því tengdu.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í póstkorti dagsins segir hann okkur frá áramótunum í Berlín sem urðu ansi róstursöm, en líka frá þýska þjóðarréttinum Kurrywurst, en hann er að tapa vinsældum hjá ungu fólki sem kýs frekar pasta, pizzu eða kebab. Undir lokin segir frá þeirri nýju tilhneigingu ungra manna að brynna músum eftir tapleiki í fótbolta.

Tónlist í þættinum í dag:

Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens og Rúnar Júlíusson)

Changes / David Bowie (David Bowie)

While My Guitar Gently Weeps / The Beatles (George Harrison)

Draumur fangans / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson (12. september)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,