17:03
Lestin
Guðmóðir pönksins og nostalgía í auglýsingum
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Á dögunum bárust fréttir af fráfalli fatahönnuðarins Vivienne Westwood, sem var undir lok ævi sinnar orðin jafn mikill aktívisti og hún var fatahönnuður, þó að færa megi rök fyrir því að hún hafi kannski alltaf verið það. Westwood, sem stundum var kölluð guðmóðir pönksins, hóf feril sinn sem fatahönnuður á því að hanna föt á pönkhljómsveitina Sex Pistols. Við ræðum við Signýju Þórhallsdóttur, sem starfaði sem hönnuður hjá Vivienne Westwood í nokkur ár.

Langstærsti hluti landsmanna settist niður fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld í von um að skemmta sér og fara hlæjandi inn í nýtt ár. Fyrir og eftir eru sýndar auglýsingar í dýru plássi og ef það var eitthvað sem einkenndi þær í ár þá var það nostalgía. Mikið var um auglýsingar sem rifjuðu upp afrek fortíðar eða sviðsettu liðna tíð til að vekja minningar. Fróðar manneskjur segja jafnvel að nostalgía sé hugmynd okkar samtíma, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Lóa Hjálmtýsdóttir velta fyrir sér nostalgíu í Lestinni í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,