14:03
Lífið með Brakka
Lífið með Brakka

Í þættinum verður fjallað um meinvaldandi breytingar í BRCA 1 og 2 geni. Rannsóknum á tengslum erfða og krabbameins fer sífellt fram og úrræðin sem eru í boði verða fjölbreyttari. Rætt verður um sögu Brakkagensins hér á landi, kerfið sem búið hefur verið til í kringum það og líf þeirra sem bera stökkbreytinguna.

Viðmælendur eru Anna Margrét Bjarnadóttir, rithöfundur og fyrrum formaður Brakkasamtakanna, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Stefán Geirsson bóndi og Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi.

Umsjón: Harpa Dís Hákonardóttir.

Aðstoð við dagskrárgerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
e
Endurflutt.
,