12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 4. janúar 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Tæplega sextugur karlmaður lést eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku Landspítala milli jóla og nýárs. Málið er rannsakað sem alvarlegt atvik og hefur verið tilkynnt til Landlæknis og lögreglu.

Samningaviðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa hingað til verið eins konar skrípaleikur, segir formaður Eflingar. Framkvæmdastjóri SA segir rangt að Efling hafi ekki fengið málefnaleg viðbrögð frá samtökunum.

Vel kemur til greina að gera skammtímasamning í komandi kjaraviðræðum við ríkið, eins og gert hefur verið á almennum vinnumarkaði, segir formaður Bandalags háskólamanna.

Rússneski herinn segir að farsímanotkun hermanna hafi orðið til þess að tugir þeirra féllu í eldflaugaárás Úkraínumanna á gamlárskvöld. Rússar segja að minnst áttatíu og níu hermenn hafi fallið.

Langvarandi tafir á lagningu Suðurnesjalínu hefur minnst með sveitarfélagið Voga að gera og það er hvorki rétt né sanngjarnt að skella skuldinni á það, segir bæjarstjórinn.

Níu voru fluttir á bráðamóttöku Landspítala eftir umferðarslys undir Vatnajökli í gær. Lögregla rannsakar slysið en veitir litlar upplýsingar um aðdragandann.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í uppnámi, eftir að þingmönnum Repúblikana - sem eru í meirihluta - mistókst í þrígang að sættast á nýjan forseta þingsins. Áfram verður kosið um embættið í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,