06:50
Morgunvaktin
Skorradalsvatn, staða Pútíns, dönsk málefni og Þroskahjálp
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Lífríkið í Skorradalsvatni og Andakílsá var til umfjöllunar í upphafi þáttar. Vatnsstaða Skorradalsvatn hefur sjaldan verið lægri, heimamenn á svæðinu hafa áhyggjur af lífríki vatnsins og vilja að hætt sé að hleypa vatni inn á Andakílsárvirkjun. Halla Einarsdóttir, teymisstjóri teymis hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun var á línunni og sagði frá aðkomu ólíkra stofnana að málinu.

Stríðið í Úkraínu geisar enn af fullum þunga og ekkert sem bendir til þess að því ljúki í bráð þrátt fyrir væntingar um friðarviðræður. Árni Þór Sigurðsson sendiherra í Moskvu segir stöðu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sterka en fylgið hefur samt dalað undanfarið. Við ræddum við Árna Þór um stöðuna.

Dönsk málefni voru til umfjöllunar þegar Borgþór Arngrímsson sagði frá því helsta frá Danmörku. Hann fór meðal annars yfir nýársræðu Þórhildar Margrétar Danadrottningar og um fráfall Lise Nørgaard nú í byrjun árs.

Málefni fatlaðs fólks voru til umræðu í lok þáttar. Unnur Helga Óttarsdóttir formaður landssamtaka Þroskahjálpar var gestur okkar og sagði frá helstu áherslum samtakanna á nýju ári.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir og Guðrún Hálfdánardóttir

Tónlist:

Best friend - Laufey

Norðurljós - Ragnheiður Gröndal

Moscow Moscow - Strax

Matador - Bent Fabricus-Bjerre

Everything I know About Love - Laufey

Vinur vina minna - Teitur Magnússon

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 53 mín.
,