12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 4. október 2022
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þrjú sæta gæsluvarðhaldi fram á mánudag vegna gruns um aðild að manndrápi í Ólafsfirði. Fréttastofa hefur heimildir um að fólkið hafi átt í deilum.

Í fyrsta sinn í sögu Landsvirkjunar þarf fyrirtækið að segja nei við fjölmörgum verkefnum því orka er ekki til staðar. Þrátt fyrir orkukreppu í heiminum er sæstrengur ekki á dagskrá.

Byrjun Liz Truss í embætti forsætisráðherra Bretlands er sú versta í manna minnum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hún stendur frammi fyrir uppreisn í þingflokknum og hruni í skoðanakönnunum.

Hafrannsóknastofnun leggur til að upphafskvóti á loðnuvertíðinni í vetur verði um 180 þúsund tonnum minni en áður hafði verið áætlað. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir þetta vonbrigði og talsvert undir því sem vænst var.

Formaður Flokks fólksins ætlar ekki að biðja oddvita og varabæjarfulltrúa á Akureyri sem hafa sagt sig úr flokknum afsökunar á einu né neinu. Hún segir þá hafa brugðist kjósendum.

Enginn þeirra Afgana sem íslensk stjórnvöld buðu til landsins í janúar er kominn hingað. Skortur á vegabréfum í Afganistan er stór hindrun við að koma fólkinu úr landi.

Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað við strandir í syðri hluta Noregs. Sérstaklega er fylgst með gas- og olíuleiðslum. Lögregluyfirvöld hér fylgjast grannt með þróun mála.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,