18:00
Spegillinn
Fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn, Credit Suisse í klandri og loðna
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn 4.október 2022

Fjöldahjálparstöð sem verið er að opna í Borgartúni í Reykjavík getur tekið á móti fyrsta flóttafólkinu í kvöld eða á morgun. Stjórnvöld voru uppiskroppa með húsnæði og neyddust til að biðja Rauða krossinn um aðstoð.

Rússar viðurkenndu í dag ósigra á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu. Bandaríkjaforseti lofar Úkraínu frekari hernaðaraðstoð

Hávær mótmæli hafa staðið yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá því í gær. Varaformaður nemendafélagsins segir ótækt- að þolendur ofbeldis mæti aðgerðaleysi skólastjórnenda

Hundruð hugmynda hafa borist í hugmyndasöfnunina Hverfið mitt. Hugmyndir reykvískra skólabarna eru einu orði sagt skrautlegar.

Staða svissneska bankans Credit Suisse hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað síðustu misseri og bankinn áformar fjöldauppsagnir. Greinendur segja kaup í bankanum aðeins fyrir þá djörfu. Ekki er þó ástæða til að óttast um of áhrifin á íslenskan markað, segir hlutabréfagreinandi.

Hafrannsóknastofnun lagði í morgun til að loðnukvóti fyrir komandi vertíð verði ekki meiri en rúm 218.000 tonn. Það er 180 þúsund tonnum minna en upphafsráðgjöf gaf til kynna eftir mælingar í fyrrahaust. Þá var talið óhætt að veiða um 400.000 tonn á komandi vertíð og á síðustu vertíð var gefinn út kvóti upp á tæp 870 þúsund tonn sem var með allra mesta móti í áraraðir. Þessu koma sjávarbyggðir landsins til með að finna fyrir á komandi vetri með færri störfum og áhrifin á efnahagskerfið óhjákvæmileg. Það gefur augaleið að það kemur minna í kassann. Spegillinn ræddi við Guðmund J Óskarsson, sviðstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.

Sameinuðu þjóðirnar fara fram á rúmlega átta hundruð milljónir dollara vegna neyðarástands í Pakistan af völdum flóða síðastliðið sumar. Stór hluti landsins er enn umflotinn vatni og erfiðleikar íbúanna aukast stöðugt. Fjárhæðin er fimm sinnum hærri en áður var talin þörf á- til að koma íbúunum til hjálpar.

Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,