Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í spjalli um efnahag og samfélag fjallaði Þórður Snær Júlíusson meðal annars um verðlækkun íslenskra hlutabréfa, bólumyndun á húsnæðismarkaði og yfirvofandi vaxthækkanir á óverðtryggðum húsnæðislánum. Aukinn skattur á orkuframleiðslu og fiskeldi í Noregi var einnig til umræðu.
Milljón flóttamenn hafa komið til Þýskalands það sem af er ári. Langflestir frá Úkraínu en einnig frá Afganistan, Pakistan og Sýrlandi. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði meðal annars um vaxandi áhyggjur þýskra yfirvalda af stöðinni en örðugt er að útvega öllum húsnæði og vinnu. Arthúr sagði líka frá rithöfundinum og rannsóknarblaðamanninum Gunter Wallraff sem varð áttræður á dögunum. Hann varð frægur á sínum tíma fyrir bók sem hann skrifaði og afhjúpaði ómannúðlega meðferð og framkomu gagnvart innflytjendum í Þýskalandi á árunum eftir síðari heimsstyrjöld.
Við þurfum að taka miklu betur á móti fólki sem sest hér að en við gerum nú. Það segir Berglind Ásgeirsdóttir, fyrrverandi sendiherra, sem telur íslenskt samfélag fara á mis við mikið við að hvetja ekki og hjálpa nýjum Íslendingum að taka virkan þátt í lífinu og tilverunni í landinu. Það á að nýta mannauðinn, segir hún. Berglind hefur helgað sig málefninu að undanförnu og hélt um það erindi nýverið á fundi Hins íslenska þjóðvinafélags. Hún er bjartsýn á að hlutirnir færist til betri vegar.
Tónlist:
Þrek og tár - Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir,
Ó hve glöð ég er - Elly Vilhjálms,
Vagg og velta - Erla Þorsteinsdóttir.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Eiríkur segir frá lífi sínu í Noregi og rifjar einnig upp þegar hann var lítill drengur í Vogahverfinu.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Lára Rúnarsdóttir kom í þáttinn í dag á fertugsafmælisdegi hennar. Hún hóf ung tónlistarferil sinn, hún gaf út sína fyrstu breiðskífu Standing Still árið 2003 undir merki Geimsteins, þá rúmlega tvítug. Hún stundaði píanó- & söngnám við tónlistarskóla Kópavogs og útskrifaðist með burtfararpróf við skólann úr klassískum söng 2006. Síðan þá hefur hún gefið út sex breiðskífur. Síðustu ár hefur Lára rekið eigið fyrirtæki, fyrst Andagift inspire og nú Móar studio, sem er jógasetur í miðborginni. Þar fer Lára nýjar leiðir í að nálgast tónlistarsköpun. Lára hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins, Altari af plötunni Rótin, árið 2020. Þá var hún einnig tilnefnd fyrir plötu ársins.
Október er menningarmánuðurinn í Sveitarfélaginu Árborg. Þar verður dagskrá allan mánuðinn fyrir alla aldurshópa, til dæmis verður óperusýning fyrir eins til fimm ára. Við heyrðum í Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem flutti af höfuðborgarsvæðinu á Eyrarbakka og stofnaði Skrúfuna, grósku- og sköpunarmiðstöð. Hún sagði okkur frá starfseminni og Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar sagði okkur betur frá menningarmánuðinum í þættinum.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í mannlegt veðurspjall í dag. Í þetta sinn fræddi hún okkur um sjávarflóð. Það eru stórhættuleg fyrirbæri sem erfitt er að ráða við, en afar áhugavert að fræðast um.
Tónlist í þættinum í dag:
Frostrósir / Haukur Morthens (Freymóður Jóhannesson)
Andblær / Lára Rúnarsdóttir (Lára Rúnarsdóttir)
With the wind and the rain in your hair / Stan Getz (Clara Edwards, Jack Lawrence)
Cancion del Mariachi / Los Lobos og Antonio Banderas (C. Rosas)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Bragi Ólafsson rithöfundur.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Þrjú sæta gæsluvarðhaldi fram á mánudag vegna gruns um aðild að manndrápi í Ólafsfirði. Fréttastofa hefur heimildir um að fólkið hafi átt í deilum.
Í fyrsta sinn í sögu Landsvirkjunar þarf fyrirtækið að segja nei við fjölmörgum verkefnum því orka er ekki til staðar. Þrátt fyrir orkukreppu í heiminum er sæstrengur ekki á dagskrá.
Byrjun Liz Truss í embætti forsætisráðherra Bretlands er sú versta í manna minnum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hún stendur frammi fyrir uppreisn í þingflokknum og hruni í skoðanakönnunum.
Hafrannsóknastofnun leggur til að upphafskvóti á loðnuvertíðinni í vetur verði um 180 þúsund tonnum minni en áður hafði verið áætlað. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir þetta vonbrigði og talsvert undir því sem vænst var.
Formaður Flokks fólksins ætlar ekki að biðja oddvita og varabæjarfulltrúa á Akureyri sem hafa sagt sig úr flokknum afsökunar á einu né neinu. Hún segir þá hafa brugðist kjósendum.
Enginn þeirra Afgana sem íslensk stjórnvöld buðu til landsins í janúar er kominn hingað. Skortur á vegabréfum í Afganistan er stór hindrun við að koma fólkinu úr landi.
Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað við strandir í syðri hluta Noregs. Sérstaklega er fylgst með gas- og olíuleiðslum. Lögregluyfirvöld hér fylgjast grannt með þróun mála.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
125 létu lífið og mörg hundruð slösuðust í troðningi að loknum fótboltaleik í Indónesíu um helgina. Lögregla á fótboltaleikvanginum beitti táragasi á áhorfendur sem ruddust niður á völlinn að leik Arema FC og Persebaya Surabaya loknum, og fólk á flótta undan gasinu tróðst undir við útganga leikvangsins. Þetta er eitt versta stórslys í sögu fótboltans. Táragas hefur átt þátt í flestum mannskæðustu slysunum á fótboltaleikjum undanfarna áratugi, þrátt fyrir að öryggisviðmið FIFA mæli alfarið gegn beitingu táragass á leikvöngum. Þetta helst fjallaði um harmleikinn í Indónesíu og fleiri stórslys úr fótboltasögunni.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði í ár fyrir fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. Þess á geta að faðir Svantes, lífefnafræðingurinn Sune Bergström hlaut sömu verðlaun árið 1982 Kollegi Svantes, Arnar Pálsson erfðafræðingur segir okkur allt um nóbelsverðlaunahafann og rannsóknir hans.
Við ætlum svo að skoða nýjustu strauma og stefnur í lögreglu og afbrotafræðum. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og Margrét Valdimarsdóttir dósent við HA í afbrotafræði voru að koma af árlegri ráðstefnu afbrotafræðinga í Evrópu. Þar voru fjölbreyttar rannsóknar kynntar, Margrét og Eyrún kynntu eina slíka sem þær hafa unnið að sem snýst um rannsókn á fordómum lögreglunema.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur: Skoðum greinar sem voru skrifaðar rétt undir lok áttunda áratugarins þar sem Sigurður Skúlason magister telur upp aðskotaorð í íslensku tungumáli. Og hver eru þessi aðskotaorð? Jú, halló, til dæmis. Baktería. Drama. Dama. Sósa - og svo fleiri og fleiri. Skellur fyrir hreintungusinna - eða hvað?
Útvarpsfréttir.
Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Frásögnin af fer' Marco Polos eftir Silkileiðinni til Kína upp úr 1270 heldur áfram. Sagt er frá ferðum hans og félaga um tyrkneskar slóðir, persneskar og miðasískar og að landamærum Kína sjálfs. Margar þjóðir verða á vegi ferðalanganna frá Feneyjum: „Landsmenn [í Thaikan] tilbiðja Múhameð. Þeir eru fláráðir, drápgjarnir, saurlífir og sólgnir í áhættuspil og víndrykkju. Þeir eru síölvaðir, og vín þeirra eru ágæt, þó að þau séu soðin.“
En hvernig reyndust íbúarnir í Thaikan Feneyingum?
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Elsa E. Guðjónsson, textíl- og búningafræðingur, helgaði meiri hluta starfsævi sinnar því að rannsaka hinn forna íslenska refilsaum. Refilsaumuðu klæðin eru dæmi um þróaða listsköpun fyrri alda á Íslandi en ritheimildir greina frá því að umtalsverður fjöldi textíla prýddi kirkjur og híbýli á fyrri öldum. Öll eru verkin í dag varðveitt á söfnum og hluti þeirra á erlendum söfnum. Elsa féll frá árið 2010, en var þá að vinna í bók sem kemur út á vegum Þjóðminjasafnsins á næstunni. Lilja Árnadóttir, aðstoðaði Elsu með rannsóknina seinustu æviár hennar og hún verður gestur okkar hér á eftir.
Haustið er tími breytinga, allt fer á stjá og heldur á rás, ætlar þú að taka þér far með vagninum eða færðu yfir höfuð að fara með? Skáldið og pistlahöfundurinn Örn Elvar Arnarsson flytur okkur hugvekju um haustið í þætti dagsins.
Á laugardag opnaði yfirlitssýning um listferil Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum. Sýningin, sem hefur yfirskriftina Jæja, er fimmta sýningin í sérstakri sýningaröð Listasafns Reykjavíkur sem ætlað er að varpa ljósi á list eins íslensk listamanns á hápunkti ferils síns. Guðjón Ketilsson hefur komið víða við á löngum ferli. Hann hefur sérstaklega lagt rækt við skúlptúr en teikning leikur einnig stórt hlutverk í listsköpun hans. Í verkum Guðjóns er handverk áberandi, enda eru verk hans kunn fyrir listfengi, hugvitsemi og alúð. Manneskjan er þar fyrir miðju, líkaminn og framlenging hans í gegnum föt og verkfæri, sem og híbýli og annað í hennar nánasta umhverfi. Víðsjá hitti Guðjón á Kjarvalsstöðum.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við kynnum okkyur fyrsta kvenleikstjóra í heimi, Alice Guy, en nokkrar af myndum hennar verða sýndar á Bíótekinu á sunnudag, en það eru mánaðarlegar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís á vegum Kvikmyndasafns Íslands. Við ræddum við Ester Bíbi og Gunnar Tómas Kristófersson.
Patrekur Björgvinsson heldur áfram að fjalla um ýmis fyrirbæri í alþýðumenningu samtímans. Í síðasta pistli, fyrir tveimur vikum pældi hann í þeirri hefð að gefa húsbílum nöfn. En að þessu sinni veltir hann fyrir sér trúbadorum, hlutverki þeirra og stöðu í samfélaginu.
Jón karl Helgason kvikmyndagerðarmaður hefur rannsakað sundmenningu Íslendinga í myndum sínum. Fyrst í mynd sem heitir Sundið sem fjallaði um sundkennslu á Íslandi og svo nú í myndinni Sundlaugasögur sem verður frumsýnd í kvöld. Þar kynnir hann sér ýmiskonar félagsstarf og sundmenningu í laugum landsins.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 4.október 2022
Fjöldahjálparstöð sem verið er að opna í Borgartúni í Reykjavík getur tekið á móti fyrsta flóttafólkinu í kvöld eða á morgun. Stjórnvöld voru uppiskroppa með húsnæði og neyddust til að biðja Rauða krossinn um aðstoð.
Rússar viðurkenndu í dag ósigra á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu. Bandaríkjaforseti lofar Úkraínu frekari hernaðaraðstoð
Hávær mótmæli hafa staðið yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá því í gær. Varaformaður nemendafélagsins segir ótækt- að þolendur ofbeldis mæti aðgerðaleysi skólastjórnenda
Hundruð hugmynda hafa borist í hugmyndasöfnunina Hverfið mitt. Hugmyndir reykvískra skólabarna eru einu orði sagt skrautlegar.
Staða svissneska bankans Credit Suisse hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað síðustu misseri og bankinn áformar fjöldauppsagnir. Greinendur segja kaup í bankanum aðeins fyrir þá djörfu. Ekki er þó ástæða til að óttast um of áhrifin á íslenskan markað, segir hlutabréfagreinandi.
Hafrannsóknastofnun lagði í morgun til að loðnukvóti fyrir komandi vertíð verði ekki meiri en rúm 218.000 tonn. Það er 180 þúsund tonnum minna en upphafsráðgjöf gaf til kynna eftir mælingar í fyrrahaust. Þá var talið óhætt að veiða um 400.000 tonn á komandi vertíð og á síðustu vertíð var gefinn út kvóti upp á tæp 870 þúsund tonn sem var með allra mesta móti í áraraðir. Þessu koma sjávarbyggðir landsins til með að finna fyrir á komandi vetri með færri störfum og áhrifin á efnahagskerfið óhjákvæmileg. Það gefur augaleið að það kemur minna í kassann. Spegillinn ræddi við Guðmund J Óskarsson, sviðstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
Sameinuðu þjóðirnar fara fram á rúmlega átta hundruð milljónir dollara vegna neyðarástands í Pakistan af völdum flóða síðastliðið sumar. Stór hluti landsins er enn umflotinn vatni og erfiðleikar íbúanna aukast stöðugt. Fjárhæðin er fimm sinnum hærri en áður var talin þörf á- til að koma íbúunum til hjálpar.
Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að kíkja á uppruna alls konar hluta t.d tannbursta, tannkrem, spegill, ísskáp, gleraugu og umferðarljós.
Allir þessir hlutir eiga það sameigilegt að eiga langa og skemmtilega sögu.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá kammertónleikum á Lucerne tónlistarhátíðinni 16. ágúst s.l.
Píanóleikarinn Kit Armstrong og leiðarar úr Lucerne-hátíðarhljómsveitinni leika verk eftir George Gershwin, Antonín Dvorák, Florence Price ofl.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði í ár fyrir fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. Þess á geta að faðir Svantes, lífefnafræðingurinn Sune Bergström hlaut sömu verðlaun árið 1982 Kollegi Svantes, Arnar Pálsson erfðafræðingur segir okkur allt um nóbelsverðlaunahafann og rannsóknir hans.
Við ætlum svo að skoða nýjustu strauma og stefnur í lögreglu og afbrotafræðum. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og Margrét Valdimarsdóttir dósent við HA í afbrotafræði voru að koma af árlegri ráðstefnu afbrotafræðinga í Evrópu. Þar voru fjölbreyttar rannsóknar kynntar, Margrét og Eyrún kynntu eina slíka sem þær hafa unnið að sem snýst um rannsókn á fordómum lögreglunema.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur: Skoðum greinar sem voru skrifaðar rétt undir lok áttunda áratugarins þar sem Sigurður Skúlason magister telur upp aðskotaorð í íslensku tungumáli. Og hver eru þessi aðskotaorð? Jú, halló, til dæmis. Baktería. Drama. Dama. Sósa - og svo fleiri og fleiri. Skellur fyrir hreintungusinna - eða hvað?
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Lára Rúnarsdóttir kom í þáttinn í dag á fertugsafmælisdegi hennar. Hún hóf ung tónlistarferil sinn, hún gaf út sína fyrstu breiðskífu Standing Still árið 2003 undir merki Geimsteins, þá rúmlega tvítug. Hún stundaði píanó- & söngnám við tónlistarskóla Kópavogs og útskrifaðist með burtfararpróf við skólann úr klassískum söng 2006. Síðan þá hefur hún gefið út sex breiðskífur. Síðustu ár hefur Lára rekið eigið fyrirtæki, fyrst Andagift inspire og nú Móar studio, sem er jógasetur í miðborginni. Þar fer Lára nýjar leiðir í að nálgast tónlistarsköpun. Lára hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins, Altari af plötunni Rótin, árið 2020. Þá var hún einnig tilnefnd fyrir plötu ársins.
Október er menningarmánuðurinn í Sveitarfélaginu Árborg. Þar verður dagskrá allan mánuðinn fyrir alla aldurshópa, til dæmis verður óperusýning fyrir eins til fimm ára. Við heyrðum í Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem flutti af höfuðborgarsvæðinu á Eyrarbakka og stofnaði Skrúfuna, grósku- og sköpunarmiðstöð. Hún sagði okkur frá starfseminni og Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar sagði okkur betur frá menningarmánuðinum í þættinum.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í mannlegt veðurspjall í dag. Í þetta sinn fræddi hún okkur um sjávarflóð. Það eru stórhættuleg fyrirbæri sem erfitt er að ráða við, en afar áhugavert að fræðast um.
Tónlist í þættinum í dag:
Frostrósir / Haukur Morthens (Freymóður Jóhannesson)
Andblær / Lára Rúnarsdóttir (Lára Rúnarsdóttir)
With the wind and the rain in your hair / Stan Getz (Clara Edwards, Jack Lawrence)
Cancion del Mariachi / Los Lobos og Antonio Banderas (C. Rosas)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við kynnum okkyur fyrsta kvenleikstjóra í heimi, Alice Guy, en nokkrar af myndum hennar verða sýndar á Bíótekinu á sunnudag, en það eru mánaðarlegar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís á vegum Kvikmyndasafns Íslands. Við ræddum við Ester Bíbi og Gunnar Tómas Kristófersson.
Patrekur Björgvinsson heldur áfram að fjalla um ýmis fyrirbæri í alþýðumenningu samtímans. Í síðasta pistli, fyrir tveimur vikum pældi hann í þeirri hefð að gefa húsbílum nöfn. En að þessu sinni veltir hann fyrir sér trúbadorum, hlutverki þeirra og stöðu í samfélaginu.
Jón karl Helgason kvikmyndagerðarmaður hefur rannsakað sundmenningu Íslendinga í myndum sínum. Fyrst í mynd sem heitir Sundið sem fjallaði um sundkennslu á Íslandi og svo nú í myndinni Sundlaugasögur sem verður frumsýnd í kvöld. Þar kynnir hann sér ýmiskonar félagsstarf og sundmenningu í laugum landsins.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Sextán þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að breyta kosningalögunum til að jafna atkvæðavægi landsmanna. Við breytinguna myndi þingmönnum norðausturkjördæmis fækka um þrjá og norðvesturkjördæmis um tvo. Við hringdum vestur í Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra Bolungarvíkur og heyra hvernig honum líst á þessi áform þingmannanna.
Stór hluti þeirra einstaklinga sem orðið hefur fyrir tjóni vegna netsvindls á undanförnum fimm árum er eldri en 60 ára. Morgunblaðið greindi til að mynda frá því í gær að fjórir eldri borgarar á Íslandi hafi tapað yfir 60 milljónum króna í svikamyllum af þessu tagi - og að hæsta upphæðin nemi tæpum 90 milljónum. Við ræddum við Dýrleifu Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Félags eldri borgara og Brynju Maríu Ólafsdóttur, sérfræðing í regluvörslu hjá Landsbankanum, til að ræða netsvindl og hvernig eigi að varast þau.
Íslensku bankarnir hafa hagnast um 114 milljarða króna á undanförnum 12 mánuðum vegna svokallaðs vaxtamuns - þ.e. vextir bankanna eru hærri en þeir þurfa sjálfir að greiða. Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar á vaxtaprósentu bankanna og hagnaðarkröfu þeirra. Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands hefur lagst yfir hagnað bankanna og var gestur okkar.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, var gestur okkar eftir átta fréttir. Það var nóg um að ræða: Kvikmyndagerð og niðurskurður til kvikmyndasjóðs, efnahagssamdráttur og möguleg kreppa í Evrópu, kjaraviðræður og staða bankana.
Á laugardag hefjast nýir þættir á RÚV um Sigurð Sigurjónsson, Sigga Sigurjóns, leikara sem öll þjóðin þekkir og kann vel að meta - en ríflega fjörutíu ár eru síðan hann hóf að leika fyrir þjóðina á fjölum leikhúsanna, á hvíta tjaldinu og að sjálfsögðu á sjónvarpsskjánum. Siggi kom til okkar ásamt aðstandendum þáttarins, þeim Birni Emilssyni og Guðmundi Pálssyni.
Annan hvern þriðjudag ræðum við við Sævar Helga Bragason um heim vísindanna - og á því var engin undantekning í dag.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 4. október 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Jóhann G. Jóhannsson - Don?t try to fool me
New kids on the block - Tonight
Emmsjé Gauti - Malbik
Reverend and the makers - Heatwave in the cold north
arctic Monkeys - There?d better be a mirrorball
Dikta - Dig deeper
Peter Gabriel & Kate Bush - Don?t give up
Rihanna - Don?t stop the music
Bangles - Eternal flame
Kinks - All day and all of the night
Moby & Indochine - This is not our world
Wolf Alice - The last man on earth
10:00
Júníus Meyvant - High heels
Bucketheads - The Bomb
Blur - The universial
U2 - The Fly
Phoenix - Tonight Ft. Ezra Koenig
David Bowie & Tina Turner - Tonight
Hjálmar - Að grafa sig í fönn
Scritti Politti - The word girl
Kasabian - The Wall
Simple Minds - First they jump
Tracy Chapman - Talkin?bout revelution
Sálin og Sinfó - Allt eins og það á að vera
First aid kit - Emmylou
11:00
Þórunn & Berndsen - For your love
Þokkabót - Miðvikudagur
Emilía Torrini - Jungle Drum
The bees - Chicken payback
Gorillaz - New gold Ft. tame Impala & Bootie Brown
Confidence man - Luvin U is easy
Lára Rúnars - Vötnin
Friðrik Ómar - Ég elska þig mest á morgnana
Todmobile - Gleym mér ei
Björk - Her mother?s house (Plata vikunnar)
The Temper trap - Sweet disposition
Delacy - Hideaway
PJ Harvey - who by fire Ft. Tim Philips
Ásdís - Dirty dancing Ft. Glockenbach
Quarashi - Stars
12:00
Ásgeir Trausti - Snowblind
Cure - Close to you
Sam Fender - Getting started
KK Band - Besti vinur
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þrjú sæta gæsluvarðhaldi fram á mánudag vegna gruns um aðild að manndrápi í Ólafsfirði. Fréttastofa hefur heimildir um að fólkið hafi átt í deilum.
Í fyrsta sinn í sögu Landsvirkjunar þarf fyrirtækið að segja nei við fjölmörgum verkefnum því orka er ekki til staðar. Þrátt fyrir orkukreppu í heiminum er sæstrengur ekki á dagskrá.
Byrjun Liz Truss í embætti forsætisráðherra Bretlands er sú versta í manna minnum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hún stendur frammi fyrir uppreisn í þingflokknum og hruni í skoðanakönnunum.
Hafrannsóknastofnun leggur til að upphafskvóti á loðnuvertíðinni í vetur verði um 180 þúsund tonnum minni en áður hafði verið áætlað. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir þetta vonbrigði og talsvert undir því sem vænst var.
Formaður Flokks fólksins ætlar ekki að biðja oddvita og varabæjarfulltrúa á Akureyri sem hafa sagt sig úr flokknum afsökunar á einu né neinu. Hún segir þá hafa brugðist kjósendum.
Enginn þeirra Afgana sem íslensk stjórnvöld buðu til landsins í janúar er kominn hingað. Skortur á vegabréfum í Afganistan er stór hindrun við að koma fólkinu úr landi.
Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað við strandir í syðri hluta Noregs. Sérstaklega er fylgst með gas- og olíuleiðslum. Lögregluyfirvöld hér fylgjast grannt með þróun mála.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Það líður varla sú vika að við heyrum ekki af því að verið sé að opna nýjan veitingastað í Reykjavík. Raunar er það svo að veitingahúsaflóran hefur aldrei verið fjölbreyttari. Á sama tíma er vandamálið oftar en ekki að það vantar starfsfólk og sérstaklega starfsfólk með reynlu og þekkingu.
Margrét Reynisdóttir hefur rekið starfsþróunarfyrirtækið Gerum betur ehf. frá árinu 2002, haldið námskeið, veitt ráðgjöf í þessum málum og hún kemur til okkar og segir okkur frá hversu miklu máli það skiptir að hafa starfsfólkið þrautþjálfað.
Er nauðsynlegt að taka stöðumat þegar komið er yfir fertugt ? Á þeim tímamótum ættu flestir að vera sestir vel í sjálfum sér og ættu flestir einnig að þekkja orðið styrkleika sína ágætlega. Er fólk fast í viðjum vanans eða er þetta rétti tímapunkturinn til að breyta. Þessu og miklu fleiru velta þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir doktor og borgarfulltrúi og Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi fyrir sér á örnámskeiði sem hefur yfirskriftina Ferillinn eftir fertugt. Herdís Pála kemur til okkar á eftir og ræðir þessar vangaveltur við okkur.
Fyrr í dag fórum við í heimsókn í fatasöfnun Rauða krossins í Skútuvogi en þar er fatnaður flokkaður frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Guðrbjörg Rut Pálmadóttir leiddi okkur í gegnum flokkunina og sagði okkur frá ferlinu frá þeirri stundu er við komum og setjum poka í söfnunargáma frá Rauða krossinum.
Kveikur er á dagskrá sjónvarps í kvöld og Í seinni hluta þáttarins veita Brynja Þorgeirsdóttir og Arnar Þórisson okkur sérstaka innsýn í líf Haraldar Þorleifssonar, milljarðamæringsins sem er helst frægur fyrir að borga alla þá skatta sem hann mögulega getur og standa fyrir byggingu hjólastólarampa um allt land. Brynja kemur til okkar á eftir og segir okkur aðeins frá þessum merkilega manni.
Við hringjum til London en þar býr og starfar ung kona Ásdís Rós, leikkona og dansari að mennt. Stuttmyndin hennar Minn kæri vinur líkami var sýnd á Shorts On Tap kvikmyndahátíðinni á föstudaginn auk þess sem myndin var sýnd á Lady kvikmyndagerðarmannahátíðinni í Beverly Hills um síðustu helgi. En hver er Ásdís Rós og hvernig fæddist hugmyndin að Minn kæri vinur líkami, við komumst að því á eftir.
Í dag birtist grein á Vísi skrifuð af Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur markaðsstjóra Háskólaseturs Vestfjarða. Í greininni lýsir hún aðbúnaði móður sinnar sem er bæði öldruð og heilabiluð og dvelur á hjúkrunarheimili. Lýsingarnar eru sláandi. Ingibjörg Rósa er á línunni.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 4.október 2022
Fjöldahjálparstöð sem verið er að opna í Borgartúni í Reykjavík getur tekið á móti fyrsta flóttafólkinu í kvöld eða á morgun. Stjórnvöld voru uppiskroppa með húsnæði og neyddust til að biðja Rauða krossinn um aðstoð.
Rússar viðurkenndu í dag ósigra á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu. Bandaríkjaforseti lofar Úkraínu frekari hernaðaraðstoð
Hávær mótmæli hafa staðið yfir í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá því í gær. Varaformaður nemendafélagsins segir ótækt- að þolendur ofbeldis mæti aðgerðaleysi skólastjórnenda
Hundruð hugmynda hafa borist í hugmyndasöfnunina Hverfið mitt. Hugmyndir reykvískra skólabarna eru einu orði sagt skrautlegar.
Staða svissneska bankans Credit Suisse hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum. Hlutabréfaverð í bankanum hefur hríðlækkað síðustu misseri og bankinn áformar fjöldauppsagnir. Greinendur segja kaup í bankanum aðeins fyrir þá djörfu. Ekki er þó ástæða til að óttast um of áhrifin á íslenskan markað, segir hlutabréfagreinandi.
Hafrannsóknastofnun lagði í morgun til að loðnukvóti fyrir komandi vertíð verði ekki meiri en rúm 218.000 tonn. Það er 180 þúsund tonnum minna en upphafsráðgjöf gaf til kynna eftir mælingar í fyrrahaust. Þá var talið óhætt að veiða um 400.000 tonn á komandi vertíð og á síðustu vertíð var gefinn út kvóti upp á tæp 870 þúsund tonn sem var með allra mesta móti í áraraðir. Þessu koma sjávarbyggðir landsins til með að finna fyrir á komandi vetri með færri störfum og áhrifin á efnahagskerfið óhjákvæmileg. Það gefur augaleið að það kemur minna í kassann. Spegillinn ræddi við Guðmund J Óskarsson, sviðstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
Sameinuðu þjóðirnar fara fram á rúmlega átta hundruð milljónir dollara vegna neyðarástands í Pakistan af völdum flóða síðastliðið sumar. Stór hluti landsins er enn umflotinn vatni og erfiðleikar íbúanna aukast stöðugt. Fjárhæðin er fimm sinnum hærri en áður var talin þörf á- til að koma íbúunum til hjálpar.
Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Það er bullandi haust stemmning í Undiröldunni að þessu sinni þar sem boðið er upp á nýtt efni frá Birni Jörundi og Röggu Gröndal, Uppáhellingunum og Sigríði Thorlacius, Magnúsi og Jóhann, Guðmundur Andri Thorsson og Ragnheiður Rani Ólafsdóttur, Natan Degi, Jóni Jónssyni, KristinnR og dúettnum Frumburði.
Lagalistinn
Björn Jörundur, Ragga Gröndal - Reiknaðu með mér
Uppáhellingarnir, Sigríður Thorlacius - Augun þín blá
Magnús og Jóhann - It's Only Love
Guðmundur Andri Thorsson, Ragnheiður Rani - Sumarnótt
Natan Dagur - Holding on
Jón Jónsson - Ég var ekki þar
KristinnR - A Girl Like You
Frumburður - Bráðna
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Súldin er með seigasta móti en það stoppar ekki Kvöldvaktina í að bjóða upp á hressa og hlýlega nýja tónlist frá ; Beck, Jawny, Systrum, Simple Minds, Suede, Biig Piig, Ásgeir Trausta, Jamie xx, War On Drugs og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Dikta - Dig Deeper
Cowboy Junkies - A Common Disaster
Jawny - Adios
Smiths - Stop Me...
Whitney - Memory
Systur - Dusty Road
Karen Dalton - Something on Your Mind
Beck - Old Man
Bobby Gentry - Ode to Billy Joe
Snorri Helgason - Falleg
The Killers - Boy
Sugarcubes - Motorcrash
Suede - 15 Again
Simple Minds - First You Jump
Siouxsie and the Banshees - Spellbound
Self Esteem - Fucking Whizardry
LCD Soundsystem - New Body Rhumba
Bomba Estéreo, Manu Chao - Under the Spell
Depeche Mode - Where's the Revolution
Moby & Indochine - This Is Not Our World
Human League = Don't You Want Me
Biig Piig - Kerosene
Jamie xx - Kill Dem
Fred Again... - Danielle
Lea - Letting Go
Ásgeir Trausti - Borderland
Vök - Headlights
The Cure - Lovesong
Thurston Mooore - Speak To the Wild
Broken Bells - Saturdays
PJ Harvey, Thom Yorke - This Mess We're In
Death Cab For Cutie - Asphalt Meadows
War On Drugs - Oceans of Darkness
Sam Smith - Unholy
Loyle Carner - Nobody Knows
DJ Shadow, Run the Jewels - Nobody Speak
Úlfur úlfur, Birnir - Dínamít
JóiPé, Daniil - Áhyggjur
Kanye West - Heartless
Beyoncé - Cuff It
Coolio - Fantastic Voyage
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Björk var að senda frá sér 10undu sólóplötuna sína; Fossora.
Þetta er lífræn plata ? mikil jarðtenging, Björk segir að Fossora sé Sveppaplatan sín. Sveppirnir eru eins og internet skóganna segir hún.
Platan er að mestu tekin upp á Íslandi, unnin á Covid-tímanum og flestir sem eru með Björk á plötunni eru íslenskir vinir og kunningar; Hamrahlíðarkórinn, fólk úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ofl. Björk er sjálf upptkökustjóri en Bergur þórisson var hennar hærgi hönd.
Það er mikill áhugi á plötunni um allan heim enda er Björk frumkvöðull og einstakur listamaður. Björk sýnir okkur aðeins inn í veröld sína í Rokklandi í dag.