06:50
Morgunvaktin
Peningamál, Berlínarspjall og nýr mannauður
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Í spjalli um efnahag og samfélag fjallaði Þórður Snær Júlíusson meðal annars um verðlækkun íslenskra hlutabréfa, bólumyndun á húsnæðismarkaði og yfirvofandi vaxthækkanir á óverðtryggðum húsnæðislánum. Aukinn skattur á orkuframleiðslu og fiskeldi í Noregi var einnig til umræðu.

Milljón flóttamenn hafa komið til Þýskalands það sem af er ári. Langflestir frá Úkraínu en einnig frá Afganistan, Pakistan og Sýrlandi. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði meðal annars um vaxandi áhyggjur þýskra yfirvalda af stöðinni en örðugt er að útvega öllum húsnæði og vinnu. Arthúr sagði líka frá rithöfundinum og rannsóknarblaðamanninum Gunter Wallraff sem varð áttræður á dögunum. Hann varð frægur á sínum tíma fyrir bók sem hann skrifaði og afhjúpaði ómannúðlega meðferð og framkomu gagnvart innflytjendum í Þýskalandi á árunum eftir síðari heimsstyrjöld.

Við þurfum að taka miklu betur á móti fólki sem sest hér að en við gerum nú. Það segir Berglind Ásgeirsdóttir, fyrrverandi sendiherra, sem telur íslenskt samfélag fara á mis við mikið við að hvetja ekki og hjálpa nýjum Íslendingum að taka virkan þátt í lífinu og tilverunni í landinu. Það á að nýta mannauðinn, segir hún. Berglind hefur helgað sig málefninu að undanförnu og hélt um það erindi nýverið á fundi Hins íslenska þjóðvinafélags. Hún er bjartsýn á að hlutirnir færist til betri vegar.

Tónlist:

Þrek og tár - Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir,

Ó hve glöð ég er - Elly Vilhjálms,

Vagg og velta - Erla Þorsteinsdóttir.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,