20:35
Samfélagið
Læknisfræðinóbell, rannsóknir í afbrotafræði og aðskotaorð íslenskunna
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði í ár fyrir fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. Þess á geta að faðir Svantes, lífefnafræðingurinn Sune Bergström hlaut sömu verðlaun árið 1982 Kollegi Svantes, Arnar Pálsson erfðafræðingur segir okkur allt um nóbelsverðlaunahafann og rannsóknir hans.

Við ætlum svo að skoða nýjustu strauma og stefnur í lögreglu og afbrotafræðum. Eyrún Eyþórs­dótt­ir, lektor í lög­reglu­fræðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Margrét Valdimarsdóttir dósent við HA í afbrotafræði voru að koma af árlegri ráðstefnu afbrotafræðinga í Evrópu. Þar voru fjölbreyttar rannsóknar kynntar, Margrét og Eyrún kynntu eina slíka sem þær hafa unnið að sem snýst um rannsókn á fordómum lögreglunema.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur: Skoðum greinar sem voru skrifaðar rétt undir lok áttunda áratugarins þar sem Sigurður Skúlason magister telur upp aðskotaorð í íslensku tungumáli. Og hver eru þessi aðskotaorð? Jú, halló, til dæmis. Baktería. Drama. Dama. Sósa - og svo fleiri og fleiri. Skellur fyrir hreintungusinna - eða hvað?

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,