20:35
Samfélagið
Læknisfræðinóbell, rannsóknir í afbrotafræði og aðskotaorð íslenskunna
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði í ár fyrir fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. Þess á geta að faðir Svantes, lífefnafræðingurinn Sune Bergström hlaut sömu verðlaun árið 1982 Kollegi Svantes, Arnar Pálsson erfðafræðingur segir okkur allt um nóbelsverðlaunahafann og rannsóknir hans.

Við ætlum svo að skoða nýjustu strauma og stefnur í lögreglu og afbrotafræðum. Eyrún Eyþórs­dótt­ir, lektor í lög­reglu­fræðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Margrét Valdimarsdóttir dósent við HA í afbrotafræði voru að koma af árlegri ráðstefnu afbrotafræðinga í Evrópu. Þar voru fjölbreyttar rannsóknar kynntar, Margrét og Eyrún kynntu eina slíka sem þær hafa unnið að sem snýst um rannsókn á fordómum lögreglunema.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur: Skoðum greinar sem voru skrifaðar rétt undir lok áttunda áratugarins þar sem Sigurður Skúlason magister telur upp aðskotaorð í íslensku tungumáli. Og hver eru þessi aðskotaorð? Jú, halló, til dæmis. Baktería. Drama. Dama. Sósa - og svo fleiri og fleiri. Skellur fyrir hreintungusinna - eða hvað?

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,