16:05
Síðdegisútvarpið
17.ágúst
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Í vikunni bárust af því fréttir að ÍSOR íslenskar orkurannsóknir hefðu gert sinn stærsta samning erlendis sem felst í að bora eftir jarðvarma í Himalayafjöllum. Samkvæmt fréttinni gæti þetta verið upphafið að einhverju meira - Árni Magnússon forstjóri kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessu ævintýri.

Á menningarnótt verður málverkasýning í Gallerí 16 á Vitastíg sem hefur yfirskriftina Limir Íslands.

Á sýningunni er að finna myndir af limum sem listakonan Jóna Dögg málaði eftir óumbeðnum typpamyndum sem hún hefur fengið sendar frá karlmönnum. Jóna Dögg kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir og segir okkur nánar frá þessu.

Þó úti sé vonskuveður í það minnsta hérna á suðvesturhorni landsins þá tökum við stöðuna á Gunnari Bender sem segir okkur nýjustu tíðindi af veiði í ám og vötnum. Hann er eflaust staddur á einhverjum árbakkanum og lætur veðrið ekki stoppa sig.

Þættirnir Með okkar augum hefja göngu sína á RÚV í kvöld. Þetta er tólfta serían sem liðsmenn Með okkar augum ráðast í. Katrín Guðrún Tryggvadóttir dagskrárgerðarkona og Elín Sveinsdóttir framleiðandi koma til okkar á eftir.

Magnús Ingi Ingvarsson slökkviliðsmaður og Ásdís Gíslason upplýsingafulltrúi slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu koma til okkar á eftir. Unandfarin ár hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og um leið styrkt góð málefni. Í ár hlaupa slökkviliðsmenn til styrktar Ljósinu - endurhæfingar og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda. Þau Magnús og Ásdís segja okkur betur frá þessu síðar í þættinum.

Sveinn Rúnar Sigurðsson læknir og mannvinur hefur verið í forsvari fyrir leiðandi samtök úkraníumönnum til stuðnings á Íslandi. Sá hópu kallast flotta fólk og er á Facebook. Flottafólk hefur verið starfrækt síðan stríðið hófst, rekið leikskóla, dreifingarmiðstöð, félagsmiðstöð sálfræði- og læknisþjónustu og skipulagt fjölskyldu og barnastarf fyrir þennan hóp. En hvernig hefur þjónustan gengið sumar, hverjir hafa verið flöskuhálsarnir og hvernig er útlitðið framundan, Sveinn er hingað kominn.

Var aðgengilegt til 17. ágúst 2023.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,