20:35
Samfélagið
Fardagar fugla, þjóðlegar deilur um hjónabandssælu og leðurblökur
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi: Fardagar fugla standa sem hæst, margar tegundir löngu búnar að hypja sig af landi burt, aðrar í startholunum - það er eftirsjá að þeim, þarna eru fuglar sem koma með vorið og sumarið til okkar, kyrja undir sólinni - og nú eru þeir að fara. En afhverju og hvert? Hvernig fór sumarið í ár með þá, og koma þeir ekki örugglega aftur?

Jóna Símonía Bjarnadóttir: Jóna rekur ásamt vinkonum sínum kaffihúsið Þjóðlegt með kaffinu í félgasheimilinu í Ögri í Ísafjarðardjúpi. Og eins og gefið er til kynna er þjóðlegt meðlæti á boðstólnum. Rætt við Jónu um reksturinn og framleiðsluna og deilurnar um hjónabandssæluna. Hversu mikið af sultu, hvernig sultu, hversu stökk á hún að vera og hvernig munstur á að vera ofan á. Sitt sýnist hverjum og vinkonurnar skipa sér hvert í sitt horn þegar kemur að því hvernig hjónabandssælan á að vera - eins og Íslendingar allir að þvi er virðist.

Endurfluttur pistill frá Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðingi um leðurblökur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,