12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 17. ágúst 2022
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Efling vill sjá flata krónutöluhækkun í næstu kjarasamningum og telur þörf á að hækka mánaðarlaun um minnst 52 þúsund til að halda í markmið lífskjarasamningsins um kaupmátt launa. Ríkissáttasemjari segir að væntingar aðila vinnumarkaðarins hafi færst heldur í sundur undanfarið.

Forstjóri Vegagerðarinnar segir ljóst að vegakerfið þyrfti fljótt á endurnýjun að halda, nái áform um vikurflutninga milli Hafurseyjar og Þorlákshafnar fram að ganga.

Lokað er að eldstöðvunum í Meradölum í dag vegna veðurs. Lokunarpóstur er á Suðurstrandarvegi og björgunarsveitarmenn standa þar vakt.

Ekkert barn í Reykjanesbæ fætt árið 2021 hefur fengið leikskólapláss. Fræðslustjóri segir vandann vera vegna örrar fólksfjölgunnar.

Mikil ummerki hafa sést um utanvegaakstur á hálendinu norðan Vatnajökuls í sumar. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs segir ástandið með því versta sem hann hafi séð.

Verðbólga mælist nú yfir tíu prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri síðan 1982.

Verði ekki brugðist við manneklu á Landspítala fer spítalinn í þrot. Þetta segir forstjóri spítalans sem segir að aldrei hafi vantað jafn marga starfsmenn.

Bandaríska þingkonan Liz Cheney, einn harðasti gagnrýnandi Donalds Trumps, missir líklega sæti sitt á þingi eftir að hún tapaði í forkosningum Repúblikana í Wyoiming í gær.

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson komst í morgun í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Munchen í Þýskalandi. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,