06:50
Morgunvaktin
Kjarasamningar framundan, Wagner-liðar og símenntun
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna 1. nóvember; eftir tvo og hálfan mánuð. Flest bendir til að samningaviðræður verði strembnar; mikið ber í milli eins og sagt er, ef marka má yfirlýsingar talsmanna atvinnurekenda og launafólks. Hvernig líst ríkissáttasemjara á blikuna og yfir hvaða aðferðum býr hann til að miðla málum?Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari kom til okkar.

Svokölluð Wagner-sveit rússneskra málaliða hefur ratað í fréttir eftir innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðarnir hafa áður látið til sína taka í átökum á Krímskaga og í Afríku og þykja afar harðsvíraðir. Mikil leynd hefur hvílt yfir sveitinni þar til nýlega en ljóst að hún nýtur velþóknunar rússneskra stjórnvalda. Vera Illugadóttir sagði okkur frá þessari hersveit og Wagner þessum sem hún er kennd við.

Og við settumst á skólabekk, líkt og tugþúsundir gera þessa dagana. SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, býður upp á fjölbreytt nám og námskeið; meðal annars í íslensku fyrir útlendinga. Amanda Guðrún Bjarnadóttir fréttamaður tók hús á Valgeiri Blöndal Magnússyni framkvæmdastjóra SÍMEY.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Tears on my pillow ? Sha na na

Vísur Vatnsenda-Rósu - Guitar Islancio

Góða veislu gjöra skal ? Guitar Islancio

Shelter from the storm - Bob Dylan

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,