Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Magnús G. Gunnarsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna 1. nóvember; eftir tvo og hálfan mánuð. Flest bendir til að samningaviðræður verði strembnar; mikið ber í milli eins og sagt er, ef marka má yfirlýsingar talsmanna atvinnurekenda og launafólks. Hvernig líst ríkissáttasemjara á blikuna og yfir hvaða aðferðum býr hann til að miðla málum?Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari kom til okkar.
Svokölluð Wagner-sveit rússneskra málaliða hefur ratað í fréttir eftir innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðarnir hafa áður látið til sína taka í átökum á Krímskaga og í Afríku og þykja afar harðsvíraðir. Mikil leynd hefur hvílt yfir sveitinni þar til nýlega en ljóst að hún nýtur velþóknunar rússneskra stjórnvalda. Vera Illugadóttir sagði okkur frá þessari hersveit og Wagner þessum sem hún er kennd við.
Og við settumst á skólabekk, líkt og tugþúsundir gera þessa dagana. SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, býður upp á fjölbreytt nám og námskeið; meðal annars í íslensku fyrir útlendinga. Amanda Guðrún Bjarnadóttir fréttamaður tók hús á Valgeiri Blöndal Magnússyni framkvæmdastjóra SÍMEY.
Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Tears on my pillow ? Sha na na
Vísur Vatnsenda-Rósu - Guitar Islancio
Góða veislu gjöra skal ? Guitar Islancio
Shelter from the storm - Bob Dylan
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Fyrir utan að sitja í borgarstjórn þá er Þórdís Lóa skógarbóndi fyrir norðan ásamt fjölskyldu sinni.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við töluðum í gær við Brynju Davíðsdóttur verkefnastjóra hjá Fuglavernd um kosninguna á fugli ársins. Við fengum skemmtilegan tölvupóst frá Jóhönnu G. Harðardóttur, blaðamanni og Kjalnesingagoða, þar sem hún tók upp hanskann fyrir krumma landsins. Hún vill meina að hröfnum sé ekki sýndur nægilegur sómi, því þeir séu mjög merkilegir fuglar sem hafa þraukað hér á landi líklega talsvert lengur en mannfólkið. Hún hefur átt í talsvert nánu sambandi við hrafnahjón frá árinu 2006 og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessum merkilegu fuglum.
Svo heyrðum við áhugaverða sögu af öðru merkilegu dýri. Forystusauðurinn Jarl, sem býr hjá Sigríði Ævarsdóttur og Benedikti Líndal að Gufuá í Borgarfirði, hefur nú látið sig hverfa í tvígang og brugðið sér í bæjarferð. Hann var fangaður á hringtorginu í Borgarnesi rúmum sólarhring eftir að hann hvarf í fyrra skiptið. Eitthvað hefur lífið í mannabyggð heillað hann því hann stakk aftur af mánuði síðar. Sigríður fræddi okkur um forystusauði og Jarli í þættinum.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði Magnús frá ferð sinni til Svíþjóðar sem hann fór á dögunum. Þar fór hann ásamt félögum sínum til að spila og syngja vísur og söngva eftir Cornelis Vreeswijk, eitt af stærstu vísnaskáldum svía. Hann sagði af ferðum sínum til Karlskrona í suðri og svo frá gömlum ferðamannastað á Austur Gotlandi. Ferðin endaði í Stokkhólmi, fegurstu borg Norðulanda og þar var spilað og sungið fyrir Cornelis aðdáendur á fornum veitingastað nálægt miðborginni.
Tónlist í þættinum í dag:
Sölvi Helgason / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Krummi krunkar úti / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson)
Söngur dýranna í Týról / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson)
Nudistpolka / Cornelis Vreeswijk
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Um þessar mundir er flutt úrval úr Uppástandi.
Stefán Ingvar Vigfússon grínari og höfundur velti SAMÞYKKI fyrir sér í júní.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Efling vill sjá flata krónutöluhækkun í næstu kjarasamningum og telur þörf á að hækka mánaðarlaun um minnst 52 þúsund til að halda í markmið lífskjarasamningsins um kaupmátt launa. Ríkissáttasemjari segir að væntingar aðila vinnumarkaðarins hafi færst heldur í sundur undanfarið.
Forstjóri Vegagerðarinnar segir ljóst að vegakerfið þyrfti fljótt á endurnýjun að halda, nái áform um vikurflutninga milli Hafurseyjar og Þorlákshafnar fram að ganga.
Lokað er að eldstöðvunum í Meradölum í dag vegna veðurs. Lokunarpóstur er á Suðurstrandarvegi og björgunarsveitarmenn standa þar vakt.
Ekkert barn í Reykjanesbæ fætt árið 2021 hefur fengið leikskólapláss. Fræðslustjóri segir vandann vera vegna örrar fólksfjölgunnar.
Mikil ummerki hafa sést um utanvegaakstur á hálendinu norðan Vatnajökuls í sumar. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs segir ástandið með því versta sem hann hafi séð.
Verðbólga mælist nú yfir tíu prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri síðan 1982.
Verði ekki brugðist við manneklu á Landspítala fer spítalinn í þrot. Þetta segir forstjóri spítalans sem segir að aldrei hafi vantað jafn marga starfsmenn.
Bandaríska þingkonan Liz Cheney, einn harðasti gagnrýnandi Donalds Trumps, missir líklega sæti sitt á þingi eftir að hún tapaði í forkosningum Repúblikana í Wyoiming í gær.
Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson komst í morgun í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Munchen í Þýskalandi. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fangelsi eru ekki gerð fyrir fólk sem er alvarlega veikt á geði, segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna. Margir þeir sem nú sitja inni eru þar vegna ofbeldisbrota og innan veggja fangelsanna ríkir ofbeldismenning. Sumir fangar, sem geðheilbrigðisteymið telur að eigi ekki erindi inn í fangelsi, beita ofbeldi þar en hefðu líklega ekki gert það áður. Fangelsin búa til ofbeldismenn. Og fangelsismálastjóri segir að hinn endalausi úrræðisskortur fyrir fanga sem eru geðveikir, en samt sakhæfir, geti verið spurning um líf eða dauða. Það er til dæmis ekki langt síðan að veikur fangi réðist á tvo fangaverði og slasaði þá alvarlega. Svo hafa fangar líka svipt sig lífi. Þetta helst skoðaði stöðuna á geðheilbrigðskerfinu þegar kemur að föngum á Íslandi.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi: Fardagar fugla standa sem hæst, margar tegundir löngu búnar að hypja sig af landi burt, aðrar í startholunum - það er eftirsjá að þeim, þarna eru fuglar sem koma með vorið og sumarið til okkar, kyrja undir sólinni - og nú eru þeir að fara. En afhverju og hvert? Hvernig fór sumarið í ár með þá, og koma þeir ekki örugglega aftur?
Jóna Símonía Bjarnadóttir: Jóna rekur ásamt vinkonum sínum kaffihúsið Þjóðlegt með kaffinu í félgasheimilinu í Ögri í Ísafjarðardjúpi. Og eins og gefið er til kynna er þjóðlegt meðlæti á boðstólnum. Rætt við Jónu um reksturinn og framleiðsluna og deilurnar um hjónabandssæluna. Hversu mikið af sultu, hvernig sultu, hversu stökk á hún að vera og hvernig munstur á að vera ofan á. Sitt sýnist hverjum og vinkonurnar skipa sér hvert í sitt horn þegar kemur að því hvernig hjónabandssælan á að vera - eins og Íslendingar allir að þvi er virðist.
Endurfluttur pistill frá Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðingi um leðurblökur.
Útvarpsfréttir.
Fimm þættir um þjóðarleiðtoga sem aðhyllast þjóðernispopúlisma.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Fimm þættir um þjóðarleiðtoga sem aðhyllast þjóðernispopúlisma.
Í öðrum þætti er fjallað um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Viðmælendur eru stjórnmálaprófessoranri Eiríkur Bergmann og Silja Bára Ómarsdóttir.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Útvarpsfréttir.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.
Gestur þáttarins er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur hefur rannsakað samskipti smáríkisins Íslands við umheiminn um árabil og sendi nýlega frá sér bók um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til lýðveldisstofnunar. Rætt er við Baldur um efni þessarar bókar en sjónum er einnig beint að samtíma okkar, breytingunum sem eru að eiga sér stað í alþjóðakerfinu með innrás Pútíns í Úkraínu og hugsanlegan sofandahátt í aðdraganda innrásarinnar.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Ung Nordisk Musik hátíðin fer fram á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. UNM er samstarfsvettvangur og uppskeruhátíð tónsmiða frá nyrstu löndum Evrópu, sem í ár telur líka með Eistrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen. Hátíðin hófst á mánudag og klárast á sunnudagsmorgun og á dagskrá hennar er fjöldinn allur af tónleikum, innsetningum, málþingum, sýningum og vettvangsferðum. Allt þetta og meira til, afsprengi vinnu ungu kynslóðarinnar meðal tónsmiða og kollega þeirra þvert á listgreinar. Við fengum þau Sóleyju Sigurjónsdóttur og Þorkel Nordal til að segja okkur nánar frá hátíðinni.
Helga Rakel Rafnsdóttir flytur okkur pistil um bandarísku listakonuna og ljósmyndarann Fransescu Woodman, sem á sinni stuttu ævi skapaði einstök ljósmyndaverk með sterkum höfundareinkennum, þar sem líkami hennar sjálfrar var oftar en ekki í forgrunni.
Bergur Þórisson er tónlistarmaður og tónlistarstjóri sem byrjaði snemma að blása í básúnu og fikta við tæki og tól í hljóðverum. Hann er annar tveggja meðlima í Hugum, hljómsveit sem hann stofnaði ásamt æskuvini sínum af Seltjarnarnesi. Hann hefur hlotið Bafta verðlaun og Grammy-tilnefningu, og hefur gert mikið af því að vinna tónlist í samstarfi við aðra. Síðastliðin sex ár hefur hann verið tónlistarstjóri Bjarkar. Bergur verður gestur okkar í nýjum dagskrárlið Víðsjár, Svipmyndinni, kemur með nokkur lög, segir okkur frá ferlinum og svarar auk þess nokkrum spurningum úr Proust spurningalistanum.
Umsjónarmenn: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í sumar hóf HBO sjónvarpsstöðin sýningu á nýjum þáttum kanadíska grínistans Nathan Fielder. Þættirnir hafa vakið mikla athygli, jákvæða og neikvæða. Við ræðum umdeildar hliðar þátts sem er á mörkum gríns og raunveruleika við grínistana Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur og Pálma Frey Hauksson.
Gamla eldavélin hans Kristjáns er komin á eftirlaun en hún hefur verið í stöðugri notkun frá árinu 1948. Í dag endurflytjum við innslag Krisjáns frá því í desember í fyrra þar sem hann minnist Rafha-eldavélarinnar sinnar, kynnir sér sögu hennar, heyrir um hafnfirska fyrirtækið sem framleiddi vélina og fyrri eiganda sem bakaði margar sortir af smákökum fyrir hver jól í litla ofninum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fjórir eru í haldi vegna 100 kílóa af kókaíni sem fundust í vörusendingu á leið til landsins. Þetta er langmesta magn sem lögregla hefur lagt hald á í einu.
Skóla- og frístundasvið kom saman í dag til að ræða stöðuna í leikskólamálum í borginni. Ekki er hægt að úthluta 200 lausum plássum vegna manneklu. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Árelíu Eydís Guðjónsdóttur og Harald Frey Gíslason.
Umhverfisráðherra leggst gegn áformum um þungaflutninga vikurs á Suðurlandi. Hann segir dæmið ekki ganga upp. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson.
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kallar eftir tafarlausum aðgerðum vegna neyðarástands í Tígray í Eþíópíu. Hann segir milljónir manna búa við hörmungar, sem alþjóðasamfélagið hafi að mestu litið fram hjá. Ólöf Erlendsdóttir tók saman.
Markverðar hitabylgjur hafa verið í hverjum einasta mánuði ársins. Veðurfræðingur segir að búast megi við fleiri og verri hitabylgjum. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Halldór Björnsson
Liz Cheney, þingmaður Repúblikana á Bandaríkjaþingi, fékk slæma útreið í forkosningum í gær vegna andstöðu við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Talsverðar líkur eru á að þau berjist um útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024. Ásgeir Tómasson tók saman.
Tugþúsundir falsaðra ferðavottorða voru gefin út í covid-faraldrinum af sænsku fyrirtæki án þess að sýni úr fólki væru nokkurn tíma rannsökuð. Höfuðpaurinn í málinu er grunaður um að ýta undir útbreiðslu smitsjúkdóms og á yfir höfði sér ævilangt fangelsi. Nú hefur málið hins vegar verið lagt á ís og útlit fyrir að enginn verði látinn sæta refsiábyrgð. Kári Gylfason tók saman.
Umsjón þáttarins hafði Hafdís Helga Helgadóttir og tæknimaður í útsendingu var Magnús Þorsteinn Magnússon.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Fjallað um umhverfi, umhverfisvernd, náttúruvernd og fleira.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Sumartónleikar frá Sambandi evrópskra útvarpsstöðva.
Hljóðritun frá tónleikum Diotima kvartettsins sem fram fóru á strengjakvartettahátíðinni í „Svarta demantinum“ í Kaupmannahöfn, 2. júní s.l.
Á efnisskrá eru strengjakvartettar eftir Franz Schubert, Thomas Adés og Alexander von Zemlinsky.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi: Fardagar fugla standa sem hæst, margar tegundir löngu búnar að hypja sig af landi burt, aðrar í startholunum - það er eftirsjá að þeim, þarna eru fuglar sem koma með vorið og sumarið til okkar, kyrja undir sólinni - og nú eru þeir að fara. En afhverju og hvert? Hvernig fór sumarið í ár með þá, og koma þeir ekki örugglega aftur?
Jóna Símonía Bjarnadóttir: Jóna rekur ásamt vinkonum sínum kaffihúsið Þjóðlegt með kaffinu í félgasheimilinu í Ögri í Ísafjarðardjúpi. Og eins og gefið er til kynna er þjóðlegt meðlæti á boðstólnum. Rætt við Jónu um reksturinn og framleiðsluna og deilurnar um hjónabandssæluna. Hversu mikið af sultu, hvernig sultu, hversu stökk á hún að vera og hvernig munstur á að vera ofan á. Sitt sýnist hverjum og vinkonurnar skipa sér hvert í sitt horn þegar kemur að því hvernig hjónabandssælan á að vera - eins og Íslendingar allir að þvi er virðist.
Endurfluttur pistill frá Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðingi um leðurblökur.
Hrólfs saga kraka og kappar hans er ein af Fornaldarsögum Norðurlanda. Sagan greinir frá afrekum og ævintýrum hins fræga Danakonungs Hrólfs kraka, er átti sverðið Sköfnung, og hinna hraustu kappa hans, Skjöldunga.
Sigurður Blöndal les.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við töluðum í gær við Brynju Davíðsdóttur verkefnastjóra hjá Fuglavernd um kosninguna á fugli ársins. Við fengum skemmtilegan tölvupóst frá Jóhönnu G. Harðardóttur, blaðamanni og Kjalnesingagoða, þar sem hún tók upp hanskann fyrir krumma landsins. Hún vill meina að hröfnum sé ekki sýndur nægilegur sómi, því þeir séu mjög merkilegir fuglar sem hafa þraukað hér á landi líklega talsvert lengur en mannfólkið. Hún hefur átt í talsvert nánu sambandi við hrafnahjón frá árinu 2006 og hún kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessum merkilegu fuglum.
Svo heyrðum við áhugaverða sögu af öðru merkilegu dýri. Forystusauðurinn Jarl, sem býr hjá Sigríði Ævarsdóttur og Benedikti Líndal að Gufuá í Borgarfirði, hefur nú látið sig hverfa í tvígang og brugðið sér í bæjarferð. Hann var fangaður á hringtorginu í Borgarnesi rúmum sólarhring eftir að hann hvarf í fyrra skiptið. Eitthvað hefur lífið í mannabyggð heillað hann því hann stakk aftur af mánuði síðar. Sigríður fræddi okkur um forystusauði og Jarli í þættinum.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins sagði Magnús frá ferð sinni til Svíþjóðar sem hann fór á dögunum. Þar fór hann ásamt félögum sínum til að spila og syngja vísur og söngva eftir Cornelis Vreeswijk, eitt af stærstu vísnaskáldum svía. Hann sagði af ferðum sínum til Karlskrona í suðri og svo frá gömlum ferðamannastað á Austur Gotlandi. Ferðin endaði í Stokkhólmi, fegurstu borg Norðulanda og þar var spilað og sungið fyrir Cornelis aðdáendur á fornum veitingastað nálægt miðborginni.
Tónlist í þættinum í dag:
Sölvi Helgason / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Krummi krunkar úti / Ásgeir Ásgeirsson (Ásgeir Ásgeirsson)
Söngur dýranna í Týról / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson)
Nudistpolka / Cornelis Vreeswijk
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í sumar hóf HBO sjónvarpsstöðin sýningu á nýjum þáttum kanadíska grínistans Nathan Fielder. Þættirnir hafa vakið mikla athygli, jákvæða og neikvæða. Við ræðum umdeildar hliðar þátts sem er á mörkum gríns og raunveruleika við grínistana Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur og Pálma Frey Hauksson.
Gamla eldavélin hans Kristjáns er komin á eftirlaun en hún hefur verið í stöðugri notkun frá árinu 1948. Í dag endurflytjum við innslag Krisjáns frá því í desember í fyrra þar sem hann minnist Rafha-eldavélarinnar sinnar, kynnir sér sögu hennar, heyrir um hafnfirska fyrirtækið sem framleiddi vélina og fyrri eiganda sem bakaði margar sortir af smákökum fyrir hver jól í litla ofninum.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Pysjueftirlitið greindi frá því í gær að fyrsta pysja þessa árs hefði fundist við Kertaverksmiðjuna í Vestmannaeyjum í gær - og að nú megi reikna með að fleiri pysjur fari að finnast í bænum. Við ræddum við Margréti Lilju Magnúsdóttur, sem komið hefur að þessum skráningum, og spyrja út í tímabilið framundan.
Leiðtogar heims reyna nú enn á ný að komast að samkomulagi til að draga úr ofnýtingu úthafanna - en áratugur er liðinn síðan Sameinuðu þjóðirnar reyndu fyrst að fá sérstakan samning um verndun úthafanna samþykktan. Ísland er sagt í vegi slíks samnings en stjórnvöld á Íslandi og í Rússlandi vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Við ræddum við Snjólaugu Árnadóttur, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðing í hafrétti, um samningaviðræðurnar og afstöðu Íslands.
Höfuðið á Þorsteini Valdimarssyni skáldi hvarf úr Hallormsstaðaskógi fyrir helgi, en styttan hafði staðið þar í áratugi. Ekkert miðar áfram í rannsókn á hvarfinu en Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri á Austurlandi var á línunni hjá okkur um málið.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust á árlegum sumarfundi sínum á mánudag og samþykktu meðal annars þá ályktun að stefna að algjöru sjálfstæði frá viðskipum við Rússland þegar kemur að orkumálum. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kom til okkar til að gera þetta upp.
Sveitarstjórar á Suðurlandi leggjast gegn áformum um vikurflutninga frá Mýrdalssandi um þjóðveginn eins og áætlanir fyrirtækisins EP Powers Minerals gera ráð fyrir - en þar er stefnt að því að keyra, næstu hundrað árin, með fulla vörubíla af vikri frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar á fimmtán mínútna fresti. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar er búin að skoða málið undanfarna daga með sínu fólki, og kom til okkar.
Á mánudaginn var ár liðið frá því að Talibanar náðu aftur völdum í Afganistan. Síðan þá hafa íbúar landsins þurft að glíma við skert réttindi og mikla efnahagskreppu. Við ræddum stöðu Afganistan í dag við Brynju Huld Óskarsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðing og fyrrum starfsmann Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 17. ágúst 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Emmsjé Gauti - Hvað er að frétta?
Dusty Springfield - Son of a preacher man
Páll Óskar - Líður aðeins betur
Sykurmolarnir - Ammæli
Alfie Templeman - Candyfloss
Weeknd - I feel it coming
Christine and the Queens - Je te vois enfin
Beabadoobee - Last day on earth
George Benson - Give me the night
Melody Gardot & Sting - Little something
Bang Gang - So alone
Á móti sól - Langt fram á nótt
Cigarettes after sex - Apocalypse
Peter Bjorn & John - Young folks
10:00
Cease Tone, Rakel 6 JóiP - Ég var að spá
Das Kapital - lili marlene
Billie Eilish - TV
Mö - Live to survive
Blur - Parklife
Korgis - Everyboy?s got to love sometime
All Saints - Pure Shores
Peter Gabriel - Solsbury Hill
Bríet - Dýrð í dauðaþögn
Maneskin - If I can dream
GusGus - Hold me in your arms again Ft. John Grant
Skúli Mennski - Ball
Unnsteinn - Eitur
Tove Lo - No one dies from love
11:00
KK - Vegbúi
Confidence man - Holiday
Talk talk - Such a shame
Sprengjuhöllin - Glúmur
Friðrik Ómar & Jógvan - Kannski finn ég ástina
Lexzi - Bang bang
Led Zeppelin - Over the hills and far away
Svala - Bones
Emilíana Torrini - To be free
Portishead - Sour times
Fríða Dís - Lipstick on (Plata vikunnar)
GDRN - Hvað er ástin
Wet Leg - Wet dreams
Temple Island - Cold heart
12:00
Friðrik Dór - Segðu mér
Þúsund andlit - Vængbrotin ást
Bubbi - Ennþá er tími
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Efling vill sjá flata krónutöluhækkun í næstu kjarasamningum og telur þörf á að hækka mánaðarlaun um minnst 52 þúsund til að halda í markmið lífskjarasamningsins um kaupmátt launa. Ríkissáttasemjari segir að væntingar aðila vinnumarkaðarins hafi færst heldur í sundur undanfarið.
Forstjóri Vegagerðarinnar segir ljóst að vegakerfið þyrfti fljótt á endurnýjun að halda, nái áform um vikurflutninga milli Hafurseyjar og Þorlákshafnar fram að ganga.
Lokað er að eldstöðvunum í Meradölum í dag vegna veðurs. Lokunarpóstur er á Suðurstrandarvegi og björgunarsveitarmenn standa þar vakt.
Ekkert barn í Reykjanesbæ fætt árið 2021 hefur fengið leikskólapláss. Fræðslustjóri segir vandann vera vegna örrar fólksfjölgunnar.
Mikil ummerki hafa sést um utanvegaakstur á hálendinu norðan Vatnajökuls í sumar. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs segir ástandið með því versta sem hann hafi séð.
Verðbólga mælist nú yfir tíu prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri síðan 1982.
Verði ekki brugðist við manneklu á Landspítala fer spítalinn í þrot. Þetta segir forstjóri spítalans sem segir að aldrei hafi vantað jafn marga starfsmenn.
Bandaríska þingkonan Liz Cheney, einn harðasti gagnrýnandi Donalds Trumps, missir líklega sæti sitt á þingi eftir að hún tapaði í forkosningum Repúblikana í Wyoiming í gær.
Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson komst í morgun í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Munchen í Þýskalandi. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón hafði Ólafur Páll Gunnarsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í vikunni bárust af því fréttir að ÍSOR íslenskar orkurannsóknir hefðu gert sinn stærsta samning erlendis sem felst í að bora eftir jarðvarma í Himalayafjöllum. Samkvæmt fréttinni gæti þetta verið upphafið að einhverju meira - Árni Magnússon forstjóri kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessu ævintýri.
Á menningarnótt verður málverkasýning í Gallerí 16 á Vitastíg sem hefur yfirskriftina Limir Íslands.
Á sýningunni er að finna myndir af limum sem listakonan Jóna Dögg málaði eftir óumbeðnum typpamyndum sem hún hefur fengið sendar frá karlmönnum. Jóna Dögg kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir og segir okkur nánar frá þessu.
Þó úti sé vonskuveður í það minnsta hérna á suðvesturhorni landsins þá tökum við stöðuna á Gunnari Bender sem segir okkur nýjustu tíðindi af veiði í ám og vötnum. Hann er eflaust staddur á einhverjum árbakkanum og lætur veðrið ekki stoppa sig.
Þættirnir Með okkar augum hefja göngu sína á RÚV í kvöld. Þetta er tólfta serían sem liðsmenn Með okkar augum ráðast í. Katrín Guðrún Tryggvadóttir dagskrárgerðarkona og Elín Sveinsdóttir framleiðandi koma til okkar á eftir.
Magnús Ingi Ingvarsson slökkviliðsmaður og Ásdís Gíslason upplýsingafulltrúi slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu koma til okkar á eftir. Unandfarin ár hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og um leið styrkt góð málefni. Í ár hlaupa slökkviliðsmenn til styrktar Ljósinu - endurhæfingar og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda. Þau Magnús og Ásdís segja okkur betur frá þessu síðar í þættinum.
Sveinn Rúnar Sigurðsson læknir og mannvinur hefur verið í forsvari fyrir leiðandi samtök úkraníumönnum til stuðnings á Íslandi. Sá hópu kallast flotta fólk og er á Facebook. Flottafólk hefur verið starfrækt síðan stríðið hófst, rekið leikskóla, dreifingarmiðstöð, félagsmiðstöð sálfræði- og læknisþjónustu og skipulagt fjölskyldu og barnastarf fyrir þennan hóp. En hvernig hefur þjónustan gengið sumar, hverjir hafa verið flöskuhálsarnir og hvernig er útlitðið framundan, Sveinn er hingað kominn.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fjórir eru í haldi vegna 100 kílóa af kókaíni sem fundust í vörusendingu á leið til landsins. Þetta er langmesta magn sem lögregla hefur lagt hald á í einu.
Skóla- og frístundasvið kom saman í dag til að ræða stöðuna í leikskólamálum í borginni. Ekki er hægt að úthluta 200 lausum plássum vegna manneklu. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Árelíu Eydís Guðjónsdóttur og Harald Frey Gíslason.
Umhverfisráðherra leggst gegn áformum um þungaflutninga vikurs á Suðurlandi. Hann segir dæmið ekki ganga upp. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson.
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kallar eftir tafarlausum aðgerðum vegna neyðarástands í Tígray í Eþíópíu. Hann segir milljónir manna búa við hörmungar, sem alþjóðasamfélagið hafi að mestu litið fram hjá. Ólöf Erlendsdóttir tók saman.
Markverðar hitabylgjur hafa verið í hverjum einasta mánuði ársins. Veðurfræðingur segir að búast megi við fleiri og verri hitabylgjum. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman og talaði við Halldór Björnsson
Liz Cheney, þingmaður Repúblikana á Bandaríkjaþingi, fékk slæma útreið í forkosningum í gær vegna andstöðu við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Talsverðar líkur eru á að þau berjist um útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024. Ásgeir Tómasson tók saman.
Tugþúsundir falsaðra ferðavottorða voru gefin út í covid-faraldrinum af sænsku fyrirtæki án þess að sýni úr fólki væru nokkurn tíma rannsökuð. Höfuðpaurinn í málinu er grunaður um að ýta undir útbreiðslu smitsjúkdóms og á yfir höfði sér ævilangt fangelsi. Nú hefur málið hins vegar verið lagt á ís og útlit fyrir að enginn verði látinn sæta refsiábyrgð. Kári Gylfason tók saman.
Umsjón þáttarins hafði Hafdís Helga Helgadóttir og tæknimaður í útsendingu var Magnús Þorsteinn Magnússon.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Veðrið eitthvað að ruglast í dag og bíður upp á djúpan haustfíling sem stoppar Kvöldvaktina ekki í því að spila spriklandi ferska tóna frá ; Bríet, Kasabian, Yeah Yeah Yeahs, Jack Black, Unnstein, First Aid Kit, Big Moon,, Anderson Paak ásamt Kaytranada, Liam Gallagher, Benna Hemm Hemm ásamt Urði og KGP og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Systur - Með hækkandi sól
Nirvana - Come As You Are
First Aid Kit - The Boys Of SUmmer
King Gizzard and the Lizard Wizard - Magenta Mountain
The Big Moon - Wide Eyes
Blur - Out Of Time
Bríet - Dýrð í dauðaþögn
Jónas Sig - Fortíðarþrá
Ásgeir - Snowblind
Kasabian - The Wall
José Gonzales - Stay Alive
Liam Gallgher - Bless You
Jack White - A Madman From Manhattan
Captain Beefheart - Im Glad
Angel Olsen - Ghost On
Wilco - Jesus ETC
Vieux Farka Touré, Khruangbin - Savanne
Tove Lo - No One Dies From Love
Eurythmics - Love Is A Stranger
Mitski - Stay Soft
Yeah Yeah Yeahs - Burning
Bloc Party - Banquet
Unnsteinn - Eitur
The Killers - Boy
Pale Waves - The Hard Way
Weezer - Records
Turnstile - Mistery
Deftones - Change
Fontaines D.C. - Jackie Down the Line
Viagra Boys - Punk Rock Loser
Fugazi - Waiting Room
Wet Leg - Ur Mum
Avvays - Pharmacist
Omar Apollo - Invincible
Cuco, Adriel Favela ft Kacey Musgraves - Sitting In the Corner
Steve Lacy - Bad Habit
Benni Hemm Hemm, Urður og KGP - Á óvart
Pharcyde - Passing Me By
GKR - Elskan
Útvarpsfréttir.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 6. - 13. ágúst.