18:00
Kvöldfréttir
Kvöldfréttir 11. maí 2022
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir að ekki ætti að koma á óvart að aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga.

Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið að veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu.

Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir.

Evrópusambandið afléttir grímuskyldu í flugvélum og flugstöðvum innan sambandsríkjanna frá og með næsta mánudegi. Flugöryggisstofnun Evrópu tilkynnti þetta í dag.

Nú er að hefjast framboðsfundur á Rás 2 með oddvitum í Fjarðabyggð og Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Umræðurnar má líka sjá á rúv.is. Fréttalestur heldur áfram á Rás 1.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,