Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, flytur.
Útvarpsfréttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata vikunnar er Pizza með franska rokkaranum Alain Bashung. Platan fékk mjög góðar viðtökur í Frakklandi og hefur verið ofarlega á listum yfir bestu frönsku rokkplöturnar. Alain Bashung samdi öll lögin og Boris Bergman vinur hans og samstarfsmaður, samdi textana eða grunn þeirra. Þegar kom að því að taka lögin upp spann Alain Bashung upp allskonar frasa og setningar í hljóðverinu og snéri þar með út úr textunum á staðnum. Fyrir bragðið eru flestir textarnir frekar afstrakt eða súrrealískir, jafnvel með tvöfaldri merkingu og allskonar sérstæðum tilvísunum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Hlið 1:
1. Ca Cache Quekchose
2. L'araignée
3. J'sors avec ma Frangine
4. Aficionado
5. Idylle au caire
6. Privé
Hlið 2:
1. Vertige de l'amour
2. Rebel
3. Retours
4. Reviens-va-t-en
5. Fan
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Jökull Karlsson
Fjallað um ævi kventónskáldanna Clöru Schumann og Ölmu Mahler.
Lesari: Hrafnhildur Hagalín
Umsjón: Einar Heimisson
(Áður á dagskrá 10.01.1995)
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Sagt er frá einstaka fólki sem jarðsett er Hólavallagarði, gamla kirkugarðinum við Suðurgötu. Í hverjum þætti er staldrað við tvö leiði og rakin ævi þeirra sem þar hvíla.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Í þessum þætti er staldrað við leiði Hannesar Hafstein (1861-1922) og systur hans Þórunnar Jónassen Hafstein (1850-1922).
Útvarpsfréttir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku og Stefanía Óskarsdóttir dósent við Háskóla Íslands ræddu um pólitík á kjördegi í sveitarstjórnarkosningum, kjörsókn, oddvitaáherslur, kosningaloforð eða skort á þeim og svo Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Jökull Karlsson
Hádegisútvarp í umsjón þular.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Þar sem er stríð, þar er kynferðislegu ofbeldi sömuleiðis beitt. Það virðist því miður vera einhverskonar lögmál, meira að segja enn þann dag í dag þrátt fyrir að aðgerðir gegn kynferðisofbeldi séu meira í umræðunni. Hluti af hjálparstarfi vegna stríðsins í Úkraínu miðar eingöngu að því að hjálpa konum á flótta undan mögulegu mansali, vændi eða öðru kynferðisofbeldi, og alveg ljóst að ekki er vanþörf á. Leit af úkraínskum konum í kynferðislegum tilgangi á netinu jókst um 200-600% strax eftir innrás Rússa í Úkraínu. Mjög víða, meira að segja hér á landi, hafa einhleypir karlmenn boðist til að hýsa ungar og huggulegar konur á flótta undan stríðsátökum í heimalandinu.
Birta ræddi við Valiant Richie, sérfræðing hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem fer fyrir þeirri deild stofnunarinnar sem berst gegn mansali og kynferðisofbeldi í stríði.
Læknirinn og fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali, sem hefur verið í haldi í Íran frá árinu 2016, getur á hverri stundu búist við því að vera tekinn af lífi fyrir sakir sem mannréttindasamtök telja að eigi ekki við rök að styðjast. Djalali, sem er með íranskt og sænskt ríkisfang, er einn af fjölmörgum í haldi íranskra stjórnvalda sem eru með tvöfalt ríkisfang, annað þeirra íranskt. Þessir fangar virðast flestir nýttir til að beita pólitískum þrýstingi á önnur lönd. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
Þáttaröð um kínverska menningu og stjórnmál sem veita innsæi í kínverskt samfélag. Vegna aukinnar hnattvæðingar og umsvifa Kína í nærumhverfi Íslands, bæði á norðurslóðum og í Evrópu, er enn mikilvægara en áður að Íslendingar fái innsýn í hugarheim Kínverja og kínverskra stjórnvalda. Fjallað er sérstaklega um kínverska drauminn, þjóðerniskennd Kínverja, mótmælahreyfinguna í Hong Kong, belti og braut og áhrif Kína á norðurslóðum. Þáttastjórnendur eru alþjóðastjórnmálafræðingar sem eru sérhæfðir í málefnum Kína og hafa búið þar.
Umsjón: Alda Elísa Andersen og Guðbjörg Ríkey Thoroddssen Hauksdóttir.
(Aftur á morgun)
Í fyrsta þætti er fjallað um hugtakið Kínverska drauminn sem er meginstefið í hugmyndafræði Xi Jinping, forseta alþýðulýðveldisins Kína. Hver einasti leiðtogi Kína hefur notast við hugmyndafræði eða slagorð sem einkennir þeirra valdatíð. Fyrir Deng Xiaoping, var það opnunarstefna og umbætur, fyrir Hu Jintao, forvera Xi Jinping, var það samfélag með samhljóm. Fyrir Xi Jinping, er það kínverski draumurinn. Viðmælandi: Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunnar.
Umsjón: Alda Elísa Andersen og Guðbjörg Ríkey Thoroddssen Hauksdóttir.
Á þessum myrkasta tíma ársins er vert að leiða hugann að ljósinu og manninum sem færði okkur það undur sem ljósaperan er. Í þættinum rekur Snorri Rafn Hallsson sögu Thomasar Edisons og þessarar merkilegu uppfinningar.
Viðmælandi: Baldur Arnarson.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson.
Í baráttunni við hamfarahlýnun er vísindamenn farnir að sækja innblástur í útblástur jarðarinnar. Uppi eru hugmyndir um að líkja eftir ákveðnum áhrifum eldgosa í þeim tilgangi að draga úr krafti sólarinnar og kæla þar með jörðina. Snorri og Tómas halda á gruggugar slóðir jarðmótunar, en það eru markvissar, stórtækar og ekki síst stórhuga aðgerðir til að hafa áhrif á loftslag jarðarinnar.
Rætt er við Sigurð Reyni Gíslason, jarðfræðing og Evgeniu Ilyinskayu, dósent í eldfjallafræði.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson.
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.
Við heimsækjum þjár fallegar byggingar í þætti dagsins, þær tengjast allar Hönnunarmars á einhvern hátt - en marsinn stóð sem hæst í síðustu viku. Við förum í Norræna húsið og ræðum við Ásdísi Ólafsdóttur listfræðing um Alvar Alto og konur hans - bæði eiginkonur og aðrar sem hann vann með og voru samferðamenn Alvars. Við heimsækjum gömlu Rafstöðina í Elliðaárdal, þar hefur aldeilis verið tekið til hendinni og ekki allt búið enn ? yndislegt að koma þangað, en Magnea Guðmundsdóttir arkitekt og Brynhildur Pálsdóttir hönnuður eru hluti af hópnum Tertu, sem vann samkeppni um svæðið fyrir nokkru síðan. Að lokum förum við í Hörpu og hittum Katrínu Ólínu Pétursdóttur deildarforseta hönnunar Listaháskólans, hana hittum við á Hönnunartali, sem var einn hluti Hönnunarmarsins í síðustu viku.
Útvarpsfréttir.
Guðni Tómasson ræðir við tónskáldið Hafliða Hallgrímsson.
Fréttir
Útvarpsfréttir.
Harður jarðskjálfti reið yfir laust fyrir klukkan fimm síðdegis og var 4,7 að stærð. Upptökin voru tæpan kílómetra norðaustur af Þrengslum og fannst vel í nærsveitum og á höfuðborgarsvæðinu.
Kjörsókn var ögn lakari í Reykjavík klukkan fimm í dag en á sama tíma í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Yfir 37 þúsund manns hafa kosið í borginni.
forsætisráðherra Finnlands segir viðbúið að Finnland og Svíþjóð sæki saman um aðild að NATO í næstu viku. aðild Finnlands að Nato komi til með að efla öryggi í Evrópu.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Seinni þáttur um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, en hann lét lífið í bílsprengjuárás í miðborg Beirút um miðjan febrúar 2005. Í þessum síðari þætti er fjallað um feril Hariris eftir að borgarastyrjöldinni í Líbanon lauk, og umdeilda rannsóknina á dauða hans.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Peter Gullin tríóið leikur Here There and Everywhere, My Funny Valentine, All The Things You Are, Songs At Home og Happiness. Dutch Jazz Orchestra leikur lögin Basin' Street Blues, Ain't Misbehavin', Let's Face The Music And Dance, In A Mellow Tone og All In. Kvintett Zoot Sims leikur lögin Ghost Of A Chance, Then There Eyes, One To Blow On, Not To Deep og Down At The Loft.
Sveinn Sæmundsson ræðir við fólk víðsvegar af landinu. Þáttaröðin var á dagskrá útvarpsins 1969 til 1972.
Sveinn Sæmundsson talar við Gretti Björnsson harmonikuleikara um flutning hans ásamt Ernu eiginkonu sinni og tengdaforeldrum hans til Kanada. Einnig fylgja nokkur lög á nikkuna sem Grettir leikur.
Áður á dagskrá 2. febrúar 1969.
Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar.
Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.
Fjallað um bók vikunnar, sem er Truflunin eftir Steinar Braga.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
Viðmælendur eru Hannes Óli Ágústsson leikari og bókmenntafræðingur og Rósa María Hjörvar bókmenntafræðingur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
(Áður á dagskrá 2009-2010)
Áfram haldið þar sem frá var horfið í síðasta þætti og leiknar hljóðritanir af útvarpslakkplötum, með hljómsveit Björns R. Einarssonar, sem nýlega hafa verið lagfærðar. Hreinn Valdimarsson, tæknimaður, segir frá starfseminni á bandverkstæði útvarpsins.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku og Stefanía Óskarsdóttir dósent við Háskóla Íslands ræddu um pólitík á kjördegi í sveitarstjórnarkosningum, kjörsókn, oddvitaáherslur, kosningaloforð eða skort á þeim og svo Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Jökull Karlsson
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Jökull Karlsson
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Matthías Már fór fram og til baka þennan morgun. Gestur Matta var Jónatan Garðarsson sem kom með 5 áhugaverðar sögur úr Eurovision ferðum sínum en hann var fararstjóri íslenska hópsins til margra ára.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Atli Már Steinarsson rabbar við hlustendur og leikur létta tónlist.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 7. - 14. maí.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Útvarpsfréttir.
Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir að ekki ætti að koma á óvart að aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga.
Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið að veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu.
Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir.
Evrópusambandið afléttir grímuskyldu í flugvélum og flugstöðvum innan sambandsríkjanna frá og með næsta mánudegi. Flugöryggisstofnun Evrópu tilkynnti þetta í dag.
Nú er að hefjast framboðsfundur á Rás 2 með oddvitum í Fjarðabyggð og Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Umræðurnar má líka sjá á rúv.is. Fréttalestur heldur áfram á Rás 1.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Bein útsending frá Eurovision söngvakeppninni í Liverpool.
Þulur: Gísli Marteinn Baldursson.
Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson og Hafdís Helga Helgadóttir spila tónlist, spjalla við hlustendur og greina frá nýjustu tölum.