13:25
Kínverski draumurinn
Xi Jinping og hundrað ára niðurlægingin
Kínverski draumurinn

Þáttaröð um kínverska menningu og stjórnmál sem veita innsæi í kínverskt samfélag. Vegna aukinnar hnattvæðingar og umsvifa Kína í nærumhverfi Íslands, bæði á norðurslóðum og í Evrópu, er enn mikilvægara en áður að Íslendingar fái innsýn í hugarheim Kínverja og kínverskra stjórnvalda. Fjallað er sérstaklega um kínverska drauminn, þjóðerniskennd Kínverja, mótmælahreyfinguna í Hong Kong, belti og braut og áhrif Kína á norðurslóðum. Þáttastjórnendur eru alþjóðastjórnmálafræðingar sem eru sérhæfðir í málefnum Kína og hafa búið þar.

Umsjón: Alda Elísa Andersen og Guðbjörg Ríkey Thoroddssen Hauksdóttir.

(Aftur á morgun)

Í fyrsta þætti er fjallað um hugtakið Kínverska drauminn sem er meginstefið í hugmyndafræði Xi Jinping, forseta alþýðulýðveldisins Kína. Hver einasti leiðtogi Kína hefur notast við hugmyndafræði eða slagorð sem einkennir þeirra valdatíð. Fyrir Deng Xiaoping, var það opnunarstefna og umbætur, fyrir Hu Jintao, forvera Xi Jinping, var það samfélag með samhljóm. Fyrir Xi Jinping, er það kínverski draumurinn. Viðmælandi: Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunnar.

Umsjón: Alda Elísa Andersen og Guðbjörg Ríkey Thoroddssen Hauksdóttir.

Var aðgengilegt til 14. maí 2023.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,