22:10
Litla flugan
Danslög með hljómsveit Björns R. Einarssonar
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

(Áður á dagskrá 2009-2010)

Áfram haldið þar sem frá var horfið í síðasta þætti og leiknar hljóðritanir af útvarpslakkplötum, með hljómsveit Björns R. Einarssonar, sem nýlega hafa verið lagfærðar. Hreinn Valdimarsson, tæknimaður, segir frá starfseminni á bandverkstæði útvarpsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,