18:00
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir 16. maí 2021
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Útvarpsfréttir.

Aðsókn hjá Stígamótum hefur tvöfaldast það sem af er maí miðað við allan aprílmánuð. Þriðjungi fleiri hafa sótt til Stígamóta á hálfum mánuði í maí en í febrúar og mars.

Loftárásir Ísraelshers á Gasa hafa kostað hátt í tvö hundruð Palestínumenn lífið undanfarna viku. Um tíu Ísraelar hafa látist í flugskeytaárásum Hamas samtakanna á Ísrael.

Flugmenn og flugfreyjur Play verða í Íslenska flugstéttarfélaginu, segir forstjóri flugfélagsins. Íslenskir kjarasamningar gildi í samningum við starfsfólkið, íslensk laun og allar reglur á íslenskum vinnumarkaði verði virtar.

Kórónuveirusmit í íslenska Eurovision hópnum hefur sett frekari lifandi flutning lagsins í Rotterdam í uppnám. Fararstjóri íslenska hópsins segir aðalmálið þó að Ísland taki þátt í söngvakeppninni því hægt sé að notast við fyrri upptökur á atriði Daða og Gagnamagnsins.

Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir

Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,