Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Arnór Bjarki Blómsterberg flytur.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:magnusre@ruv.is">magnusre@ruv.is</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson.
Elín Þorgeirsdóttir fór 1997 ásamt fjölskyldu sinni landleiðina frá Danmörku til Kenýa. Hún heillaðist svo af landi og þjóð að hún, ásamt eiginmanni sínum, stofnaði ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í Afríkuferðum. Í þættinum segir hún söguna af fyrstu ferðinni til Afríku.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Árið 1854 skrifaði skáldið Benedikt Gröndal bréf til Árna Helgasonar stiftprófasts í Görðum. Árni hafði falast eftir bókinni „Hermann og Dóróthea“ eftir Goethe, og Gröndal sendi honum bókina með bréfinu. Sagðist Gröndal vera mjög hrifinn af þessu skáldverki, en þó fann hann á bókinni þann galla að Dóróthea talaði of mikið og það væri óviðkunnanlegt að stúlkur töluðu svo mikið og fullorðinslega. Í þættinum verður leikinn konsertforleikurinn „Hermann og Dóróthea“ sem Robert Schumann samdi út frá verki Goethes og fluttar verða tónsmíðar sem tengjast tveimur öðrum skáldverkum Goethes, ballaðan „Brúðurin frá Korintu“ eftir Carl Loewe og dúett Werthers og Karlottu úr óperunni „Werther“ eftir Jules Massenet. Lesarar eru Leifur Hauksson og Halla Þórlaug Óskarsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur. María Rún er höfundur skýrslu um kynferðislega friðhelgi sem kom út í fyrra og sömuleiðis skrifaði hún frumvarp dómsmálaráðherra sem varð að lögum um kynferðislega friðhelgi í febrúar síðastliðnum. Hún vinnur nú að doktorsritgerð þar sem hún rannsakar áhrif tækniframþróunar á mannréttindaskuldbindingar ríkja, með sérstakri áherslu á mörk friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Samhliða doktorsnáminu hefur María sinnt lögfræðilegri ráðgjöf fyrir stjórnvöld, félagasamtök og alþjóðlegar stofnanir um samspil tækni og mannréttinda, bæði hvað varðar réttindi einstaklinga og stöðu lýðræðislegra innviða. Þá hefur hún stundað lögfræðilegar rannsóknir á sviði kynjajafnréttis. Rætt er við Maríu Rún um ýmsar hliðar metoo-bylgjunnar sem gengur nú yfir hér á landi, um mörk af ýmsu tagi sem þar er talað um, um það hvað sé hægt að gera með frekari lagasetningu eða aðgerðum innan kerfisins til þess að bregðast við og um kynferðislega friðhelgi í ljósi aukinnar tækninotkunar, til dæmis á samfélagsmiðlum.
Útvarpsfréttir.
Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar.
Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.
Fjallað um bókina Krossfiskar eftir Jónas Reyni Gunnarsson, sem er bók vikunnar.
Gestir þáttarins eru Sunna Dís Másdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
Guðsþjónusta.
Séra Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar fyrir altari.
Séra Þráinn Haraldsson predikar.
Organisti: Lára Bryndís Eggertsd+pttorþ .
Kór Akraneskirkju syngur.
Kórstjóri: Margrét Bóasdóttir.
Gylfi Þórðarson og Ragnheiður Guðmundsdóttir lesa ritningalestra.
Fyrir predikun:
Forspil: Kafli úr Versos Para Te Deum eftir Antonio Soler.
Sálmur 848: Allt sem guð hefur gefið mér. Lag: Sigurður Flosason. Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Sálmur 704: Þú ert Guð sem gefur lífið. Lag: Claire Schmid. Texti: Jón Ragnarsson. Útsetning: Gunnar Gunnarsson.
Sálmur 330: Ó Guð mér anda gefðu þinn. Lag: J.A.P. Schulz. Texti: Páll Jónsson.
Stólvers: Vaktu minn Jesú, vaktu í mér - kórkafli úr Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sævarsson. Texti: Hallgrímur Pétursson. Kórútsetning: Gunnar Gunnarsson.
Eftir predikun:
Faðir vor - kafli úr Fjórir þættir úr Fjallræur Krists. Lag: Jón Ásgeirsson.
Sálmur 884: Bænasvar: Þinn vilji guð. Lag frá Afríku. Texti: Kristján Valur Ingólfsson.
Sálmur 505: Enginn þarf að óttast síður. Sænskt þjóðlag. Texti: Séra Friðrik Friðriksson.
Eftirspil: Stef úr Te Deum eftir Marc Antoine Carpentier.
Hádegisútvarp í umsjón þular.
Útvarpsfréttir.
Flugfélagið Play er komið með flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu og von er á fyrstu vél félagsins til landsins á næstunni. Búið er að semja um leigu á tveimur flugvélum til viðbótar.
Fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit og voru allir í sóttkví. Búist er við að 600 manns verði í sóttvarnahúsum í kvöld. Þar fór fæðing af stað um helgina en hægt var að senda móðurina á spítala áður en barnið fæddist.
Dauðsföllum fjölgar hratt á Gaza, 52 hafa verið drepnir í árásum síðan á mánudag. Forsætisráðherra Ísraels segir að hörku verði beitt þar til öryggi Ísraela sé tryggt.
Stefnt er að því að hækka austari varnargarðinn á gosstöðvunum úr tveimur upp í fjóra metra í dag og á morgun. Verkstjóri segir að framkvæmdin muni ekki kosta meira en tíu milljónir standist áætlanir.
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af takmarkaðri leitar- og björgunargetu innan landhelginnar og víðar á hafsvæði norðurslóða og þörf á að bæta þar úr, samkvæmt skýrslu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði. Mikill harmleikur yrði ef skemmtiferðaskip lendi í vandræðum á þessum slóðum.
Haukar tryggðu sér í gær sinn tólfta deildarmeistaratitil í úrvalsdeild karla í handbolta. Þór Akureyri féll úr úrvalsdeildinni eftir tap gegn Gróttu.
Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Í fyrri hluta þáttarins er farið í heimsókn til Kristínar Amalíu Atladóttur, en Kristín hefur safnað heimildum um Sunnefu Jónsdóttur og aðrar konur sem dæmdar voru til dauða fyrir meint kynferðisbrot fyrr á öldum. Sögu Sunnefu þekkja margir en hún var var í tvígang dæmd til dauða fyrir meinta blóðskömm. Í seinni hluta þáttar er haldið á bryggjuna á Árskógssandi þar sem rætt er við Pétur Sigurðsson, framkvæmdarstjóra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Sólrúnar ehf. Fyrirtækið var stofnað fyrir sextíu árum þegar feðgar létu smíða fyrir sig bát á Akureyri og enn er útgerðin í eigu sömu fjölskyldu.
Efni í þáttinn unnu: Rúnar Snær Reynisson og Ágúst Ólafsson.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.
Nýlegar hljóðritanir.
Hljóðritun frá Söngskemmtun Íslensku óperunnar sem haldin var í Norðurljósasal Hörpu, 7. maí sl.
Fram koma sópransöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og tónlistarstjóri Íslensku óperunnar.
Yfirskrift tónleikanna er „Ástríður norðursins“ og á efnisskrá eru m.a. aríur og sönglög frá norrænum löndum.
Fréttir
Útvarpsfréttir.
Aðsókn hjá Stígamótum hefur tvöfaldast það sem af er maí miðað við allan aprílmánuð. Þriðjungi fleiri hafa sótt til Stígamóta á hálfum mánuði í maí en í febrúar og mars.
Loftárásir Ísraelshers á Gasa hafa kostað hátt í tvö hundruð Palestínumenn lífið undanfarna viku. Um tíu Ísraelar hafa látist í flugskeytaárásum Hamas samtakanna á Ísrael.
Flugmenn og flugfreyjur Play verða í Íslenska flugstéttarfélaginu, segir forstjóri flugfélagsins. Íslenskir kjarasamningar gildi í samningum við starfsfólkið, íslensk laun og allar reglur á íslenskum vinnumarkaði verði virtar.
Kórónuveirusmit í íslenska Eurovision hópnum hefur sett frekari lifandi flutning lagsins í Rotterdam í uppnám. Fararstjóri íslenska hópsins segir aðalmálið þó að Ísland taki þátt í söngvakeppninni því hægt sé að notast við fyrri upptökur á atriði Daða og Gagnamagnsins.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Orð geta verið stór og orð geta verið smá. Þau geta verið nógu kraftmikil til að skapa heilan heim og þau geta verið svo hversdagsleg að við tökum ekki einu sinni eftir þeim. Orð geta líka verið svo umfangsmikil að það tekur heilu kynslóðirnar að skilja þau til hlítar. Þetta eru orðin sem við skiljum ekki.
Í bókinni Um tímann og vatnið fjallar Andri Snær Magnason um þær grundvallarbreytingar sem munu verða á mannlífi og jarðlífi á næstu hundrað árum vegna hnattrænnar hlýnunar. Þessar breytingar eru „flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið.“ Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Þorvaldur S. Helgason fjallar um tímann og vatnið, kafar dýpra í helstu umfjöllunarefni bókarinnar og ræðir við vísindamennina, heimspekingana og aðgerðasinnana sem hafa helgað líf sitt því að rannsaka málefni sem eru stærri og flóknari en orð fá lýst.
Umsjón: Þorvaldur S. Helgason
Tónlist: Högni Egilsson.
Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason
Með tilkomu kórónuveirunnar fyrir rúmu ári breyttust allir okkar lífshættir til muna; tilefnislausar utanlandsferðir heyra nú sögunni til, hagvöxtur er ekki lengur eini mælikvarðinn á velsæld þjóða og í fyrsta sinn í áraraðir hafa heilsufarsleg sjónarmið verið tekin fram yfir efnahagsleg. Nú þegar sigið er á seinni hlutann í þessu langhlaupi vaknar spurningin, hvað tekur við að því loknu? Ætlum við að fara aftur í sama gamla farið eða ætlum við að nýta reynsluna sem við höfum öðlast til að skapa nýjan heim?
Í sjötta og síðasta þætti seríunnar Orðin sem við skiljum ekki, byggð á bók Andra Snæs Magnasonar Um tímann og vatnið, fjallar Þorvaldur S. Helgason um hvernig nýta má reynsluna af heimsfaraldri Covid-19 til að takast á við yfirvofandi heimsfaraldur loftslagsbreytinga. Viðmælendur þáttarins eru Andri Snær Magnason, rithöfundur, og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, aðgerðasinni.
Umsjón: Þorvaldur S. Helgason.
Tónlist: Högni Egilsson.
Upplestur: Mars Proppé.
Sérstakar þakkir: Andri Snær Magnason.
Dánarfregnir
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir tekur á móti góðum gestum í útvarpssal.
Leitað fanga í segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Umsjón: Gunnar Stefánsson.
Rannveig Tómasdóttir les úr ferðabók sinni, Andlit Asiu. Umsjón: Gunnar Stefánsson. (Áður flutt 1970)
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Ingibjörg Lárusdóttir (1861-1949) sinnti barnauppeldi og óteljandi störfum á stóru heimili, saumaði líkklæði af list fyrir nágranna sína í Húnavatnssýslunni og fékkst örlítið við verslun. En milli línanna í svolitlu sagnakveri sem hún gaf út seint á ævinni, Úr djúpi þagnarinnar, er auðvelt að sjá að ef hún hefði verið uppi hundrað árum seinna hefði hún líklega orðið býnsa góður rithöfundur. Sumar setningarnar eru þannig, og skynbragðið. Hún segir hún meðal annars frá afa sínum Bólu-Hjálmari í þessu kveri.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Næturútvarp Rásar 1.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Það er allt í kringum okkur, við sjáum það kannski ekki en án þess værum við ekki hér. En eftir því sem árin líða virðist koma meira í ljós hvað við hugsum lítið út í það, og hvaða áhrif við erum að hafa á það. Mig langaði til að vita meira, hvenær við byrjuðum að hugsa svona út í umhverfi okkar, hvað það er nákvæmlega sem er að gerst og hver framtíð okkar í sambandi við loftslagsmál er. Umræðuefni þáttarins er gríðarlega stór, það væri hægt að gera sérþátt liklegast um mörg efni sem þið heyrið um í þættinum en ég og Guðrún Sævarsdóttir dósent við Háskólann í Reykjavík fórum yfir þessi mál með það að markmiði að skilja örlítið betur þetta sem umlykur okkur öll.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Demó frá Guðmundi Jónssyni var flutt í þættinum en meðal annarra tónlistarflytjenda má nefna: Yvonne Fair, Yoko Ono, Umba Roy og Terry Callier.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Flugfélagið Play er komið með flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu og von er á fyrstu vél félagsins til landsins á næstunni. Búið er að semja um leigu á tveimur flugvélum til viðbótar.
Fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit og voru allir í sóttkví. Búist er við að 600 manns verði í sóttvarnahúsum í kvöld. Þar fór fæðing af stað um helgina en hægt var að senda móðurina á spítala áður en barnið fæddist.
Dauðsföllum fjölgar hratt á Gaza, 52 hafa verið drepnir í árásum síðan á mánudag. Forsætisráðherra Ísraels segir að hörku verði beitt þar til öryggi Ísraela sé tryggt.
Stefnt er að því að hækka austari varnargarðinn á gosstöðvunum úr tveimur upp í fjóra metra í dag og á morgun. Verkstjóri segir að framkvæmdin muni ekki kosta meira en tíu milljónir standist áætlanir.
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af takmarkaðri leitar- og björgunargetu innan landhelginnar og víðar á hafsvæði norðurslóða og þörf á að bæta þar úr, samkvæmt skýrslu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði. Mikill harmleikur yrði ef skemmtiferðaskip lendi í vandræðum á þessum slóðum.
Haukar tryggðu sér í gær sinn tólfta deildarmeistaratitil í úrvalsdeild karla í handbolta. Þór Akureyri féll úr úrvalsdeildinni eftir tap gegn Gróttu.
Umsjón: Ýmsir.
Hafdís Helga Helgadóttir ræðir við Eddu Falak. Edda er með eitt vinsælasta podcast landsins um þessar mundir og hefur tekið virkan þátt í einhverjum eldfimustu málefnum líðandi stundar. Edda er líka viðskiptafræðingur að mennt og mikil cross fit kempa. Við kynnumst Eddu betur í þessum þætti af Sunnudagssögum .
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í Rokklandi í dag heyrum við aðeins í Amy Winehouse hjá BBC en það var að koma út plata sem heitir Amy Winehouse at BBC, en í sumar er áratugur síðan hún lést aðeins 27 ára gömul úr afengiseitrun.
Við kynnumst bandarísku tónlistarkonunni Natalie Bergman og fyrstu sólóplötunni hennar sem heitir Mercy og er hálfgerð gospelplata. Coldplay kemur við sögu og Los Lobos, Bobby Gillespie og Jehnny Beth og Inhaler en mesta púðrið fer í ensku hljómsveitina The Coral sem kemur frá smábænum Hoylake skammt frá Liverpool. Coral var að senda frá sér 10undu plötuna sína núna 30. Apríl. Þetta er stór og mikil tvöföld plata, Konsept plata ? 24 lög (og kynningar). Platan náði 2. sæti breska vinsældalistans þegar hún kom út.
Fréttir
Útvarpsfréttir.
Aðsókn hjá Stígamótum hefur tvöfaldast það sem af er maí miðað við allan aprílmánuð. Þriðjungi fleiri hafa sótt til Stígamóta á hálfum mánuði í maí en í febrúar og mars.
Loftárásir Ísraelshers á Gasa hafa kostað hátt í tvö hundruð Palestínumenn lífið undanfarna viku. Um tíu Ísraelar hafa látist í flugskeytaárásum Hamas samtakanna á Ísrael.
Flugmenn og flugfreyjur Play verða í Íslenska flugstéttarfélaginu, segir forstjóri flugfélagsins. Íslenskir kjarasamningar gildi í samningum við starfsfólkið, íslensk laun og allar reglur á íslenskum vinnumarkaði verði virtar.
Kórónuveirusmit í íslenska Eurovision hópnum hefur sett frekari lifandi flutning lagsins í Rotterdam í uppnám. Fararstjóri íslenska hópsins segir aðalmálið þó að Ísland taki þátt í söngvakeppninni því hægt sé að notast við fyrri upptökur á atriði Daða og Gagnamagnsins.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.